„Maður var smá stressaður hvernig fólk myndi taka í þetta“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. maí 2021 11:30 Arna og Tómas eru með vinsælustu YouTuberum á landinu. Arna Petra Sverrisdóttir og Tómas Ingi Gunnarsson hafa undanfarin tvö ár leyft áhugasömum að fylgjast með ýmsu úr daglegu lífi sínu á YouTube. Fyrir um ári kom í ljós að þau ættu von á barni og fengu fylgjendur parsins að fylgjast með allt frá augnablikinu þegar Arna komst að því að hún var barnshafandi og þar til dóttirin Emilía Birna kom í heiminn. Þau segjast hafa verið tvístígandi varðandi það að deila fæðingunni með fólki, en hafa eingöngu fengið jákvæð viðbrögð. Arna segist til að mynda hafa fengið pósta frá ungum konum sem voru þakklátar fyrir að fá að sjá myndband af fæðingu sem gekk eins og í sögu enda vilja „hryllingssögur” af fæðingum oft verða fyrirferðameiri í umræðunni. Arna og Tómas hafa verið par frá því þau voru 14 ára. Fyrir rúmum tveimur árum settu þau inn myndband á YouTube fyrir vini og vandamenn af flugi sem þau fóru í saman, en þau voru þá búsett í Svíþjóð þar sem Tómas var í flugnámi. Eitt leiddi af öðru og í dag er Arna með nokkuð vinsæla YouTube rás og blogg á Trendnet þar sem hún deilir ýmsu, allt frá framkvæmdum í nýrri íbúð til fæðingar frumburðarins nú í byrjun árs. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir ræddi við parið í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Ég fer með Tómasi í flug og byrja að taka upp flugið og veit í raun ekkert hvað ég er að gera. Svo fer ég bara að leika mér með iMovie að vinna myndbandið og svo fannst mér þetta svo ótrúlega gaman og boltinn fór að rúlla,“ segir Arna. Í dag eru myndböndin orðin hátt í sextíu talsins, en þau segjast líta á YouTube rásina og bloggið sem Arna heldur úti á Trendnet sem nokkurs konar nútíma dagbók. Víða um heim, til að mynda í Svíþjóð, er algengt að fólk sé svokallaðir YouTuberar og hafi jafnvel atvinnu af því, en einhverra hluta vegna hefur miðillinn ekki náð fótfestu hér á landi sem slíkur. „Það eru einhverjir en ekki nógu margir finnst mér. Ég hvet fleiri til að byrja, þetta er ótrúlega gaman. Ég veit að það eru margir sem vilja byrja og ég fæ reglulega skilaboð frá bæði stelpum og strákum hvernig ég klippi myndböndin og hvaða forrit ég nota. Margir velta því fyrir sér hvernig ég þori þessu, að taka upp myndbönd á almannafæri,“ segir Arna. „Ég var alveg stressaður til að byrja með, vó erum við að leiðinni í þessa átt,“ segir Tómas. „Við erum beint ekki með neinar reglur hvað við sýnum og ekki. Við höfum rætt það en ég hef alveg sýnt frá mjög persónulegu og alveg farið að skæla og hleypi fólki mjög nálægt okkur. Tómas fær alltaf að horfa þegar ég er búin að vinna myndbandið, svo ég er ekkert að deila því strax. Þá segir hann kannski að ég mætti sleppa þessu og hinu,“ segir Arna. Segja má að YouTube rás Örnu hafi farið á flug þegar hún setti inn myndband af augnablikinu þegar hún komst að því að hún og Tómas ættu von á barni, en myndbandið fékk yfir 20 þúsund áhorf. „Ég hef oft tekið óléttupróf og alltaf fengið neikvætt og aldrei tekið upp myndavélina. En akkúrat á þessum tímapunkti tók ég upp myndavélina og eiginlega bara magnað að það hafi komið jákvætt. Þarna var ég á Íslandi og Tómas í Svíþjóð og ég hélt þessu leyndu í þrjá daga,“ segir Arna sem tók upp viðbrögð Tómasar með falinni myndavél þegar hún tilkynnti honum fréttirnar. Fylgjendur Örnu fengu einnig að sjá óborganleg viðbrögð nánustu fjölskyldumeðlima við þessum góðu fréttum. Arna og Tómas segja að þeim hafi ekki fundist liggja beint við að deila fæðingu barnsins með fylgjendum sínum þótt þeim hafi verið leyft að fylgjast með meðgöngunni frá A-Ö. Þau hafi þó strax ákveðið að taka fæðingarferlið upp fyrir sig til að eiga. „Ég fékk alveg mjög mörg skilaboð hvenær