Starfsemi Stjórnstöðvar ferðamála lokið Atli Ísleifsson skrifar 17. mars 2021 14:11 Frá lokafundi Stjórnstöðvar ferðamála í gær. Stjórnarráðið/Golli Starfsemi Stjórnstöðvar ferðamála er nú lokið er Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, stýrði lokafundi hennar í gær. Stjórnstöðin hefur verið starfrækt frá árinu 2015 og var ætlað að starfs í fimm ár. Á vef stjórnarráðsins að Stjórnstöð ferðamála hafi verið samráðsvettvangur ríkisstjórnar Íslands, Sambands íslenskra sveitafélaga og Samtaka ferðaþjónustunnar og hafið störf í kjölfar ferðamálastefnu ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks árið 2015. Þar hafi verið skilgreindir sjö áhersluþættir: Samhæfing, jákvæð upplifun ferðamanna, áreiðanleg gögn, náttúruvernd, hæfni og gæði, aukin arðsemi og dreifing ferðamanna. „Stjórnstöðinni var falið að fylgja þessum verkefnum úr hlaði og hefur hún undanfarin ár samhæft aðgerðir og útfært leiðir til að leggja þann trausta grunn sem nú er til staðar í íslenskri ferðaþjónustu. Hlutverk Stjórnstöðvar ferðamála var því meðal annars að ná utan um öran vöxt greinarinnar með skilgreiningu brýnustu forgangsmála og að tryggja samhæfingu aðgerða og framkvæmd þeirra þvert á stjórnkerfið. Með þessu var unnið að því að styrkja grunnstarfsemi ferðaþjónustunnar og styðja við frekari mótun markmiða, verkefna og aðgerða sem gætu stuðlað að framgangi greinarinnar. Árangur af fimm ára starfsemi Stjórnstöðvar ferðamála er mikill þar sem helstu hagaðilar íslenskrar ferðaþjónustu hafa unnið saman að því að framkvæma þau krefjandi verkefni sem greinin og stjórnvöld stóðu frammi fyrir árið 2015. Meðal samhæfingarverkefna sem hafa verið unnin á vettvangi Stjórnstöðvar ferðamála má nefna meginverkefni á borð við stofnun Hæfniseturs ferðaþjónustunnar, sviðsmynda- og áhættugreiningar, ástandsmat ferðamannastaða, mótun skipulags við öflun áreiðanlegra gagna, gerð Mælaborðs ferðaþjónustunnar, mótun áfangastaðaáætlana (DMP) og undirbúning að stofnun áfangastaðastofa (DMO) í öllum landshlutum, mótun Framtíðarsýnar og leiðarljóss íslenskrar ferðaþjónustu til 2030 og þróun Jafnvægisáss ferðamála sem nú hefur verið birtur,“ segir í tilkynningunni. Hörður Þórhallsson var árið 2015 ráðinn framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála, en hann lét af störfum árið 2016. Óskar Jósefsson stýrði svo Stjórnstöðinni frá 2016 þar til nú. Ferðamennska á Íslandi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Bílslys í Laugardal Innlent Fleiri fréttir „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Sjá meira
Á vef stjórnarráðsins að Stjórnstöð ferðamála hafi verið samráðsvettvangur ríkisstjórnar Íslands, Sambands íslenskra sveitafélaga og Samtaka ferðaþjónustunnar og hafið störf í kjölfar ferðamálastefnu ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks árið 2015. Þar hafi verið skilgreindir sjö áhersluþættir: Samhæfing, jákvæð upplifun ferðamanna, áreiðanleg gögn, náttúruvernd, hæfni og gæði, aukin arðsemi og dreifing ferðamanna. „Stjórnstöðinni var falið að fylgja þessum verkefnum úr hlaði og hefur hún undanfarin ár samhæft aðgerðir og útfært leiðir til að leggja þann trausta grunn sem nú er til staðar í íslenskri ferðaþjónustu. Hlutverk Stjórnstöðvar ferðamála var því meðal annars að ná utan um öran vöxt greinarinnar með skilgreiningu brýnustu forgangsmála og að tryggja samhæfingu aðgerða og framkvæmd þeirra þvert á stjórnkerfið. Með þessu var unnið að því að styrkja grunnstarfsemi ferðaþjónustunnar og styðja við frekari mótun markmiða, verkefna og aðgerða sem gætu stuðlað að framgangi greinarinnar. Árangur af fimm ára starfsemi Stjórnstöðvar ferðamála er mikill þar sem helstu hagaðilar íslenskrar ferðaþjónustu hafa unnið saman að því að framkvæma þau krefjandi verkefni sem greinin og stjórnvöld stóðu frammi fyrir árið 2015. Meðal samhæfingarverkefna sem hafa verið unnin á vettvangi Stjórnstöðvar ferðamála má nefna meginverkefni á borð við stofnun Hæfniseturs ferðaþjónustunnar, sviðsmynda- og áhættugreiningar, ástandsmat ferðamannastaða, mótun skipulags við öflun áreiðanlegra gagna, gerð Mælaborðs ferðaþjónustunnar, mótun áfangastaðaáætlana (DMP) og undirbúning að stofnun áfangastaðastofa (DMO) í öllum landshlutum, mótun Framtíðarsýnar og leiðarljóss íslenskrar ferðaþjónustu til 2030 og þróun Jafnvægisáss ferðamála sem nú hefur verið birtur,“ segir í tilkynningunni. Hörður Þórhallsson var árið 2015 ráðinn framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála, en hann lét af störfum árið 2016. Óskar Jósefsson stýrði svo Stjórnstöðinni frá 2016 þar til nú.
Ferðamennska á Íslandi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Bílslys í Laugardal Innlent Fleiri fréttir „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Sjá meira