„Hef ekkert að fela“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. mars 2021 12:31 Birgir Jónsson lét af störfum sem forstjóri Íslandspósts í lok síðasta árs. @íslandspóstur Birgir Jónsson hefur í gegnum tíðina verið forstjóri ýmissa fyrirtækja á borð við Iceland Express og Íslandspósts, trommað í hljómsveitinni DIMMU og um þessar mundir rekur hann Madison Ilmhús með konu sinni Lísu Ólafsdóttur. Líf Birgis er ekki bundið við heimabæinn Kópavog, en hann hefur búið í Hong Kong þar sem hann upplifði SARS-faraldurinn, í Rúmeníu og London. Líf Birgis er saman sett af mörgum verkefnum, en bútasaumurinn miðast af því að hafa ætíð ástríðu fyrir þeim verkefnum sem hann tekur að sér; mikilvægast sé að vera alltaf spenntari fyrir því sem koma skal en því sem á undan er gengið eins hann kemur inn á í viðtali við Snæbjörn Ragnarsson í þættinum Snæbjörn talar við fólk. Birgir hætti sem forstjóri Íslandspósts í byrjun nóvember og kemur hann inn á þá ákvörðun í þættinum. „Það fylgir þessu alltaf einhver leiðindi. Þetta er pólitískt mál hjá Póstinum og ég hef engar áhyggjur af því og veit alveg sannleikann í þessu máli,“ segir Birgir í viðtalinu. Hann segir að eins og staðan er í dag muni hann aldrei aftur taka að sér verkefni sem tengist pólitík eða opinberum rekstri. Hér að neðan má heyra brot úr viðtalinu. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Birgir Jónsson „Í þessu tiltekna máli er verið að reyna koma með einhverjar eftir á skýringar á óþægilegu pólitísku máli sem að öll gögn sýna að er bara rangt. Ég get sagt þér það að hjartað mitt tekur ekki einu sinni aukaslag yfir þessu. Mér myndi finnast þetta enn þá leiðinlegra ef ég væri með óhreint mjöl í pokahorninu. Ef ég hef ekkert að fela þá er ég meira en til að taka slaginn fyrst það er verið að væna mig um eitthvað sem ég gerði ekki.“ Hann segir að enginn hafi gert athugasemdir um málið fyrir ári síðan og nú séu menn að stíga fram og segjast ekki hafa vitað af málinu. Málið sem um ræðir er bókun stjórnar Íslandspósts eftir að hann hætti sem forstjóri, um að hann hafi ekki haft samráð um verðlækkun á pakkasendingum. Hann sakar stjórnarmenn um atvinnuróg. „Þetta er bara algjör sandkassi og ég lærði af þessu að maður á algjörlega að halda sig frá allri pólitík. Eins og staðan er núna mun ég aldrei aftur fara inn í neitt sem tengist hinu opinbera. Þetta flokkspólitíska kerfi á Íslandi hefur bara aðra hagsmuni að leiðarljósi, eins og í þessu tilfelli rekstrarhagsmuni. Ég vil að fyrirtæki sem eru í almannaeigu séu rekin á sem hagkvæmasta máta. Það veiti sem bestu þjónustu og við sem skattgreiðendur þurfum ekki að setja peninga í þau að óþörfu. Það fer ekkert rosalega vel saman við einhverjar áherslur hjá stjórnmálaflokkum.“ Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni. Snæbjörn talar við fólk Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Fleiri fréttir Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Sjá meira
Líf Birgis er ekki bundið við heimabæinn Kópavog, en hann hefur búið í Hong Kong þar sem hann upplifði SARS-faraldurinn, í Rúmeníu og London. Líf Birgis er saman sett af mörgum verkefnum, en bútasaumurinn miðast af því að hafa ætíð ástríðu fyrir þeim verkefnum sem hann tekur að sér; mikilvægast sé að vera alltaf spenntari fyrir því sem koma skal en því sem á undan er gengið eins hann kemur inn á í viðtali við Snæbjörn Ragnarsson í þættinum Snæbjörn talar við fólk. Birgir hætti sem forstjóri Íslandspósts í byrjun nóvember og kemur hann inn á þá ákvörðun í þættinum. „Það fylgir þessu alltaf einhver leiðindi. Þetta er pólitískt mál hjá Póstinum og ég hef engar áhyggjur af því og veit alveg sannleikann í þessu máli,“ segir Birgir í viðtalinu. Hann segir að eins og staðan er í dag muni hann aldrei aftur taka að sér verkefni sem tengist pólitík eða opinberum rekstri. Hér að neðan má heyra brot úr viðtalinu. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Birgir Jónsson „Í þessu tiltekna máli er verið að reyna koma með einhverjar eftir á skýringar á óþægilegu pólitísku máli sem að öll gögn sýna að er bara rangt. Ég get sagt þér það að hjartað mitt tekur ekki einu sinni aukaslag yfir þessu. Mér myndi finnast þetta enn þá leiðinlegra ef ég væri með óhreint mjöl í pokahorninu. Ef ég hef ekkert að fela þá er ég meira en til að taka slaginn fyrst það er verið að væna mig um eitthvað sem ég gerði ekki.“ Hann segir að enginn hafi gert athugasemdir um málið fyrir ári síðan og nú séu menn að stíga fram og segjast ekki hafa vitað af málinu. Málið sem um ræðir er bókun stjórnar Íslandspósts eftir að hann hætti sem forstjóri, um að hann hafi ekki haft samráð um verðlækkun á pakkasendingum. Hann sakar stjórnarmenn um atvinnuróg. „Þetta er bara algjör sandkassi og ég lærði af þessu að maður á algjörlega að halda sig frá allri pólitík. Eins og staðan er núna mun ég aldrei aftur fara inn í neitt sem tengist hinu opinbera. Þetta flokkspólitíska kerfi á Íslandi hefur bara aðra hagsmuni að leiðarljósi, eins og í þessu tilfelli rekstrarhagsmuni. Ég vil að fyrirtæki sem eru í almannaeigu séu rekin á sem hagkvæmasta máta. Það veiti sem bestu þjónustu og við sem skattgreiðendur þurfum ekki að setja peninga í þau að óþörfu. Það fer ekkert rosalega vel saman við einhverjar áherslur hjá stjórnmálaflokkum.“ Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni.
Snæbjörn talar við fólk Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Fleiri fréttir Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Sjá meira