fæðingarmyndbandið myndi nú koma og ég var ekki alveg viss hvort ég myndi deila því. Ég sjálf fylgist með svo mörgum út í heimi en geri ekki beint ráð fyrir því en er samt mjög spennt að sjá hvað þau birta og hvað sé næsta skref,“ segir Arna. Eftir að dóttirin Emilía Birna kom í heiminn prófaði Arna að klippa saman myndband af deginum sem hún fæddist og þau Tómas urðu í framhaldinu sammála um að deila þessum einstaka viðburði í lífi sínu. „Maður var smá stressaður hvernig fólk myndi taka í þetta og var frekar lengi að ýta á puplish,“ segir Arna. Fæðingarmyndbandið vakti mikla athygli. „Þetta er kannski ekki myndbandið sem maður vill fá gagnrýni á og vill bara hafa það jákvætt,“ segir Tómas. „Maður fékk bara svo góð viðbrögð og ég hef ekki fengið neitt slæmt sent um þetta,“ segir Arna. „Þetta getur líka bara hjálpað öðrum og ég held að það að ég hafi verið svona mikill partur af þessu fæðingarmyndbandi geti líka hjálpað öðrum strákum. Ég held að margar kærustur hafi dregið kærastana sína að tölvunni til að skoða þetta til þess að gefa þeim einhverja hugmynd um hvað þeir eru að fara út í,“ segir Tómas. Og nú þegar nýr einstaklingur er kominn í fjölskylduna þarf líka að hugsa um hennar þarfir og einkalíf. Arna segir að í Svíþjóð sé til að mynda ekki óalgengt að YouTuberar sýni svipmyndir úr lífi barnsins fyrsta árið en síðan ekki söguna meir. „Auðvitað þarf maður að hugsa þetta vel og maður fer alveg fram og til baka í þessu. Það er eitthvað sem við þurfum að ræða og ákveða,“ segir Arna. Arna segir að líkt og með aðra samfélagsmiðla sé hægt að afla tekna með því að vera í samstarfi við fyrirtæki. Það hafi þó aldrei verið markmiðið en að óneitanlega sé kostur að geta fengið einhverjar tekjur fyrir alla þá vinnu sem fer í myndböndin. „Þú getur fengið tekjur. Þú færð smotterí frá YouTube. Annars er þetta bara til gaman en kannski einn daginn gæti maður lifað á þessu.“ Ísland í dag Börn og uppeldi Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Fleiri fréttir Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Sjá meira
Fyrir um ári kom í ljós að þau ættu von á barni og fengu fylgjendur parsins að fylgjast með allt frá augnablikinu þegar Arna komst að því að hún var barnshafandi og þar til dóttirin Emilía Birna kom í heiminn. Þau segjast hafa verið tvístígandi varðandi það að deila fæðingunni með fólki, en hafa eingöngu fengið jákvæð viðbrögð. Arna segist til að mynda hafa fengið pósta frá ungum konum sem voru þakklátar fyrir að fá að sjá myndband af fæðingu sem gekk eins og í sögu enda vilja „hryllingssögur” af fæðingum oft verða fyrirferðameiri í umræðunni. Arna og Tómas hafa verið par frá því þau voru 14 ára. Fyrir rúmum tveimur árum settu þau inn myndband á YouTube fyrir vini og vandamenn af flugi sem þau fóru í saman, en þau voru þá búsett í Svíþjóð þar sem Tómas var í flugnámi. Eitt leiddi af öðru og í dag er Arna með nokkuð vinsæla YouTube rás og blogg á Trendnet þar sem hún deilir ýmsu, allt frá framkvæmdum í nýrri íbúð til fæðingar frumburðarins nú í byrjun árs. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir ræddi við parið í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Ég fer með Tómasi í flug og byrja að taka upp flugið og veit í raun ekkert hvað ég er að gera. Svo fer ég bara að leika mér með iMovie að vinna myndbandið og svo fannst mér þetta svo ótrúlega gaman og boltinn fór að rúlla,“ segir Arna. Í dag eru myndböndin orðin hátt í sextíu talsins, en þau segjast líta á YouTube rásina og bloggið sem Arna heldur úti á Trendnet sem nokkurs konar nútíma dagbók. Víða um heim, til að mynda í Svíþjóð, er algengt að fólk sé svokallaðir YouTuberar og hafi jafnvel atvinnu af því, en einhverra hluta vegna hefur miðillinn ekki náð fótfestu hér á landi sem slíkur. „Það eru einhverjir en ekki nógu