„Ég kom rétt áður en hann dó“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. mars 2021 13:30 Auri hefur aðstoðað Sigrúnu Ósk oft í leit hennar að foreldrum ættleiddra Íslendinga. Áhorfendur fengu að kynnast Auri Hinriksson strax í fyrstu þáttaröð af Leitinni að upprunanum og var fjallað ítarlega um þessa mögnuðu konu í þætti gærkvöldsins á Stöð 2. Strax í annarri þáttaröð sáu áhorfendur meira af henni en þá tókst henni það sem þaulreyndu þriggja manna rannsóknarteymi hafði mistekist þegar fann hún líffræðilega fjölskyldu Þorvarðar Andra Haukssonar. Það er margt í fari Auriar sem vakti athygli áhorfenda enda blasir það ekki við í fyrstu hvað fær konu sem verður sjötug á næsta ári til að eyða tíma sínum og orku í að leita að ættingjum barna sem voru ættleidd frá Sri Lanka fyrir margt löngu. Auri er lífsglöð og skemmtileg kona sem endaði fyrir tilviljun á Ísafirði. Auri hefur farið út ellefu sinnum og reynt að finna fjölskyldur fólks í leit. „Mér hefur mistekist oftar en ég mér hefur tekist að finna fólk. Ástæðan er sú að ég fæ rangar upplýsingar. Ættleiðingarskjölin eru gölluð. Það var svo margt óheiðarlegt í gangi,“ segir Auri í samtali við Sigrúnu. Hún segist aldrei hafa tekið greiðslu fyrir leit sína. Hún heitir raunar Aurangasri, en stytti það í Árny eða Auri fyrir okkur Íslendinga. Tekur ekki við neinni greiðslu Hún er komin af nokkuð efnuðu fólki í Sri Lanka, faðir hennar var virtur læknir og sjálf er hún með doktorsgráðu í ensku. Hún hefur verið búsett á Íslandi í tæpa fjóra áratugi eða frá því hún fluttist hingað með eiginmanni sínum heitnum, Þóri Hinrikssyni, en þau hjónin kynntust þegar þau störfuðu bæði fyrir Sameinuðu þjóðirnar en Auri hefur aldrei getað hugsað sér að taka við greiðslum fyrir að aðstoða fólk í upprunaleit. „Ég tók aldrei við greiðslu, þetta er fólkið mitt. Þessi börn eru fólkið mitt.“ En öll þessi ferðalög Auriar hafa ekki alltaf verið hættulaus og fyrir þremur árum munaði minnstu að Auri missti af tækifærinu til að kveðja eiginmann sinn áður en hann lést heima á Ísafirði. „Ég leitaði uppi fjölskyldu og þau hringdu um miðja nótt og hótuðu mér og ég slökkti á símanum. Sonur minn reyndi að hringja í mig því maðurinn minn var orðinn mjög veikur. Ég svaraði ekki í símann því ég var áreitt af fjölskyldunni því ég hafði grafið upp leyndarmál hennar.“ Hættan leið hjá, Auri ákvað að óhætt væri að kveikja á símanum og einkasonur hennar náði loksins sambandi við hana. „Hann sagði mér að taka næstu flugvél heim, maðurinn þinn er mjög veikur. Ég kom rétt áður en hann dó. Ef ég hafði ekki svarað í símann hefði ég ekki verið hjá honum þegar hann dó.“ Hér að neðan má sjá brot úr viðtalinu við Auri sem var sýnt á Stöð 2 í gærkvöldi. Klippa: Ég kom rétt áður en hann dó Leitin að upprunanum Mest lesið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Það byrjaði allt með einni hugsun Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Fleiri fréttir Það byrjaði allt með einni hugsun „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Sjá meira
Strax í annarri þáttaröð sáu áhorfendur meira af henni en þá tókst henni það sem þaulreyndu þriggja manna rannsóknarteymi hafði mistekist þegar fann hún líffræðilega fjölskyldu Þorvarðar Andra Haukssonar. Það er margt í fari Auriar sem vakti athygli áhorfenda enda blasir það ekki við í fyrstu hvað fær konu sem verður sjötug á næsta ári til að eyða tíma sínum og orku í að leita að ættingjum barna sem voru ættleidd frá Sri Lanka fyrir margt löngu. Auri er lífsglöð og skemmtileg kona sem endaði fyrir tilviljun á Ísafirði. Auri hefur farið út ellefu sinnum og reynt að finna fjölskyldur fólks í leit. „Mér hefur mistekist oftar en ég mér hefur tekist að finna fólk. Ástæðan er sú að ég fæ rangar upplýsingar. Ættleiðingarskjölin eru gölluð. Það var svo margt óheiðarlegt í gangi,“ segir Auri í samtali við Sigrúnu. Hún segist aldrei hafa tekið greiðslu fyrir leit sína. Hún heitir raunar Aurangasri, en stytti það í Árny eða Auri fyrir okkur Íslendinga. Tekur ekki við neinni greiðslu Hún er komin af nokkuð efnuðu fólki í Sri Lanka, faðir hennar var virtur læknir og sjálf er hún með doktorsgráðu í ensku. Hún hefur verið búsett á Íslandi í tæpa fjóra áratugi eða frá því hún fluttist hingað með eiginmanni sínum heitnum, Þóri Hinrikssyni, en þau hjónin kynntust þegar þau störfuðu bæði fyrir Sameinuðu þjóðirnar en Auri hefur aldrei getað hugsað sér að taka við greiðslum fyrir að aðstoða fólk í upprunaleit. „Ég tók aldrei við greiðslu, þetta er fólkið mitt. Þessi börn eru fólkið mitt.“ En öll þessi ferðalög Auriar hafa ekki alltaf verið hættulaus og fyrir þremur árum munaði minnstu að Auri missti af tækifærinu til að kveðja eiginmann sinn áður en hann lést heima á Ísafirði. „Ég leitaði uppi fjölskyldu og þau hringdu um miðja nótt og hótuðu mér og ég slökkti á símanum. Sonur minn reyndi að hringja í mig því maðurinn minn var orðinn mjög veikur. Ég svaraði ekki í símann því ég var áreitt af fjölskyldunni því ég hafði grafið upp leyndarmál hennar.“ Hættan leið hjá, Auri ákvað að óhætt væri að kveikja á símanum og einkasonur hennar náði loksins sambandi við hana. „Hann sagði mér að taka næstu flugvél heim, maðurinn þinn er mjög veikur. Ég kom rétt áður en hann dó. Ef ég hafði ekki svarað í símann hefði ég ekki verið hjá honum þegar hann dó.“ Hér að neðan má sjá brot úr viðtalinu við Auri sem var sýnt á Stöð 2 í gærkvöldi. Klippa: Ég kom rétt áður en hann dó
Leitin að upprunanum Mest lesið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Það byrjaði allt með einni hugsun Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Fleiri fréttir Það byrjaði allt með einni hugsun „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Sjá meira