„Þurftu að kveðja hana í gegnum gler og síma“ Stefán Árni Pálsson skrifar 21. febrúar 2021 10:00 Jóhannes Ásbjörnsson missti tengdamömmu sína á síðasta ári og tók það verulega á alla fjölskylduna. vísir/vilhelm Jóhannes Ásbjörnsson var lengi vel einn vinsælasti fjölmiðlamaður landsins og byrjaði hann sinn feril í útvarpi, fór seinna yfir á PoppTV þar sem hann stýrði þættinum vinsæla 70 mínútur. Jóhannes er gestur vikunnar í Einkalífinu. Jói fór út í veitingarekstur fyrir tíu árum þegar hann opnaði Hamborgarafabrikkuna ásamt Sigmari Vilhjálmssyni en í dag rekur hann í raun átta veitingarmerki og 19 veitingastaði en hann á og rekur fyrirtækið Gleðipinnar ásamt fleirum. Um er að ræða veitingastaðina American Style, Shake&Pizza, Saffran, Blackbox, Eld Smiðjan, Aktu Taktu, Keiluhöllin, Hamborgarafabrikkan og Pítan. Jóhannes er í hjónabandi með Ólínu Jóhönnu Gísladóttur og eiga þau saman þrjú börn. Ólína missti móður sína á síðasta ári og var sú kona ofboðslega náin fjölskyldunni. Jóhannes og Ólína hófu sitt samband fyrir 23 árum og hafa því verið lengi saman og segir Jóhannes að fráfall Þóru Ragnarsdóttur hafi tekið gríðarlega á. Þóra var móðir Rúriks Gíslasonar og ræðir Jóhannes einnig um samband hans við Rúrik en þeir hafa þekkst síðan að Rúrik var aðeins tíu ára og í raun eins og bræður. „Þetta var heilt yfir mjög erfitt fyrir fjölskylduna. Hún var mikill þátttakandi í öllu okkar lífi og ömmur og tengdamömmur eru það iðulega. Hún var tengd sínum barnabörnum og mjög tengd barnabörnunum sínum. Það er alltaf erfitt að kveðja einhvern sem er svona mikill hluti af sjálfi fjölskyldunnar,“ segir Jóhannes en Þóra féll frá eftir baráttu við krabbamein. „Það sem gerði þetta svona sérstakt var að þetta var bara í miðri fyrstu bylgju og hún var með alvarlegt krabbamein og búin að vera í meðferð frá því um haustið. Svo er það oft þannig að þegar fólk er í krabbameinsmeðferð er ónæmiskerfið mjög veikt og stundum bara algjörlega í núlli. Þá er fólk varnarlausara fyrir allskonar sýkingum og veirum og það var það sem dregur tengdamömmu mína til dauða. Það sem setti þetta allt í sérstakt samhengi voru takmarkanirnar á umgengninni og það var í sjálfu sér ekkert hægt að vera hjá henni nema alveg undir það síðasta og þá bara fyrir þá allra nánustu, tengdapabbi og börnin hennar en hinir þurftu að kveðja hana í gegnum gler og síma.“ Hann segir að það hafi verið mjög erfið kveðjustund en umræðan um missi fjölskyldunnar hefst þegar 22:00 mín eru liðnar af þættinum. Í þættinum hér að ofan ræðir Jói um árin í fjölmiðlunum, föðurhlutverkið og hjónabandið, þegar hann missti tengdamóður sína á síðasta ári sem var gríðarlegt áfall, samband hans við Rúrik Gíslason og margt fleira. Einkalífið Mest lesið Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
Jói fór út í veitingarekstur fyrir tíu árum þegar hann opnaði Hamborgarafabrikkuna ásamt Sigmari Vilhjálmssyni en í dag rekur hann í raun átta veitingarmerki og 19 veitingastaði en hann á og rekur fyrirtækið Gleðipinnar ásamt fleirum. Um er að ræða veitingastaðina American Style, Shake&Pizza, Saffran, Blackbox, Eld Smiðjan, Aktu Taktu, Keiluhöllin, Hamborgarafabrikkan og Pítan. Jóhannes er í hjónabandi með Ólínu Jóhönnu Gísladóttur og eiga þau saman þrjú börn. Ólína missti móður sína á síðasta ári og var sú kona ofboðslega náin fjölskyldunni. Jóhannes og Ólína hófu sitt samband fyrir 23 árum og hafa því verið lengi saman og segir Jóhannes að fráfall Þóru Ragnarsdóttur hafi tekið gríðarlega á. Þóra var móðir Rúriks Gíslasonar og ræðir Jóhannes einnig um samband hans við Rúrik en þeir hafa þekkst síðan að Rúrik var aðeins tíu ára og í raun eins og bræður. „Þetta var heilt yfir mjög erfitt fyrir fjölskylduna. Hún var mikill þátttakandi í öllu okkar lífi og ömmur og tengdamömmur eru það iðulega. Hún var tengd sínum barnabörnum og mjög tengd barnabörnunum sínum. Það er alltaf erfitt að kveðja einhvern sem er svona mikill hluti af sjálfi fjölskyldunnar,“ segir Jóhannes en Þóra féll frá eftir baráttu við krabbamein. „Það sem gerði þetta svona sérstakt var að þetta var bara í miðri fyrstu bylgju og hún var með alvarlegt krabbamein og búin að vera í meðferð frá því um haustið. Svo er það oft þannig að þegar fólk er í krabbameinsmeðferð er ónæmiskerfið mjög veikt og stundum bara algjörlega í núlli. Þá er fólk varnarlausara fyrir allskonar sýkingum og veirum og það var það sem dregur tengdamömmu mína til dauða. Það sem setti þetta allt í sérstakt samhengi voru takmarkanirnar á umgengninni og það var í sjálfu sér ekkert hægt að vera hjá henni nema alveg undir það síðasta og þá bara fyrir þá allra nánustu, tengdapabbi og börnin hennar en hinir þurftu að kveðja hana í gegnum gler og síma.“ Hann segir að það hafi verið mjög erfið kveðjustund en umræðan um missi fjölskyldunnar hefst þegar 22:00 mín eru liðnar af þættinum. Í þættinum hér að ofan ræðir Jói um árin í fjölmiðlunum, föðurhlutverkið og hjónabandið, þegar hann missti tengdamóður sína á síðasta ári sem var gríðarlegt áfall, samband hans við Rúrik Gíslason og margt fleira.
Einkalífið Mest lesið Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp