„Ég kom rétt áður en hann dó“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. mars 2021 13:30 Auri hefur aðstoðað Sigrúnu Ósk oft í leit hennar að foreldrum ættleiddra Íslendinga. Áhorfendur fengu að kynnast Auri Hinriksson strax í fyrstu þáttaröð af Leitinni að upprunanum og var fjallað ítarlega um þessa mögnuðu konu í þætti gærkvöldsins á Stöð 2. Strax í annarri þáttaröð sáu áhorfendur meira af henni en þá tókst henni það sem þaulreyndu þriggja manna rannsóknarteymi hafði mistekist þegar fann hún líffræðilega fjölskyldu Þorvarðar Andra Haukssonar. Það er margt í fari Auriar sem vakti athygli áhorfenda enda blasir það ekki við í fyrstu hvað fær konu sem verður sjötug á næsta ári til að eyða tíma sínum og orku í að leita að ættingjum barna sem voru ættleidd frá Sri Lanka fyrir margt löngu. Auri er lífsglöð og skemmtileg kona sem endaði fyrir tilviljun á Ísafirði. Auri hefur farið út ellefu sinnum og reynt að finna fjölskyldur fólks í leit. „Mér hefur mistekist oftar en ég mér hefur tekist að finna fólk. Ástæðan er sú að ég fæ rangar upplýsingar. Ættleiðingarskjölin eru gölluð. Það var svo margt óheiðarlegt í gangi,“ segir Auri í samtali við Sigrúnu. Hún segist aldrei hafa tekið greiðslu fyrir leit sína. Hún heitir raunar Aurangasri, en stytti það í Árny eða Auri fyrir okkur Íslendinga. Tekur ekki við neinni greiðslu Hún er komin af nokkuð efnuðu fólki í Sri Lanka, faðir hennar var virtur læknir og sjálf er hún með doktorsgráðu í ensku. Hún hefur verið búsett á Íslandi í tæpa fjóra áratugi eða frá því hún fluttist hingað með eiginmanni sínum heitnum, Þóri Hinrikssyni, en þau hjónin kynntust þegar þau störfuðu bæði fyrir Sameinuðu þjóðirnar en Auri hefur aldrei getað hugsað sér að taka við greiðslum fyrir að aðstoða fólk í upprunaleit. „Ég tók aldrei við greiðslu, þetta er fólkið mitt. Þessi börn eru fólkið mitt.“ En öll þessi ferðalög Auriar hafa ekki alltaf verið hættulaus og fyrir þremur árum munaði minnstu að Auri missti af tækifærinu til að kveðja eiginmann sinn áður en hann lést heima á Ísafirði. „Ég leitaði uppi fjölskyldu og þau hringdu um miðja nótt og hótuðu mér og ég slökkti á símanum. Sonur minn reyndi að hringja í mig því maðurinn minn var orðinn mjög veikur. Ég svaraði ekki í símann því ég var áreitt af fjölskyldunni því ég hafði grafið upp leyndarmál hennar.“ Hættan leið hjá, Auri ákvað að óhætt væri að kveikja á símanum og einkasonur hennar náði loksins sambandi við hana. „Hann sagði mér að taka næstu flugvél heim, maðurinn þinn er mjög veikur. Ég kom rétt áður en hann dó. Ef ég hafði ekki svarað í símann hefði ég ekki verið hjá honum þegar hann dó.“ Hér að neðan má sjá brot úr viðtalinu við Auri sem var sýnt á Stöð 2 í gærkvöldi. Klippa: Ég kom rétt áður en hann dó Leitin að upprunanum Mest lesið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Fleiri fréttir Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Sjá meira
Strax í annarri þáttaröð sáu áhorfendur meira af henni en þá tókst henni það sem þaulreyndu þriggja manna rannsóknarteymi hafði mistekist þegar fann hún líffræðilega fjölskyldu Þorvarðar Andra Haukssonar. Það er margt í fari Auriar sem vakti athygli áhorfenda enda blasir það ekki við í fyrstu hvað fær konu sem verður sjötug á næsta ári til að eyða tíma sínum og orku í að leita að ættingjum barna sem voru ættleidd frá Sri Lanka fyrir margt löngu. Auri er lífsglöð og skemmtileg kona sem endaði fyrir tilviljun á Ísafirði. Auri hefur farið út ellefu sinnum og reynt að finna fjölskyldur fólks í leit. „Mér hefur mistekist oftar en ég mér hefur tekist að finna fólk. Ástæðan er sú að ég fæ rangar upplýsingar. Ættleiðingarskjölin eru gölluð. Það var svo margt óheiðarlegt í gangi,“ segir Auri í samtali við Sigrúnu. Hún segist aldrei hafa tekið greiðslu fyrir leit sína. Hún heitir raunar Aurangasri, en stytti það í Árny eða Auri fyrir okkur Íslendinga. Tekur ekki við neinni greiðslu Hún er komin af nokkuð efnuðu fólki í Sri Lanka, faðir hennar var virtur læknir og sjálf er hún með doktorsgráðu í ensku. Hún hefur verið búsett á Íslandi í tæpa fjóra áratugi eða frá því hún fluttist hingað með eiginmanni sínum heitnum, Þóri Hinrikssyni, en þau hjónin kynntust þegar þau störfuðu bæði fyrir Sameinuðu þjóðirnar en Auri hefur aldrei getað hugsað sér að taka við greiðslum fyrir að aðstoða fólk í upprunaleit. „Ég tók aldrei við greiðslu, þetta er fólkið mitt. Þessi börn eru fólkið mitt.“ En öll þessi ferðalög Auriar hafa ekki alltaf verið hættulaus og fyrir þremur árum munaði minnstu að Auri missti af tækifærinu til að kveðja eiginmann sinn áður en hann lést heima á Ísafirði. „Ég leitaði uppi fjölskyldu og þau hringdu um miðja nótt og hótuðu mér og ég slökkti á símanum. Sonur minn reyndi að hringja í mig því maðurinn minn var orðinn mjög veikur. Ég svaraði ekki í símann því ég var áreitt af fjölskyldunni því ég hafði grafið upp leyndarmál hennar.“ Hættan leið hjá, Auri ákvað að óhætt væri að kveikja á símanum og einkasonur hennar náði loksins sambandi við hana. „Hann sagði mér að taka næstu flugvél heim, maðurinn þinn er mjög veikur. Ég kom rétt áður en hann dó. Ef ég hafði ekki svarað í símann hefði ég ekki verið hjá honum þegar hann dó.“ Hér að neðan má sjá brot úr viðtalinu við Auri sem var sýnt á Stöð 2 í gærkvöldi. Klippa: Ég kom rétt áður en hann dó
Leitin að upprunanum Mest lesið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Fleiri fréttir Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Sjá meira