Líkleg til að verða einn besti markvörður Íslands á næstu árum Sindri Sverrisson skrifar 26. mars 2021 13:57 Telma Ívarsdóttir og Hafrún Rakel Halldórsdóttir hafa báðar æft undir stjórn Þorsteins Halldórssonar hjá Breiðabliki. Telma lék þó með FH í fyrra, að láni frá Blikum. @fotbolti og vísir/bára Hin 18 ára gamla Hafrún Rakel Halldórsdóttir og hin tæplega 22 ára gamla Telma Ívarsdóttir voru í dag valdar í A-landsliðið í fótbolta í fyrsta sinn. Þær gætu því spilað sinn fyrsta landsleik í næsta mánuði. Ísland mætir Ítalíu í vináttulandsleik 13. apríl og öðru liði, sem skýrist eftir helgi hvert er, á mánudaginn. Leikirnir eru liður í undirbúningi fyrir undankeppni HM sem hefst í haust og jafnframt fyrstu leikir Íslands undir stjórn Þorsteins Halldórssonar. Þorsteinn þekkir þær Telmu og Hafrúnu vel eftir að hafa þjálfað þær báðar á tíma sínum í Breiðabliki. Telma er ein af þremur markvörðum landsliðshópsins nú: „Telma er efnilegur markmaður. Ég tel hana vera á þeim stað að hún sé í góðri framför og líkleg til að vera einn af bestu markvörðum á Íslandi á næstu árum,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi í dag. „Ég vildi því gefa henni séns. Hún stóð sig vel á landsliðsæfingum um daginn. Við munum örugglega gefa fleiri markvörðum tækifæri en ég mat þetta svona eftir æfingarnar í febrúar, en ég er auðvitað búinn að þjálfa hana í mörg ár,“ sagði Þorsteinn. Telma hefur lengi verið leikmaður Breiðabliks en farið að láni til Grindavíkur, Hauka og síðast FH þar sem hún spilaði 13 leiki í efstu deild í fyrra. Hafrún, sem er úr Mosfellsbæ, var ekki í fyrsta æfingahópi landsliðsins sem Þorsteinn valdi, sem skipaður var leikmönnum sem spila hér á landi og æfði saman í febrúar. Það var vegna þess að hún er einnig leikmaður U19-landsliðsins en nú er hún mætt í A-landsliðið. „Ég þekki Hafrúnu líka vel og hún er framtíðarleikmaður fyrir íslenska landsliðið,“ sagði Þorsteinn en Hafrún lék alla 15 deildarleiki Íslandsmeistaraliðs hans í Breiðabliki í fyrra. Breiðablik Tengdar fréttir Tveir nýliðar í fyrsta landsliðshópi Þorsteins Tveir nýliðar eru í íslenska kvennalandsliðinu sem mætir Ítalíu í vináttulandsleik 13. apríl. Þetta er fyrsti hópurinn sem Þorsteinn Halldórsson velur eftir að hann var ráðinn landsliðsþjálfari. 26. mars 2021 13:13 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Sjá meira
Ísland mætir Ítalíu í vináttulandsleik 13. apríl og öðru liði, sem skýrist eftir helgi hvert er, á mánudaginn. Leikirnir eru liður í undirbúningi fyrir undankeppni HM sem hefst í haust og jafnframt fyrstu leikir Íslands undir stjórn Þorsteins Halldórssonar. Þorsteinn þekkir þær Telmu og Hafrúnu vel eftir að hafa þjálfað þær báðar á tíma sínum í Breiðabliki. Telma er ein af þremur markvörðum landsliðshópsins nú: „Telma er efnilegur markmaður. Ég tel hana vera á þeim stað að hún sé í góðri framför og líkleg til að vera einn af bestu markvörðum á Íslandi á næstu árum,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi í dag. „Ég vildi því gefa henni séns. Hún stóð sig vel á landsliðsæfingum um daginn. Við munum örugglega gefa fleiri markvörðum tækifæri en ég mat þetta svona eftir æfingarnar í febrúar, en ég er auðvitað búinn að þjálfa hana í mörg ár,“ sagði Þorsteinn. Telma hefur lengi verið leikmaður Breiðabliks en farið að láni til Grindavíkur, Hauka og síðast FH þar sem hún spilaði 13 leiki í efstu deild í fyrra. Hafrún, sem er úr Mosfellsbæ, var ekki í fyrsta æfingahópi landsliðsins sem Þorsteinn valdi, sem skipaður var leikmönnum sem spila hér á landi og æfði saman í febrúar. Það var vegna þess að hún er einnig leikmaður U19-landsliðsins en nú er hún mætt í A-landsliðið. „Ég þekki Hafrúnu líka vel og hún er framtíðarleikmaður fyrir íslenska landsliðið,“ sagði Þorsteinn en Hafrún lék alla 15 deildarleiki Íslandsmeistaraliðs hans í Breiðabliki í fyrra.
Breiðablik Tengdar fréttir Tveir nýliðar í fyrsta landsliðshópi Þorsteins Tveir nýliðar eru í íslenska kvennalandsliðinu sem mætir Ítalíu í vináttulandsleik 13. apríl. Þetta er fyrsti hópurinn sem Þorsteinn Halldórsson velur eftir að hann var ráðinn landsliðsþjálfari. 26. mars 2021 13:13 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Sjá meira
Tveir nýliðar í fyrsta landsliðshópi Þorsteins Tveir nýliðar eru í íslenska kvennalandsliðinu sem mætir Ítalíu í vináttulandsleik 13. apríl. Þetta er fyrsti hópurinn sem Þorsteinn Halldórsson velur eftir að hann var ráðinn landsliðsþjálfari. 26. mars 2021 13:13