Birkir skoraði í þriðja leiknum í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2021 13:54 Birkir Bjarnason fann skotskóna sína í landsliðsglugganum og hefur nú skorað í þremur leikjum í röð. Getty/ DeFodi Íslenski landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason er heldur betur á skotskónum þessa dagana með ítalska liðinu Brescia. Birkir var að skora í þriðja leiknum í röð í dag og er kominn með sex deildarmörk á tímabilinu. Birkir var einnig með stoðsendingu í leiknum. Annan leikinn í röð kom Birkir Brescia liðinu í 1-0 en að þessu sinni skoraði hann fyrsta markið í 3-0 útisigri á Vicenza í ítölsku b-deildinni. Mark Birkis kom á 38. mínútu með skoti af stuttu færi eftir undirbúning Alfredo Donnarumma en umræddur Donnarumma skoraði síðan sjálfur úr vítaspyrnu aðeins tveimur mínútum síðar. Samvinna Birkis og Donnarumma hélt áfram því sá síðarnefndi kom Brescia í 3-0 í upphafi seinni hálfleiks eftir stoðsendingu frá Birki. Birkir fór af velli á 62. mínútu. Brescia bætti ekki við marki án hans. Birkir skoraði líka fyrsta mark Brescia í 3-1 sigri á SPAL fyrir aðeins þremur dögum síðan. Birkir hafði einnig skorað fyrir Brescia í 2-4 tapi á móti toppliði Empoli en sá leikur fór fram 17. apríl síðastliðinn. Birkir lagði líka upp mark í 1-1 jafntefli á móti Pescara 10. apríl og hefur því komið með beinum hætti að marki í fjórum síðustu deildarleikjum síns liðs. Bjarki Steinn Bjarkason var enn á ný ónotaður varamaður þegar lið hans Venezia gerði 2-2 jafntefli á útivelli á móti Pisa. Bjarki spilaði síðast 20. mars þegar hann kom inn á undir lokin en hefur ekki komið við sögu í síðustu sex leikjum. Bjarki Steinn hefur aðeins spilað í samtals tuttugu mínútur á árinu 2021. Óttar Magnús Karlsson var ekki í hóp hjá Venezia annan leikinn í röð og hefur aðeins spilað í samtals fjórtán mínútur á árinu 2021. View this post on Instagram A post shared by Brescia Calcio BSFC (@brescia_calcio) Ítalski boltinn Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport Fleiri fréttir Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sjá meira
Birkir var að skora í þriðja leiknum í röð í dag og er kominn með sex deildarmörk á tímabilinu. Birkir var einnig með stoðsendingu í leiknum. Annan leikinn í röð kom Birkir Brescia liðinu í 1-0 en að þessu sinni skoraði hann fyrsta markið í 3-0 útisigri á Vicenza í ítölsku b-deildinni. Mark Birkis kom á 38. mínútu með skoti af stuttu færi eftir undirbúning Alfredo Donnarumma en umræddur Donnarumma skoraði síðan sjálfur úr vítaspyrnu aðeins tveimur mínútum síðar. Samvinna Birkis og Donnarumma hélt áfram því sá síðarnefndi kom Brescia í 3-0 í upphafi seinni hálfleiks eftir stoðsendingu frá Birki. Birkir fór af velli á 62. mínútu. Brescia bætti ekki við marki án hans. Birkir skoraði líka fyrsta mark Brescia í 3-1 sigri á SPAL fyrir aðeins þremur dögum síðan. Birkir hafði einnig skorað fyrir Brescia í 2-4 tapi á móti toppliði Empoli en sá leikur fór fram 17. apríl síðastliðinn. Birkir lagði líka upp mark í 1-1 jafntefli á móti Pescara 10. apríl og hefur því komið með beinum hætti að marki í fjórum síðustu deildarleikjum síns liðs. Bjarki Steinn Bjarkason var enn á ný ónotaður varamaður þegar lið hans Venezia gerði 2-2 jafntefli á útivelli á móti Pisa. Bjarki spilaði síðast 20. mars þegar hann kom inn á undir lokin en hefur ekki komið við sögu í síðustu sex leikjum. Bjarki Steinn hefur aðeins spilað í samtals tuttugu mínútur á árinu 2021. Óttar Magnús Karlsson var ekki í hóp hjá Venezia annan leikinn í röð og hefur aðeins spilað í samtals fjórtán mínútur á árinu 2021. View this post on Instagram A post shared by Brescia Calcio BSFC (@brescia_calcio)
Ítalski boltinn Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport Fleiri fréttir Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sjá meira