Bruno Fernandes: Vill verða stjóri Man United einn daginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2021 12:31 Bruno Fernandes í leik með Manchester United á dögunum. EPA-EFE/Peter Powell Bruno Fernandes er svo sáttur hjá Manchester United að hann sér fyrir sér að vinna áfram hjá félaginu eftir að leikmannaferlinum lýkur. Manchester United mætir í kvöld ítalska félaginu Roma á Old Trafford í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Evrópudeildinni. Bruno Fernandes var í viðtali á heimasíðu félagsins fyrir leikinn. Bruno Fernandes hefur gert flotta hluti hjá Manchester United síðan að hann kom til félagsins frá Sporting Lisbon fyrir rúmu ári síðan. Hann finnur sig vel hjá Rauðu djöflunum. Portúgalinn er þegar byrjaður að velta fyrir sér framtíðinni þótt að hann sé enn bara 26 ára gamall. Bruno has revealed a desire to move into coaching after his playing days come to an end...#MUFC— Manchester United (@ManUtd) April 27, 2021 „Ég er að reyna að njóta fótboltans núna en ég vil verða þjálfari í framtíðinni,“ sagði Bruno Fernandes. „Í hreinskilni sagt þá veit ég ekki hvaða lið ég vil þjálfa í framtíðinni en auðvitað væri stærsta félagið Manchester United. Ég yrði mjög ánægður með að fá að vera stjóri Man. United,“ sagði Bruno. „Ég vil bara leyfa fólk að vita af þessu núna að ég ætla mér að verða knattspyrnustjóri í framtíðinni og stuðningsmennirnir gætu pressað á það að fá mig hingað,“ sagði Fernandes sem vill verða stjóri Manchester United einn daginn. Since making his debut in the competition in February 2018, Bruno Fernandes has been directly involved in more goals in the Europa League than any other player (26 - 17 goals and nine assists) [@OptaJoe] pic.twitter.com/3vg9am3AjA— United Zone (@ManUnitedZone_) April 28, 2021 „Ég tel að ég verði að vera áfram í kringum fótboltann því allt lífið mitt snýst um hann. Framtíðin mín verður því að vera í fótbolta líka,“ sagði Bruno Fernandes. Bruno Fernandes á enn eftir að vinna sinn fyrsta titil með Manchester United en félagið kæmist einu skrefi nær að breyta því með góðum úrslitum á móti Roma í kvöld. Leikur Manchester United og Roma verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3 í kvöld og hefst útsendingin klukkan 18.50. Á sama tíma verður hinn undanúrslitaleikurinn á milli Villarreal og Arsenal sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Sport Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Fleiri fréttir Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Sjá meira
Manchester United mætir í kvöld ítalska félaginu Roma á Old Trafford í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Evrópudeildinni. Bruno Fernandes var í viðtali á heimasíðu félagsins fyrir leikinn. Bruno Fernandes hefur gert flotta hluti hjá Manchester United síðan að hann kom til félagsins frá Sporting Lisbon fyrir rúmu ári síðan. Hann finnur sig vel hjá Rauðu djöflunum. Portúgalinn er þegar byrjaður að velta fyrir sér framtíðinni þótt að hann sé enn bara 26 ára gamall. Bruno has revealed a desire to move into coaching after his playing days come to an end...#MUFC— Manchester United (@ManUtd) April 27, 2021 „Ég er að reyna að njóta fótboltans núna en ég vil verða þjálfari í framtíðinni,“ sagði Bruno Fernandes. „Í hreinskilni sagt þá veit ég ekki hvaða lið ég vil þjálfa í framtíðinni en auðvitað væri stærsta félagið Manchester United. Ég yrði mjög ánægður með að fá að vera stjóri Man. United,“ sagði Bruno. „Ég vil bara leyfa fólk að vita af þessu núna að ég ætla mér að verða knattspyrnustjóri í framtíðinni og stuðningsmennirnir gætu pressað á það að fá mig hingað,“ sagði Fernandes sem vill verða stjóri Manchester United einn daginn. Since making his debut in the competition in February 2018, Bruno Fernandes has been directly involved in more goals in the Europa League than any other player (26 - 17 goals and nine assists) [@OptaJoe] pic.twitter.com/3vg9am3AjA— United Zone (@ManUnitedZone_) April 28, 2021 „Ég tel að ég verði að vera áfram í kringum fótboltann því allt lífið mitt snýst um hann. Framtíðin mín verður því að vera í fótbolta líka,“ sagði Bruno Fernandes. Bruno Fernandes á enn eftir að vinna sinn fyrsta titil með Manchester United en félagið kæmist einu skrefi nær að breyta því með góðum úrslitum á móti Roma í kvöld. Leikur Manchester United og Roma verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3 í kvöld og hefst útsendingin klukkan 18.50. Á sama tíma verður hinn undanúrslitaleikurinn á milli Villarreal og Arsenal sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Sport Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Fleiri fréttir Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Sjá meira