„Allir á Íslandi vissu þetta á undan okkur“ Sindri Sverrisson skrifar 10. maí 2021 15:31 Sveindís Jane Jónsdóttir lék vináttulandsleikina tvo gegn Ítalíu 10. og 13. apríl og var svo á skotskónum með Kristianstad á sunnudaginn. Getty/Matteo Ciambelli Sveindís Jane Jónsdóttir er á góðum batavegi eftir að hafa meiðst í hné í leik með Kristianstad á dögunum. Liðsfélagar hennar fögnuðu líkt og þeir hefðu unnið HM þegar í ljós kom að hún hefði ekki slitið krossband, eins og óttast var, en þeir fengu reyndar fréttirnar á eftir Íslendingum. Sveindís meiddist í leik gegn Växjö 30. apríl, í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta, og var borin af velli. Þessi 19 ára landsliðskona reyndist vera með beinmar og ætti að geta snúið aftur til keppni um miðjan júní, eftir að hafa slegið í gegn á fyrstu vikum sínum í Svíþjóð og verið valin besti leikmaður deildarinnar í apríl. Í viðtali við Aftonbladet segist Sveindís á góðum batavegi og að það hafi komið sjúkraþjálfara hennar á óvart hve endurhæfingin gengi vel. „Hefur verið ótrúlega góð fyrir okkur“ Elísabet var með liðsfélaga Sveindísar á æfingu síðastliðinn mánudag þegar í ljós kom hvers eðlis meiðsli Sveindísar voru: „Það fögnuðu allir eins og við hefðum unnið HM eða eitthvað. Skiljanlega – hún hefur verið ótrúlega góð fyrir okkur í fyrstu þremur leikjunum og það er gott að vita til þess að hún komi aftur fyrir hléið,“ sagði Elísabet við Aftonbladet, en hlé er í sænsku úrvalsdeildinni frá 6. júlí til 21. ágúst vegna Ólympíuleikanna. Elísabet segist sjálf hafa verið 95 prósent viss um að Sveindís hefði slitið krossband: „Það er ekki eins og ég hafi verið að búast við góðum fréttum. En það var svolítið fyndið að íslenski landsliðsþjálfarinn hafði sent mér skilaboð: „svo að krossbandið er ekki slitið?“ Ég sá þessi skilaboð á miðri æfingu og hgusaði bara með mér; hvernig veit hann það? Þá hafði pabbi Sveindísar skrifað þetta á Facebook. Tveimur mínútum eftir að hún fékk að vita niðurstöðuna þá hringdi hún í pabba sinn og hann sagði frá þessu á Facebook, svo að allir á Íslandi vissu þetta á undan okkur,“ sagði Elísabet. Sænski boltinn Tengdar fréttir Sveindís Jane valin leikmaður mánaðarins í sænsku deildinni Sveindís Jane Jónsdóttir byrjaði atvinnumannarferilinn sinn frábærlega og gott dæmi um það er að hún hefur verið kosin leikmaður aprílmánaðar í sænsku deildinni. 5. maí 2021 13:30 Betur fór en á horfðist en Sveindís missir þó af fjölda leikja Sveindís Jane Jónsdóttir verður frá keppni fram í miðjan júní vegna hnémeiðsla en hún var borin meidd af velli í leik með Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni um helgina. 3. maí 2021 15:10 Sif í skýjunum með stórkostlega Sveindísi: „Eitt stórt bros allan tímann“ Sif Atladóttir kveðst hæstánægð með nýjasta Íslendinginn hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Kristianstad, hina nítján ára Sveindísi Jane Jónsdóttir. 27. apríl 2021 11:00 Mest lesið Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Sjá meira
Sveindís meiddist í leik gegn Växjö 30. apríl, í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta, og var borin af velli. Þessi 19 ára landsliðskona reyndist vera með beinmar og ætti að geta snúið aftur til keppni um miðjan júní, eftir að hafa slegið í gegn á fyrstu vikum sínum í Svíþjóð og verið valin besti leikmaður deildarinnar í apríl. Í viðtali við Aftonbladet segist Sveindís á góðum batavegi og að það hafi komið sjúkraþjálfara hennar á óvart hve endurhæfingin gengi vel. „Hefur verið ótrúlega góð fyrir okkur“ Elísabet var með liðsfélaga Sveindísar á æfingu síðastliðinn mánudag þegar í ljós kom hvers eðlis meiðsli Sveindísar voru: „Það fögnuðu allir eins og við hefðum unnið HM eða eitthvað. Skiljanlega – hún hefur verið ótrúlega góð fyrir okkur í fyrstu þremur leikjunum og það er gott að vita til þess að hún komi aftur fyrir hléið,“ sagði Elísabet við Aftonbladet, en hlé er í sænsku úrvalsdeildinni frá 6. júlí til 21. ágúst vegna Ólympíuleikanna. Elísabet segist sjálf hafa verið 95 prósent viss um að Sveindís hefði slitið krossband: „Það er ekki eins og ég hafi verið að búast við góðum fréttum. En það var svolítið fyndið að íslenski landsliðsþjálfarinn hafði sent mér skilaboð: „svo að krossbandið er ekki slitið?“ Ég sá þessi skilaboð á miðri æfingu og hgusaði bara með mér; hvernig veit hann það? Þá hafði pabbi Sveindísar skrifað þetta á Facebook. Tveimur mínútum eftir að hún fékk að vita niðurstöðuna þá hringdi hún í pabba sinn og hann sagði frá þessu á Facebook, svo að allir á Íslandi vissu þetta á undan okkur,“ sagði Elísabet.
Sænski boltinn Tengdar fréttir Sveindís Jane valin leikmaður mánaðarins í sænsku deildinni Sveindís Jane Jónsdóttir byrjaði atvinnumannarferilinn sinn frábærlega og gott dæmi um það er að hún hefur verið kosin leikmaður aprílmánaðar í sænsku deildinni. 5. maí 2021 13:30 Betur fór en á horfðist en Sveindís missir þó af fjölda leikja Sveindís Jane Jónsdóttir verður frá keppni fram í miðjan júní vegna hnémeiðsla en hún var borin meidd af velli í leik með Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni um helgina. 3. maí 2021 15:10 Sif í skýjunum með stórkostlega Sveindísi: „Eitt stórt bros allan tímann“ Sif Atladóttir kveðst hæstánægð með nýjasta Íslendinginn hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Kristianstad, hina nítján ára Sveindísi Jane Jónsdóttir. 27. apríl 2021 11:00 Mest lesið Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Sjá meira
Sveindís Jane valin leikmaður mánaðarins í sænsku deildinni Sveindís Jane Jónsdóttir byrjaði atvinnumannarferilinn sinn frábærlega og gott dæmi um það er að hún hefur verið kosin leikmaður aprílmánaðar í sænsku deildinni. 5. maí 2021 13:30
Betur fór en á horfðist en Sveindís missir þó af fjölda leikja Sveindís Jane Jónsdóttir verður frá keppni fram í miðjan júní vegna hnémeiðsla en hún var borin meidd af velli í leik með Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni um helgina. 3. maí 2021 15:10
Sif í skýjunum með stórkostlega Sveindísi: „Eitt stórt bros allan tímann“ Sif Atladóttir kveðst hæstánægð með nýjasta Íslendinginn hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Kristianstad, hina nítján ára Sveindísi Jane Jónsdóttir. 27. apríl 2021 11:00