„Ýtt út í stríð“ eftir sambandsslitin Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. febrúar 2021 15:30 Aron Ómarsson og Sara Dís Hjaltested eru meiðal þeirra foreldra sem segja sögu sína í þáttunum Líf dafnar. Líf dafnar „Í Bandaríkjunum var gerð rannsókn sem sýndi að helmingur skilnaða verður á fyrstu tveimur árunum eftir fæðingu barns og það segir okkur hvað þetta er mikill álagstími,“ segir Anna María Jónsdóttir geðlæknir. Rætt var um skilnaði foreldra í síðasta þætti af þáttunum Líf dafnar. Sara Dís Hjaltested og Aron Ómarsson eru fyrrverandi par og eignuðust þau eitt barn saman áður en leiðir þeirra skildu. Þau sögðu frá sinni reynslu í þættinum. Dómsmál og lögfræðingar „Við vorum ekkert sammála um hvar Ómar ætti að eiga heima og ýmsa þætti gagnvart því og þá einhvern veginn endaði þetta bara í kerfinu og okkur finnst okkur eiginlega bara hafa verið ýtt í stríð,“ segir Aron. Eftir skilnaðinn bjó Aron áfram í húsinu þeirra í Keflavík en Sara flutti í Garðabæ. „Lögheimilið getur bara verið á einum stað og við vildum bæði fá lögheimilið, alveg bara staðráðin í því,“ útskýrir Sara. Þau gagnrýna hvernig núverandi kerfi er á Íslandi og segja að ýmislegt þurfi að breytast, þar sem fyrirkomulagið sé ekki gott fyrir samskipti foreldra eftir skilnað. „Auðvitað vilja báðir fá lögheimilið en það er ekki hægt og þá þarf maður að fara í gegnum sáttameðferð og alls konar svoleiðis og ef að það næst ekki sátt að þá þarf að fara í dómsmál um lögheimilið. Þá hefst einmitt bara svona stríð,“ segir Sara. Í þeirra tilfelli varð lögfræðikostnaðurinn mikill. „Það er sett upp þannig að þú átt að skrifa greinagerð um af hverju þú átt að hafa lögheimilið, af hverju þú ert hæfari og eiginlega hversu ömurlegur hinn er sem að er kannski ekkert raunin. Af því að þú getur alltaf látið allt líta illa út ef þú vilt það.“ Aron og Sara segja að þeirra barátta um lögheimili barns eftir skilnað hafi verið kostnaðarsöm og erfið.Líf dafnar Báðir foreldrarnir eiga barnið Þau Aron og Sara Dís eiga í góðu foreldrasamstarfi í dag og eru meðal annars með sameiginlegar fjölskylduhefðir. Í byrjun hafi þetta þó verið erfitt út af því hvernig fyrirkomulagið varðandi lögheimili er í dag. Bara annað foreldri getur haft lögheimilið og þar með bókað læknistíma, leyst út lyfseðla fyrir barnið, sótt um frístundastyrki og svo framvegis. „Ég held að svona mál dragi bara fram það versta í fólki. Það eina sem ég átti að gera hjá sýslumanni var að skila inn bréfum um hvað hún var ömurleg og hvað ég var frábær“ segir Aron. Hann segir nauðsynlegt að gera breytingar. „Fólk þarf að átta sig á því að það eru báðir aðilar sem að eiga þetta barn. Auðvitað finnst þér þú alltaf vera betra foreldrið, þér finnst alltaf að barninu þínu líði betur hjá þér en hjá hinum.