„Miðað við hvernig staðan er í Evrópu held ég að Íslendingar geti verið sáttir“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. mars 2021 07:01 Emil Hallfreðsson í leik Íslands og Króatíu á HM í Rússlandi sumarið 2018. Hann ræddi við Reykjavík síðdegis um stöðu mála á Ítalíu þar sem býr en þar eru að greinast allt að 25 þúsund smit af Covid-19 á dag. Vísir/Vilhelm Emil Hallfreðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður Padova í C-deildinni á Ítalíu, ræddi við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær um stöðuna á Ítalíu vegna kórónuveirunnar. Emil býr í Verona með fjölskyldu sinni og eðlilega hefur þetta mikil áhrif á líf þeirra allra. „ Fólk er orðið svolítið þreytt á þessu, eðlilega. Þetta er búið að taka á Ítalann. Þetta skánaði í janúar til febrúar, smitum fækkaði verulega svo þeir léttu aðeins á reglum. Um leið og þeir gerðu það fór þetta allt aftur til baka og smitunum fór að fjölga.“ „Síðustu daga er búið að vera í kringum 25 þúsund ný smit á hverjum einasta degi og það eru milli 300 og 400 manns að deyja daglega svo þetta er eiginlega bara alveg ömurlegt,“ sagði Emil aðspurður hvernig staðan væri á Ítalíu og hvernig fólki liði. „Verona er líka í þessu „red zone“ eins og margar sýslur. Það er hálfgert útgöngubann, í fyrra mátti ekki fara út úr húsi en núna má fara út og labba úti með börnin. Þó skólarnir séu lokaðir þá eru leikvellir í hverfinu sem krakkar mega fara á. Fólk þarf bara að passa sig að halda smá fjarlægð og svoleiðis.“ „Þetta er ekki jafn slæmt og þetta var í fyrra þó þetta sé ekkert mjög skemmtilegt. Mér finnst samt jákvæður andi í fólki og fólk er miklu jákvæðara núna heldur en í fyrra. Aðallega út af bólefnafréttum og ég tel að fólk trúi að þetta sé að fara enda. Ég trúi allavega ekki öðru en þetta sé að fara enda.“ „Vegna vinnu máttu fara á milli staða. Ég þarf að vera með upp á skrifað blað – ef ég er stoppaður, því lögreglan er að stöðva fólk – frá félaginu að ég sé á leið á æfingu. Svo má ég fara aftur til baka, til Verona, þar sem ég er með lögheimili þar. Það má alltaf fara til baka þar sem maður er með lögheimili.“ „Held það sé búið að bólusetja tæpar þrjár milljónir á Ítalíu nú þegar. Það gengur aðeins hægar en fólk var að vonast eftir. Ég var að lesa um daginn að það væru jákvæðar fréttir með það líka svo ég held það sé ekki annað hægt en að líta á þessa jákvæðu hluti líka og vona að þetta sé allt að fara gerast, að þetta fari að taka enda.“ „Það má segja það. Veðrið í dag myndi kallast gott sumarveður á Íslandi held ég. Átján gráður og sól. Það gerir þetta aðeins skemmtilegra,“ sagði Emil er hann var spurður út í veðrið. „Íslendingar lifa næstum bara eðlilegu lífi virðist vera. Á meðan hér geta börn ekki farið í skóla, það gerir mörgum erfitt fyrir með vinnu og allt það. Miðað við hvernig staðan er í Evrópu held ég að Íslendingar geti verið nokkuð sáttir eða bara mjög sáttir miðað við hvernig gengur heima á Íslandi,“ sagði Emil Hallfreðsson að lokum í spjalli sínu við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Hinn 36 ára gamli Emil á að baki farsælan feril á Ítalíu þar sem hann hefur spilað með liðum á borð við Hellas Verona og Udinese. Hann hefur alls leikið 73 leiki fyrir íslenska A-landsliðið og skorað í þeim eitt mark. Hann var þó ekki spurður út í komandi landsleiki Íslands og hvort hann væri í myndinni hjá nýjum landsliðsþjálfara. Fótbolti Reykjavík síðdegis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalski boltinn Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Sjá meira
„ Fólk er orðið svolítið þreytt á þessu, eðlilega. Þetta er búið að taka á Ítalann. Þetta skánaði í janúar til febrúar, smitum fækkaði verulega svo þeir léttu aðeins á reglum. Um leið og þeir gerðu það fór þetta allt aftur til baka og smitunum fór að fjölga.“ „Síðustu daga er búið að vera í kringum 25 þúsund ný smit á hverjum einasta degi og það eru milli 300 og 400 manns að deyja daglega svo þetta er eiginlega bara alveg ömurlegt,“ sagði Emil aðspurður hvernig staðan væri á Ítalíu og hvernig fólki liði. „Verona er líka í þessu „red zone“ eins og margar sýslur. Það er hálfgert útgöngubann, í fyrra mátti ekki fara út úr húsi en núna má fara út og labba úti með börnin. Þó skólarnir séu lokaðir þá eru leikvellir í hverfinu sem krakkar mega fara á. Fólk þarf bara að passa sig að halda smá fjarlægð og svoleiðis.“ „Þetta er ekki jafn slæmt og þetta var í fyrra þó þetta sé ekkert mjög skemmtilegt. Mér finnst samt jákvæður andi í fólki og fólk er miklu jákvæðara núna heldur en í fyrra. Aðallega út af bólefnafréttum og ég tel að fólk trúi að þetta sé að fara enda. Ég trúi allavega ekki öðru en þetta sé að fara enda.“ „Vegna vinnu máttu fara á milli staða. Ég þarf að vera með upp á skrifað blað – ef ég er stoppaður, því lögreglan er að stöðva fólk – frá félaginu að ég sé á leið á æfingu. Svo má ég fara aftur til baka, til Verona, þar sem ég er með lögheimili þar. Það má alltaf fara til baka þar sem maður er með lögheimili.“ „Held það sé búið að bólusetja tæpar þrjár milljónir á Ítalíu nú þegar. Það gengur aðeins hægar en fólk var að vonast eftir. Ég var að lesa um daginn að það væru jákvæðar fréttir með það líka svo ég held það sé ekki annað hægt en að líta á þessa jákvæðu hluti líka og vona að þetta sé allt að fara gerast, að þetta fari að taka enda.“ „Það má segja það. Veðrið í dag myndi kallast gott sumarveður á Íslandi held ég. Átján gráður og sól. Það gerir þetta aðeins skemmtilegra,“ sagði Emil er hann var spurður út í veðrið. „Íslendingar lifa næstum bara eðlilegu lífi virðist vera. Á meðan hér geta börn ekki farið í skóla, það gerir mörgum erfitt fyrir með vinnu og allt það. Miðað við hvernig staðan er í Evrópu held ég að Íslendingar geti verið nokkuð sáttir eða bara mjög sáttir miðað við hvernig gengur heima á Íslandi,“ sagði Emil Hallfreðsson að lokum í spjalli sínu við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Hinn 36 ára gamli Emil á að baki farsælan feril á Ítalíu þar sem hann hefur spilað með liðum á borð við Hellas Verona og Udinese. Hann hefur alls leikið 73 leiki fyrir íslenska A-landsliðið og skorað í þeim eitt mark. Hann var þó ekki spurður út í komandi landsleiki Íslands og hvort hann væri í myndinni hjá nýjum landsliðsþjálfara.
Fótbolti Reykjavík síðdegis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalski boltinn Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Sjá meira