Leikmenn Schalke gætu neitað að spila eftir árásirnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. apríl 2021 12:31 Benjamin Stambouli, leikmaður FC Schalke 04, sést hér eftir tapið á móti Arminia Bielefeld. EPA-EFE/Frederic Scheidemann Það er ófremdarástand hjá þýska félaginu Schalke 04 eftir að stuðningsmenn félagsins réðust á leikmenn liðsins í kjölfarið á því að liðið féll úr þýsku bundesligunni á þriðjudagskvöldið. Nú er svo komið að leikmenn hafa ekki mætt á æfingu í tvo daga og yfirmenn félagsins eru ekki vissir um að allir leikmenn liðsins vilji spila aftur fyrir Schalke. „Ég mun aldrei gleyma óttanum í augum Buyo,“ sagði liðstjórinn og goðsögnin Gerald Asamoah um árásina og var þar að tala um aðstoðarþjálfarann Mike „Buyo“ Buskens. #Asamoah: "Angst in den Augen werde ich nicht vergessen" https://t.co/I2ySoPMulV— SPORT1 (@SPORT1) April 22, 2021 Schalke 04 féll úr deildinni eftir 1-0 tap á móti Arminia Bielefeld á þriðjudagskvöldið en liðið skilaði sér aftur heim um nóttina. Þar biðu stuðningsmennirnir eftir rútunni. Þeir vildu fá að ræða við leikmennina sen fljótlega kom í ljós að allt annað var á dagskránni þegar stuðningsmennirnir réðust á leikmennina þegar þeir komu út úr liðsrútunni. Schalke 04 hefur verið í efstu deild frá árinu 1988 og fallið að sjálfsögðu mikið áfall. Það er þó framkoma stuðningsmannanna sem hefur verið mesta áfallið. „Ég var einn af þeim fyrstu út úr rútunni og ég var ekkert hræddur. Ég hef þekkt stuðningsmennina lengi og hélt að ekkert myndi gerast,“ sagði Gerald Asamoah við blaðamenn. Lögreglan beið við hliðið og stuðningsmennirnir fengu því nokkrar mínútur til að láta reiði sína bitna á föllnu stjörnunum. Eggjum var kastað í leikmennina og sumir þeirra voru eltir uppi af stuðningsmönnum. Þeir skemmdu líka að minnsta kosti einn bíl í eigu leikmanns samkvæmt heimildum ESPN. Schalke players were attacked by their own fans after getting relegated from the Bundesliga.Fans chased some of the players on the stadium perimeters in scenes that sources told @uersfeld were filmed early Wednesday morning.(via @VoetbalUltras)pic.twitter.com/GTvNXnPKSs— ESPN FC (@ESPNFC) April 21, 2021 Íþróttastjórinn Peter Knabel hefur í framhaldinu sagt að hann ætli að gefa leikmönnum valkost um að þurfa ekki að spila aftur fyrir liðið á þessu tímabili. „Ég get lifað með öllum ákvörðunum svo framarlega að þær fari eftir lögum. Við verðum að sjá til hvernig leikmönnunum líður,“ sagði Peter Knabel við Sportschau. Schalke 04 á eftir að spila fjóra leiki í deildinni á þessu tímabili. Schalke legend Gerald Asamoah couldn't hold back the tears after they got relegated for the first time in 30 years (via @Bundesliga_EN) pic.twitter.com/0mOExEPB9R— ESPN FC (@ESPNFC) April 22, 2021 Þýski boltinn Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Sjá meira
Nú er svo komið að leikmenn hafa ekki mætt á æfingu í tvo daga og yfirmenn félagsins eru ekki vissir um að allir leikmenn liðsins vilji spila aftur fyrir Schalke. „Ég mun aldrei gleyma óttanum í augum Buyo,“ sagði liðstjórinn og goðsögnin Gerald Asamoah um árásina og var þar að tala um aðstoðarþjálfarann Mike „Buyo“ Buskens. #Asamoah: "Angst in den Augen werde ich nicht vergessen" https://t.co/I2ySoPMulV— SPORT1 (@SPORT1) April 22, 2021 Schalke 04 féll úr deildinni eftir 1-0 tap á móti Arminia Bielefeld á þriðjudagskvöldið en liðið skilaði sér aftur heim um nóttina. Þar biðu stuðningsmennirnir eftir rútunni. Þeir vildu fá að ræða við leikmennina sen fljótlega kom í ljós að allt annað var á dagskránni þegar stuðningsmennirnir réðust á leikmennina þegar þeir komu út úr liðsrútunni. Schalke 04 hefur verið í efstu deild frá árinu 1988 og fallið að sjálfsögðu mikið áfall. Það er þó framkoma stuðningsmannanna sem hefur verið mesta áfallið. „Ég var einn af þeim fyrstu út úr rútunni og ég var ekkert hræddur. Ég hef þekkt stuðningsmennina lengi og hélt að ekkert myndi gerast,“ sagði Gerald Asamoah við blaðamenn. Lögreglan beið við hliðið og stuðningsmennirnir fengu því nokkrar mínútur til að láta reiði sína bitna á föllnu stjörnunum. Eggjum var kastað í leikmennina og sumir þeirra voru eltir uppi af stuðningsmönnum. Þeir skemmdu líka að minnsta kosti einn bíl í eigu leikmanns samkvæmt heimildum ESPN. Schalke players were attacked by their own fans after getting relegated from the Bundesliga.Fans chased some of the players on the stadium perimeters in scenes that sources told @uersfeld were filmed early Wednesday morning.(via @VoetbalUltras)pic.twitter.com/GTvNXnPKSs— ESPN FC (@ESPNFC) April 21, 2021 Íþróttastjórinn Peter Knabel hefur í framhaldinu sagt að hann ætli að gefa leikmönnum valkost um að þurfa ekki að spila aftur fyrir liðið á þessu tímabili. „Ég get lifað með öllum ákvörðunum svo framarlega að þær fari eftir lögum. Við verðum að sjá til hvernig leikmönnunum líður,“ sagði Peter Knabel við Sportschau. Schalke 04 á eftir að spila fjóra leiki í deildinni á þessu tímabili. Schalke legend Gerald Asamoah couldn't hold back the tears after they got relegated for the first time in 30 years (via @Bundesliga_EN) pic.twitter.com/0mOExEPB9R— ESPN FC (@ESPNFC) April 22, 2021
Þýski boltinn Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Sjá meira