“ Hér fyrir neðan má sjá brot úr þættinum þar sem þau ræða stöðuna í dag og það sem þau lærðu á þessu ferli. Lokaþáttur Líf dafnar er á dagsskrá Stöðvar 2 í kvöld. Klippa: Líf dafnar - Sara Dís og Aron Í fyrsta þættinum af Líf Dafnar var fjallað um mikilvægi tengslamyndunar, svefn, grátur barna og áhrif erfiðrar fæðingarreynslu á frekari barneignir. Í þætti tvö var fjallað um lífið á vökudeild, áhrif þess að eignast fleiri börn og valið barnleysi. Í þætti þrjú er svo fjallað um áhrif kynferðisofbeldis á barneignir, líkamsímynd, áhrif samfélagsmiðla og brjóstagjöf. Þáttur fjögur fjallar um börn með sérþarfir, andlega heilsu, áhrif barneigna á sambandið og kynlíf foreldra. Fimmti þáttur er um foreldra sem ættleiddu barn, skilnað, samsettar fjölskyldur, ömmur og afa og að bæta við barni en í lokaþættinum er fjallað um raunina og uppeldi. Þættirnir eru framleiddir af Glassriver í samstarfi við Eyland & Kamban fyrir Stöð 2 en þáttastjórnandi og leikstjóri er Andrea Eyland. Börn og uppeldi Líf dafnar Kviknar Tengdar fréttir „Ég myndi gera hvað sem er í heiminum fyrir þetta barn“ Steinn Stefánsson og Selma Hafsteinsdóttir höfðu í sex ár reynt að eignast barn þegar þau ákváðu að ættleiða. Selma segir að það hafi verið mikill léttir. 4. febrúar 2021 21:31 „Hann er búinn að vera mjög sterkur og kenna okkur svo mikið á lífið“ „Fyrir mína parta þá er þetta yndislegt. Þetta er besta tilfinning í heimi og þú gefur eitthvað af þér og færð það margfalt til baka,“ svarar Aldís Sif Bjarnhéðinsdóttir, móðir, aðspurð af hverju fólk eignast börn. 28. janúar 2021 16:30 „Mér fannst þetta ljótur heimur og ég var hrædd við að eignast stelpu“ Konur sem eru þolendur kynferðisofbeldis þurfa oft að takast á við áfallið aftur og erfiðar tilfinningar þegar þær ganga í gegnum barneignarferli. Nadía Rut Reynisdóttir varð fyrir kynferðisofbeldi í útilegu með fjölskyldu sinni og vinafólki og sagði hún sína sögu í þættinum Líf dafnar sem sýndur var í gær. 21. janúar 2021 13:00 „Þorði ekki að spyrja hvort að barnið myndi lifa“ Sigmundur Grétar Hermannsson og Eva Rún Guðmundsdóttir eiga saman þrjú börn. Dreng fæddan 2013 sem fæddist eftir 30 vikna meðgöngu, stúlku fædda 2015 eftir 32 vikna meðgöngu og svo eignuðust þau litla stúlku árið 2020 eftir fulla meðgöngu. 14. janúar 2021 17:30 Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Fleiri fréttir „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Sjá meira
Rætt var um skilnaði foreldra í síðasta þætti af þáttunum Líf dafnar. Sara Dís Hjaltested og Aron Ómarsson eru fyrrverandi par og eignuðust þau eitt barn saman áður en leiðir þeirra skildu. Þau sögðu frá sinni reynslu í þættinum. Dómsmál og lögfræðingar „Við vorum ekkert sammála um hvar Ómar ætti að eiga heima og ýmsa þætti gagnvart því og þá einhvern veginn endaði þetta bara í kerfinu og okkur finnst okkur eiginlega bara hafa verið ýtt í stríð,“ segir Aron. Eftir skilnaðinn bjó Aron áfram í húsinu þeirra í Keflavík en Sara flutti í Garðabæ. „Lögheimilið getur bara verið á einum stað og við vildum bæði fá lögheimilið, alveg bara staðráðin í því,“ útskýrir Sara. Þau gagnrýna hvernig núverandi kerfi er á Íslandi og segja að ýmislegt þurfi að breytast, þar sem fyrirkomulagið sé ekki gott fyrir samskipti foreldra eftir skilnað. „Auðvitað vilja báðir fá lögheimilið en það er ekki hægt og þá þarf maður að fara í gegnum sáttameðferð og alls konar svoleiðis og ef að það næst ekki sátt að þá þarf að fara í dómsmál um lögheimilið. Þá hefst einmitt bara svona stríð,“ segir Sara. Í þeirra tilfelli varð lögfræðikostnaðurinn mikill. „Það er sett upp þannig að þú átt að skrifa greinagerð um af hverju þú átt að hafa lögheimilið, af hverju þú ert hæfari og eiginlega hversu ömurlegur hinn er sem að er kannski ekkert raunin. Af því að þú getur alltaf látið allt líta illa út ef þú vilt það.