Brynja og Sara semja við Universal: „Okkur dreymir um að vera fyrirmyndir“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. febrúar 2021 14:31 Brynja og Sara elska að vinna saman. Þær eru fimmtán ára og sautján ára. „Þetta gaf mér heimsathygli, frábæra lífsreynslu og æðislegt að fá að kynnast íslensku tónlistarfólki,“ segir Brynja Mary sem er nýorðin sautján ára og stundar nám við Wisseloord Academy í heimsfrægu stúdíoi í Amsterdam. Hún tók þátt í Söngvakeppninni á síðasta ári þá aðeins 16 ára gömul og var töluvert fjallað um hennar þátttöku þá. Brynja hefur nú gert samning við Universial Music í Danmörku og það ásamt yngri systur sinni, Söru Victoriu sem er að klára síðasta árið í grunnskóla í tónlistar heimavistarskóla í Danmörku á tónlistarbraut. Hún segist hafa gaman af því að vinna með eldri systur sinni. „Gæti ekki hugsað mér neitt betra þar sem við erum mjög tengdar og bestu vinkonur og höfum alltaf verið. Við höfum alltaf gert allt saman, hvort sem það er dans, leiklist eða tónlist. Við erum skemmtilega ólíkar, en vinnum mjög vel saman þar sem við vegum hvora aðra upp,“ segir Sara. Í dag gefa þær út lagið Don't forget about me. „Lagið fjallar um ótta við að missa vini sína. Fjölskylda okkar hefur flutt oft á lífsleiðinni og þrátt fyrir að það hafi verið mikil reynsla fyrir okkur, þá hefur það líka verið mjög erfitt að yfirgefa vini okkar. Við erum hræddar um að gamlir vinir okkar muni gleyma okkur þegar við erum fluttar í burtu og við getum ekki hist. Við erum hræddar um að minningar okkar dugi ekki til, til að halda vináttu okkar á lofti,“ segir Brynja. Fyrsta lagið þeirra saman kemur út í dag. Brynja hefur í raun verið í samstarfi við plötufyrirtæki frá því að hún var þrettán ára. „Plötuútgáfufyrirtækið í Kaupmannahöfn bauð okkur að koma í fimm daga að skrifa tónlist saman sem systra dúett með mismunandi fólki og frábærum pródúsentum úr bransanum. Það gekk svona rosalega vel og úr urðu fimm góð lög og Don´t forget about me var eitt af þeim. Þeir voru yfir sig ánægðir með okkur og útkomuna og buðust til að gera kynningarpakka um okkur og sendu á stóru plötuútgáfufyrirtækin og Universal Music Denmark var eitt af þeim. Universal féllu alveg fyrir okkur og laginu, okkar einstaka stíl, raddir okkar saman, okkar persónuleikum og sögu, bæði sem listamenn og systur,“ segir Brynja en þær voru boðaðar á fund og fengu um leið samningstilboð. Vilja verða fyrirmyndir. „Þetta er allt yndislegt og fólk sem lætur okkur líða vel, alveg eins og heima hjá okkur. Þetta er eins og ein stór fjölskylda. Tilfinningin okkar sagði okkur að þetta væri rétt ákvörðun og við hlökkum mikið til að vinna með þeim, og framtíðarinnar,“ segir Brynja. „Okkur dreymir um að vera fyrirmyndir fyrir bæði yngri og eldri. Við viljum að fólk viti að það getur gert allt sem það vill, sama á hvaða aldri, kyn og þjóðerni. Svo dreymir okkur líka um að vera þekktir listamenn sem fólk lítur upp til, standa á stórum sviðum og verða frægar. Það væri verið fullkominn draumur,“ segir Sara. Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Lífið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Sjá meira
Brynja hefur nú gert samning við Universial Music í Danmörku og það ásamt yngri systur sinni, Söru Victoriu sem er að klára síðasta árið í grunnskóla í tónlistar heimavistarskóla í Danmörku á tónlistarbraut. Hún segist hafa gaman af því að vinna með eldri systur sinni. „Gæti ekki hugsað mér neitt betra þar sem við erum mjög tengdar og bestu vinkonur og höfum alltaf verið. Við höfum alltaf gert allt saman, hvort sem það er dans, leiklist eða tónlist. Við erum skemmtilega ólíkar, en vinnum mjög vel saman þar sem við vegum hvora aðra upp,“ segir Sara. Í dag gefa þær út lagið Don't forget about me. „Lagið fjallar um ótta við að missa vini sína. Fjölskylda okkar hefur flutt oft á lífsleiðinni og þrátt fyrir að það hafi verið mikil reynsla fyrir okkur, þá hefur það líka verið mjög erfitt að yfirgefa vini okkar. Við erum hræddar um að gamlir vinir okkar muni gleyma okkur þegar við erum fluttar í burtu og við getum ekki hist. Við erum hræddar um að minningar okkar dugi ekki til, til að halda vináttu okkar á lofti,“ segir Brynja. Fyrsta lagið þeirra saman kemur út í dag. Brynja hefur í raun verið í samstarfi við plötufyrirtæki frá því að hún var þrettán ára. „Plötuútgáfufyrirtækið í Kaupmannahöfn bauð okkur að koma í fimm daga að skrifa tónlist saman sem systra dúett með mismunandi fólki og frábærum pródúsentum úr bransanum. Það gekk svona rosalega vel og úr urðu fimm góð lög og Don´t forget about me var eitt af þeim. Þeir voru yfir sig ánægðir með okkur og útkomuna og buðust til að gera kynningarpakka um okkur og sendu á stóru plötuútgáfufyrirtækin og Universal Music Denmark var eitt af þeim. Universal féllu alveg fyrir okkur og laginu, okkar einstaka stíl, raddir okkar saman, okkar persónuleikum og sögu, bæði sem listamenn og systur,“ segir Brynja en þær voru boðaðar á fund og fengu um leið samningstilboð. Vilja verða fyrirmyndir. „Þetta er allt yndislegt og fólk sem lætur okkur líða vel, alveg eins og heima hjá okkur. Þetta er eins og ein stór fjölskylda. Tilfinningin okkar sagði okkur að þetta væri rétt ákvörðun og við hlökkum mikið til að vinna með þeim, og framtíðarinnar,“ segir Brynja. „Okkur dreymir um að vera fyrirmyndir fyrir bæði yngri og eldri. Við viljum að fólk viti að það getur gert allt sem það vill, sama á hvaða aldri, kyn og þjóðerni. Svo dreymir okkur líka um að vera þekktir listamenn sem fólk lítur upp til, standa á stórum sviðum og verða frægar. Það væri verið fullkominn draumur,“ segir Sara.
Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Lífið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Sjá meira