Dagný jákvæð og neikvæð en verður heima: Hef spilað fótbolta mikið veikari Sindri Sverrisson skrifar 9. apríl 2021 09:39 Dagný Brynjarsdóttir fagnar einu markanna gegn Reading síðasta laugardag. Hún fór að finna fyrir flensueinkennum eftir að hún kom heim til Lundúna. Getty/Warren Little „Ég finn fyrir vægum einkennum en ég veit ekki hvort þetta séu týpísk Covid-einkenni,“ segir Dagný Brynjarsdóttir sem þarf að bíta í það súra epli að missa af landsleikjunum gegn Ítalíu á morgun og miðvikudag. Íslenski landsliðshópurinn er mættur til Ítalíu vegna leikjanna en Dagný varð eftir á Englandi, þar sem hún býr nú eftir að hafa gengið í raðir West Ham fyrr á þessu ári. Til stóð að Dagný færi til Ítalíu á þriðjudaginn en þar sem að niðurstöður úr smitprófi höfðu ekki borist varð hún að fresta fluginu. Hún fór í nýtt próf á þriðjudag og greindist þar jákvæð. Allt lið West Ham var þá kallað í smitpróf en þar greindist hvorki Dagný né neinn liðsfélaga hennar með jákvætt sýni. Dagný segir að hún muni því ekki geta vitað með vissu hvort hún sé með kórónuveiruna fyrr en við mótefnamælingu, líklega eftir mánuð. Hún og fjölskylda hennar verði í tíu daga einangrun og að enn eitt smitprófið myndi engu breyta um það. „Hélt að ég væri með einhvern leikskólaskít“ Dagný segir að sonur sinn sé búinn að vera veikur síðan á föstudag og hún hafi sjálf fundið fyrir fyrstu einkennum á sunnudag, eftir að hafa komið heim úr útileik gegn Reading. „Ég hélt að ég væri bara með einhvern leikskólaskít,“ segir Dagný og bætir við að þó þau mæðginin séu ekki mjög veik sé líðan þeirra enn lítið breytt í dag. „Ég hef spilað fótboltaleiki mikið veikari en þetta, en einkennin geta víst verið svo misjöfn. Ég er mikið að hnerra og með stíflað nef, röddin er búin að vera öðruvísi og það er slen yfir manni. Sonur minn er búinn að vera veikur síðan á föstudag en maðurinn minn ekki neitt,“ segir Dagný. Dagný Brynjarsdóttir ekki með gegn Ítalíu.#LeiðinTilEnglands #dottirhttps://t.co/lfv8uO4tDa— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) April 9, 2021 Dagný átti góðan leik í 5-0 sigri gegn Reading síðasta laugardag og hefur nú leikið fjóra leiki fyrir West Ham eftir komuna til Lundúna frá Selfossi. West Ham er í 10. sæti af 12 liðum deildarinnar og sigurinn gegn Reading var dýrmætur. Næsti leikur er gegn botnliði Aston Villa 20. apríl og mögulega getur Dagný spilað hann. „Hlakkaði ógeðslega til að vera með aftur“ „Ég hef ekki spilað landsleik í langan tíma og hlakkaði ógeðslega til að vera með aftur, spennt að hitta stelpurnar, þannig að ég var ógeðslega vonsvikin yfir þessu,“ segir Dagný og bætir við: „Seinasti leikur var líka minn besti fyrir West Ham og ég var komin á ról aftur. Þess vegna fannst mér þetta ömurleg tímasetning, en ljósi punkturinn er að ef ég verð einkennalaus eftir þessa tíu daga einangrun þá gæti ég mætt á æfingar strax eftir landsleikjahléið og ekki misst af leik með West Ham.“ Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrennu í fyrri hálfleik gegn Lettum í september þó að hún væri að glíma við meiðsli.VÍSIR/VILHELM Dagný á að baki 90 A-landsleiki og hefur skorað í þeim 29 mörk, flest allra núverandi landsliðskvenna. Hún lék síðast með landsliðinu í 1-1 jafnteflinu dýrmæta við Svíþjóð í september, þó að hún væri þá reyndar að glíma við meiðsli. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Sjá meira
Íslenski landsliðshópurinn er mættur til Ítalíu vegna leikjanna en Dagný varð eftir á Englandi, þar sem hún býr nú eftir að hafa gengið í raðir West Ham fyrr á þessu ári. Til stóð að Dagný færi til Ítalíu á þriðjudaginn en þar sem að niðurstöður úr smitprófi höfðu ekki borist varð hún að fresta fluginu. Hún fór í nýtt próf á þriðjudag og greindist þar jákvæð. Allt lið West Ham var þá kallað í smitpróf en þar greindist hvorki Dagný né neinn liðsfélaga hennar með jákvætt sýni. Dagný segir að hún muni því ekki geta vitað með vissu hvort hún sé með kórónuveiruna fyrr en við mótefnamælingu, líklega eftir mánuð. Hún og fjölskylda hennar verði í tíu daga einangrun og að enn eitt smitprófið myndi engu breyta um það. „Hélt að ég væri með einhvern leikskólaskít“ Dagný segir að sonur sinn sé búinn að vera veikur síðan á föstudag og hún hafi sjálf fundið fyrir fyrstu einkennum á sunnudag, eftir að hafa komið heim úr útileik gegn Reading. „Ég hélt að ég væri bara með einhvern leikskólaskít,“ segir Dagný og bætir við að þó þau mæðginin séu ekki mjög veik sé líðan þeirra enn lítið breytt í dag. „Ég hef spilað fótboltaleiki mikið veikari en þetta, en einkennin geta víst verið svo misjöfn. Ég er mikið að hnerra og með stíflað nef, röddin er búin að vera öðruvísi og það er slen yfir manni. Sonur minn er búinn að vera veikur síðan á föstudag en maðurinn minn ekki neitt,“ segir Dagný. Dagný Brynjarsdóttir ekki með gegn Ítalíu.#LeiðinTilEnglands #dottirhttps://t.co/lfv8uO4tDa— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) April 9, 2021 Dagný átti góðan leik í 5-0 sigri gegn Reading síðasta laugardag og hefur nú leikið fjóra leiki fyrir West Ham eftir komuna til Lundúna frá Selfossi. West Ham er í 10. sæti af 12 liðum deildarinnar og sigurinn gegn Reading var dýrmætur. Næsti leikur er gegn botnliði Aston Villa 20. apríl og mögulega getur Dagný spilað hann. „Hlakkaði ógeðslega til að vera með aftur“ „Ég hef ekki spilað landsleik í langan tíma og hlakkaði ógeðslega til að vera með aftur, spennt að hitta stelpurnar, þannig að ég var ógeðslega vonsvikin yfir þessu,“ segir Dagný og bætir við: „Seinasti leikur var líka minn besti fyrir West Ham og ég var komin á ról aftur. Þess vegna fannst mér þetta ömurleg tímasetning, en ljósi punkturinn er að ef ég verð einkennalaus eftir þessa tíu daga einangrun þá gæti ég mætt á æfingar strax eftir landsleikjahléið og ekki misst af leik með West Ham.“ Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrennu í fyrri hálfleik gegn Lettum í september þó að hún væri að glíma við meiðsli.VÍSIR/VILHELM Dagný á að baki 90 A-landsleiki og hefur skorað í þeim 29 mörk, flest allra núverandi landsliðskvenna. Hún lék síðast með landsliðinu í 1-1 jafnteflinu dýrmæta við Svíþjóð í september, þó að hún væri þá reyndar að glíma við meiðsli.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Sjá meira