“ Aron og Sara segja að þeirra barátta um lögheimili barns eftir skilnað hafi verið kostnaðarsöm og erfið.Líf dafnar Báðir foreldrarnir eiga barnið Þau Aron og Sara Dís eiga í góðu foreldrasamstarfi í dag og eru meðal annars með sameiginlegar fjölskylduhefðir. Í byrjun hafi þetta þó verið erfitt út af því hvernig fyrirkomulagið varðandi lögheimili er í dag. Bara annað foreldri getur haft lögheimilið og þar með bókað læknistíma, leyst út lyfseðla fyrir barnið, sótt um frístundastyrki og svo framvegis. „Ég held að svona mál dragi bara fram það versta í fólki. Það eina sem ég átti að gera hjá sýslumanni var að skila inn bréfum um hvað hún var ömurleg og hvað ég var frábær“ segir Aron. Hann segir nauðsynlegt að gera breytingar. „Fólk þarf að átta sig á því að það eru báðir aðilar sem að eiga þetta barn. Auðvitað finnst þér þú alltaf vera betra foreldrið, þér finnst alltaf að barninu þínu líði betur hjá þér en hjá hinum.“ Hér fyrir neðan má sjá brot úr þættinum þar sem þau ræða stöðuna í dag og það sem þau lærðu á þessu ferli. Lokaþáttur Líf dafnar er á dagsskrá Stöðvar 2 í kvöld. Klippa: Líf dafnar - Sara Dís og Aron Í fyrsta þættinum af Líf Dafnar var fjallað um mikilvægi tengslamyndunar, svefn, grátur barna og áhrif erfiðrar fæðingarreynslu á frekari barneignir. Í þætti tvö var fjallað um lífið á vökudeild, áhrif þess að eignast fleiri börn og valið barnleysi. Í þætti þrjú er svo fjallað um áhrif kynferðisofbeldis á barneignir, líkamsímynd, áhrif samfélagsmiðla og brjóstagjöf. Þáttur fjögur fjallar um börn með sérþarfir, andlega heilsu, áhrif barneigna á sambandið og kynlíf foreldra. Fimmti þáttur er um foreldra sem ættleiddu barn, skilnað, samsettar fjölskyldur, ömmur og afa og að bæta við barni en í lokaþættinum er fjallað um raunina og uppeldi. Þættirnir eru framleiddir af Glassriver í samstarfi við Eyland & Kamban fyrir Stöð 2 en þáttastjórnandi og leikstjóri er Andrea Eyland.
Í fyrsta þættinum af Líf Dafnar var fjallað um mikilvægi tengslamyndunar, svefn, grátur barna og áhrif erfiðrar fæðingarreynslu á frekari barneignir. Í þætti tvö var fjallað um lífið á vökudeild, áhrif þess að eignast fleiri börn og valið barnleysi. Í þætti þrjú er svo fjallað um áhrif kynferðisofbeldis á barneignir, líkamsímynd, áhrif samfélagsmiðla og brjóstagjöf. Þáttur fjögur fjallar um börn með sérþarfir, andlega heilsu, áhrif barneigna á sambandið og kynlíf foreldra. Fimmti þáttur er um foreldra sem ættleiddu barn, skilnað, samsettar fjölskyldur, ömmur og afa og að bæta við barni en í lokaþættinum er fjallað um raunina og uppeldi. Þættirnir eru framleiddir af Glassriver í samstarfi við Eyland & Kamban fyrir Stöð 2 en þáttastjórnandi og leikstjóri er Andrea Eyland.