margir finnst mér. Ég hvet fleiri til að byrja, þetta er ótrúlega gaman. Ég veit að það eru margir sem vilja byrja og ég fæ reglulega skilaboð frá bæði stelpum og strákum hvernig ég klippi myndböndin og hvaða forrit ég nota. Margir velta því fyrir sér hvernig ég þori þessu, að taka upp myndbönd á almannafæri,“ segir Arna. „Ég var alveg stressaður til að byrja með, vó erum við að leiðinni í þessa átt,“ segir Tómas. „Við erum beint ekki með neinar reglur hvað við sýnum og ekki. Við höfum rætt það en ég hef alveg sýnt frá mjög persónulegu og alveg farið að skæla og hleypi fólki mjög nálægt okkur. Tómas fær alltaf að horfa þegar ég er búin að vinna myndbandið, svo ég er ekkert að deila því strax. Þá segir hann kannski að ég mætti sleppa þessu og hinu,“ segir Arna. Segja má að YouTube rás Örnu hafi farið á flug þegar hún setti inn myndband af augnablikinu þegar hún komst að því að hún og Tómas ættu von á barni, en myndbandið fékk yfir 20 þúsund áhorf. „Ég hef oft tekið óléttupróf og alltaf fengið neikvætt og aldrei tekið upp myndavélina. En akkúrat á þessum tímapunkti tók ég upp myndavélina og eiginlega bara magnað að það hafi komið jákvætt. Þarna var ég á Íslandi og Tómas í Svíþjóð og ég hélt þessu leyndu í þrjá daga,“ segir Arna sem tók upp viðbrögð Tómasar með falinni myndavél þegar hún tilkynnti honum fréttirnar. Fylgjendur Örnu fengu einnig að sjá óborganleg viðbrögð nánustu fjölskyldumeðlima við þessum góðu fréttum. Arna og Tómas segja að þeim hafi ekki fundist liggja beint við að deila fæðingu barnsins með fylgjendum sínum þótt þeim hafi verið leyft að fylgjast með meðgöngunni frá A-Ö. Þau hafi þó strax ákveðið að taka fæðingarferlið upp fyrir sig til að eiga. „Ég fékk alveg mjög mörg skilaboð hvenær fæðingarmyndbandið myndi nú koma og ég var ekki alveg viss hvort ég myndi deila því. Ég sjálf fylgist með svo mörgum út í heimi en geri ekki beint ráð fyrir því en er samt mjög spennt að sjá hvað þau birta og hvað sé næsta skref,“ segir Arna. Eftir að dóttirin Emilía Birna kom í heiminn prófaði Arna að klippa saman myndband af deginum sem hún fæddist og þau Tómas urðu í framhaldinu sammála um að deila þessum einstaka viðburði í lífi sínu. „Maður var smá stressaður hvernig fólk myndi taka í þetta og var frekar lengi að ýta á puplish,“ segir Arna. Fæðingarmyndbandið vakti mikla athygli. „Þetta er kannski ekki myndbandið sem maður vill fá gagnrýni á og vill bara hafa það jákvætt,“ segir Tómas. „Maður fékk bara svo góð viðbrögð og ég hef ekki fengið neitt slæmt sent um þetta,“ segir Arna. „Þetta getur líka bara hjálpað öðrum og ég held að það að ég hafi verið svona mikill partur af þessu fæðingarmyndbandi geti líka hjálpað öðrum strákum. Ég held að margar kærustur hafi dregið kærastana sína að tölvunni til að skoða þetta til þess að gefa þeim einhverja hugmynd um hvað þeir eru að fara út í,“ segir Tómas. Og nú þegar nýr einstaklingur er kominn í fjölskylduna þarf líka að hugsa um hennar þarfir og einkalíf. Arna segir að í Svíþjóð sé til að mynda ekki óalgengt að YouTuberar sýni svipmyndir úr lífi barnsins fyrsta árið en síðan ekki söguna meir. „Auðvitað þarf maður að hugsa þetta vel og maður fer alveg fram og til baka í þessu. Það er eitthvað sem við þurfum að ræða og ákveða,“ segir Arna. Arna segir að líkt og með aðra samfélagsmiðla sé hægt að afla tekna með því að vera í samstarfi við fyrirtæki. Það hafi þó aldrei verið markmiðið en að óneitanlega sé kostur að geta fengið einhverjar tekjur fyrir alla þá vinnu sem fer í myndböndin. „Þú getur fengið tekjur. Þú færð smotterí frá YouTube. Annars er þetta bara til gaman en kannski einn daginn gæti maður lifað á þessu.“
Ísland í dag Börn og uppeldi Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Fleiri fréttir Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Sjá meira