Ísland í forgrunni hóps um sjálfbær orkuskipti Heimsljós 11. mars 2021 09:12 Átaki til að lyfta hlut hreinnar orku við framfylgd heimsmarkmiðanna var ýtt úr vör á fundi Sameinuðu þjóðanna. Ísland verður í forgrunni hóps sem beitir sér fyrir sjálfbærum orkuskiptum í þágu allra hinna heimsmarkmiðanna, með gagnsæjum og réttlátum hætti. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, tók í gær þátt í alþjóðlegum fjarfundi um sjálfbæra orku og heimsmarkmiðin á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Með fundinum var átaki, til að lyfta hlut hreinnar orku við framfylgd heimsmarkmiðanna, ýtt úr vör. Fjöldi aðila sem tengjast orkugeiranum, í víðum skilningi, koma að átakinu sem ná mun hámarki með ráðherrafundi í tengslum við allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í september næstkomandi. Þetta er í fyrsta sinn í 40 ár sem Sameinuðu þjóðirnar funda á svo markvissan hátt um orkumál. Í máli sínu gerði Guðlaugur Þór grein fyrir reynslu Íslands af orkuskiptum og nýtingu sjálfbærrar orku í matvælaframleiðslu og sjávarútvegi. Þá kallaði ráðherra eftir auknum fjárfestingum á heimsvísu í hreinni orku. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Orkumál Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Innlent
Ísland verður í forgrunni hóps sem beitir sér fyrir sjálfbærum orkuskiptum í þágu allra hinna heimsmarkmiðanna, með gagnsæjum og réttlátum hætti. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, tók í gær þátt í alþjóðlegum fjarfundi um sjálfbæra orku og heimsmarkmiðin á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Með fundinum var átaki, til að lyfta hlut hreinnar orku við framfylgd heimsmarkmiðanna, ýtt úr vör. Fjöldi aðila sem tengjast orkugeiranum, í víðum skilningi, koma að átakinu sem ná mun hámarki með ráðherrafundi í tengslum við allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í september næstkomandi. Þetta er í fyrsta sinn í 40 ár sem Sameinuðu þjóðirnar funda á svo markvissan hátt um orkumál. Í máli sínu gerði Guðlaugur Þór grein fyrir reynslu Íslands af orkuskiptum og nýtingu sjálfbærrar orku í matvælaframleiðslu og sjávarútvegi. Þá kallaði ráðherra eftir auknum fjárfestingum á heimsvísu í hreinni orku. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Orkumál Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Innlent