Börn og uppeldi Líf dafnar Kviknar Tengdar fréttir „Ég myndi gera hvað sem er í heiminum fyrir þetta barn“ Steinn Stefánsson og Selma Hafsteinsdóttir höfðu í sex ár reynt að eignast barn þegar þau ákváðu að ættleiða. Selma segir að það hafi verið mikill léttir. 4. febrúar 2021 21:31 „Hann er búinn að vera mjög sterkur og kenna okkur svo mikið á lífið“ „Fyrir mína parta þá er þetta yndislegt. Þetta er besta tilfinning í heimi og þú gefur eitthvað af þér og færð það margfalt til baka,“ svarar Aldís Sif Bjarnhéðinsdóttir, móðir, aðspurð af hverju fólk eignast börn. 28. janúar 2021 16:30 „Mér fannst þetta ljótur heimur og ég var hrædd við að eignast stelpu“ Konur sem eru þolendur kynferðisofbeldis þurfa oft að takast á við áfallið aftur og erfiðar tilfinningar þegar þær ganga í gegnum barneignarferli. Nadía Rut Reynisdóttir varð fyrir kynferðisofbeldi í útilegu með fjölskyldu sinni og vinafólki og sagði hún sína sögu í þættinum Líf dafnar sem sýndur var í gær. 21. janúar 2021 13:00 „Þorði ekki að spyrja hvort að barnið myndi lifa“ Sigmundur Grétar Hermannsson og Eva Rún Guðmundsdóttir eiga saman þrjú börn. Dreng fæddan 2013 sem fæddist eftir 30 vikna meðgöngu, stúlku fædda 2015 eftir 32 vikna meðgöngu og svo eignuðust þau litla stúlku árið 2020 eftir fulla meðgöngu. 14. janúar 2021 17:30 Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Fleiri fréttir „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Sjá meira
„Ég myndi gera hvað sem er í heiminum fyrir þetta barn“ Steinn Stefánsson og Selma Hafsteinsdóttir höfðu í sex ár reynt að eignast barn þegar þau ákváðu að ættleiða. Selma segir að það hafi verið mikill léttir. 4. febrúar 2021 21:31
„Hann er búinn að vera mjög sterkur og kenna okkur svo mikið á lífið“ „Fyrir mína parta þá er þetta yndislegt. Þetta er besta tilfinning í heimi og þú gefur eitthvað af þér og færð það margfalt til baka,“ svarar Aldís Sif Bjarnhéðinsdóttir, móðir, aðspurð af hverju fólk eignast börn. 28. janúar 2021 16:30
„Mér fannst þetta ljótur heimur og ég var hrædd við að eignast stelpu“ Konur sem eru þolendur kynferðisofbeldis þurfa oft að takast á við áfallið aftur og erfiðar tilfinningar þegar þær ganga í gegnum barneignarferli. Nadía Rut Reynisdóttir varð fyrir kynferðisofbeldi í útilegu með fjölskyldu sinni og vinafólki og sagði hún sína sögu í þættinum Líf dafnar sem sýndur var í gær. 21. janúar 2021 13:00
„Þorði ekki að spyrja hvort að barnið myndi lifa“ Sigmundur Grétar Hermannsson og Eva Rún Guðmundsdóttir eiga saman þrjú börn. Dreng fæddan 2013 sem fæddist eftir 30 vikna meðgöngu, stúlku fædda 2015 eftir 32 vikna meðgöngu og svo eignuðust þau litla stúlku árið 2020 eftir fulla meðgöngu. 14. janúar 2021 17:30