„Allir á Íslandi vissu þetta á undan okkur“ Sindri Sverrisson skrifar 10. maí 2021 15:31 Sveindís Jane Jónsdóttir lék vináttulandsleikina tvo gegn Ítalíu 10. og 13. apríl og var svo á skotskónum með Kristianstad á sunnudaginn. Getty/Matteo Ciambelli Sveindís Jane Jónsdóttir er á góðum batavegi eftir að hafa meiðst í hné í leik með Kristianstad á dögunum. Liðsfélagar hennar fögnuðu líkt og þeir hefðu unnið HM þegar í ljós kom að hún hefði ekki slitið krossband, eins og óttast var, en þeir fengu reyndar fréttirnar á eftir Íslendingum. Sveindís meiddist í leik gegn Växjö 30. apríl, í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta, og var borin af velli. Þessi 19 ára landsliðskona reyndist vera með beinmar og ætti að geta snúið aftur til keppni um miðjan júní, eftir að hafa slegið í gegn á fyrstu vikum sínum í Svíþjóð og verið valin besti leikmaður deildarinnar í apríl. Í viðtali við Aftonbladet segist Sveindís á góðum batavegi og að það hafi komið sjúkraþjálfara hennar á óvart hve endurhæfingin gengi vel. „Hefur verið ótrúlega góð fyrir okkur“ Elísabet var með liðsfélaga Sveindísar á æfingu síðastliðinn mánudag þegar í ljós kom hvers eðlis meiðsli Sveindísar voru: „Það fögnuðu allir eins og við hefðum unnið HM eða eitthvað. Skiljanlega – hún hefur verið ótrúlega góð fyrir okkur í fyrstu þremur leikjunum og það er gott að vita til þess að hún komi aftur fyrir hléið,“ sagði Elísabet við Aftonbladet, en hlé er í sænsku úrvalsdeildinni frá 6. júlí til 21. ágúst vegna Ólympíuleikanna. Elísabet segist sjálf hafa verið 95 prósent viss um að Sveindís hefði slitið krossband: „Það er ekki eins og ég hafi verið að búast við góðum fréttum. En það var svolítið fyndið að íslenski landsliðsþjálfarinn hafði sent mér skilaboð: „svo að krossbandið er ekki slitið?“ Ég sá þessi skilaboð á miðri æfingu og hgusaði bara með mér; hvernig veit hann það? Þá hafði pabbi Sveindísar skrifað þetta á Facebook. Tveimur mínútum eftir að hún fékk að vita niðurstöðuna þá hringdi hún í pabba sinn og hann sagði frá þessu á Facebook, svo að allir á Íslandi vissu þetta á undan okkur,“ sagði Elísabet. Sænski boltinn Tengdar fréttir Sveindís Jane valin leikmaður mánaðarins í sænsku deildinni Sveindís Jane Jónsdóttir byrjaði atvinnumannarferilinn sinn frábærlega og gott dæmi um það er að hún hefur verið kosin leikmaður aprílmánaðar í sænsku deildinni. 5. maí 2021 13:30 Betur fór en á horfðist en Sveindís missir þó af fjölda leikja Sveindís Jane Jónsdóttir verður frá keppni fram í miðjan júní vegna hnémeiðsla en hún var borin meidd af velli í leik með Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni um helgina. 3. maí 2021 15:10 Sif í skýjunum með stórkostlega Sveindísi: „Eitt stórt bros allan tímann“ Sif Atladóttir kveðst hæstánægð með nýjasta Íslendinginn hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Kristianstad, hina nítján ára Sveindísi Jane Jónsdóttir. 27. apríl 2021 11:00 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Sjá meira
Sveindís meiddist í leik gegn Växjö 30. apríl, í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta, og var borin af velli. Þessi 19 ára landsliðskona reyndist vera með beinmar og ætti að geta snúið aftur til keppni um miðjan júní, eftir að hafa slegið í gegn á fyrstu vikum sínum í Svíþjóð og verið valin besti leikmaður deildarinnar í apríl. Í viðtali við Aftonbladet segist Sveindís á góðum batavegi og að það hafi komið sjúkraþjálfara hennar á óvart hve endurhæfingin gengi vel. „Hefur verið ótrúlega góð fyrir okkur“ Elísabet var með liðsfélaga Sveindísar á æfingu síðastliðinn mánudag þegar í ljós kom hvers eðlis meiðsli Sveindísar voru: „Það fögnuðu allir eins og við hefðum unnið HM eða eitthvað. Skiljanlega – hún hefur verið ótrúlega góð fyrir okkur í fyrstu þremur leikjunum og það er gott að vita til þess að hún komi aftur fyrir hléið,“ sagði Elísabet við Aftonbladet, en hlé er í sænsku úrvalsdeildinni frá 6. júlí til 21. ágúst vegna Ólympíuleikanna. Elísabet segist sjálf hafa verið 95 prósent viss um að Sveindís hefði slitið krossband: „Það er ekki eins og ég hafi verið að búast við góðum fréttum. En það var svolítið fyndið að íslenski landsliðsþjálfarinn hafði sent mér skilaboð: „svo að krossbandið er ekki slitið?“ Ég sá þessi skilaboð á miðri æfingu og hgusaði bara með mér; hvernig veit hann það? Þá hafði pabbi Sveindísar skrifað þetta á Facebook. Tveimur mínútum eftir að hún fékk að vita niðurstöðuna þá hringdi hún í pabba sinn og hann sagði frá þessu á Facebook, svo að allir á Íslandi vissu þetta á undan okkur,“ sagði Elísabet.
Sænski boltinn Tengdar fréttir Sveindís Jane valin leikmaður mánaðarins í sænsku deildinni Sveindís Jane Jónsdóttir byrjaði atvinnumannarferilinn sinn frábærlega og gott dæmi um það er að hún hefur verið kosin leikmaður aprílmánaðar í sænsku deildinni. 5. maí 2021 13:30 Betur fór en á horfðist en Sveindís missir þó af fjölda leikja Sveindís Jane Jónsdóttir verður frá keppni fram í miðjan júní vegna hnémeiðsla en hún var borin meidd af velli í leik með Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni um helgina. 3. maí 2021 15:10 Sif í skýjunum með stórkostlega Sveindísi: „Eitt stórt bros allan tímann“ Sif Atladóttir kveðst hæstánægð með nýjasta Íslendinginn hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Kristianstad, hina nítján ára Sveindísi Jane Jónsdóttir. 27. apríl 2021 11:00 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Sjá meira
Sveindís Jane valin leikmaður mánaðarins í sænsku deildinni Sveindís Jane Jónsdóttir byrjaði atvinnumannarferilinn sinn frábærlega og gott dæmi um það er að hún hefur verið kosin leikmaður aprílmánaðar í sænsku deildinni. 5. maí 2021 13:30
Betur fór en á horfðist en Sveindís missir þó af fjölda leikja Sveindís Jane Jónsdóttir verður frá keppni fram í miðjan júní vegna hnémeiðsla en hún var borin meidd af velli í leik með Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni um helgina. 3. maí 2021 15:10
Sif í skýjunum með stórkostlega Sveindísi: „Eitt stórt bros allan tímann“ Sif Atladóttir kveðst hæstánægð með nýjasta Íslendinginn hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Kristianstad, hina nítján ára Sveindísi Jane Jónsdóttir. 27. apríl 2021 11:00