„Hvorki KSÍ né ég hafði áhuga á að ég færi í viðræður“ Sindri Sverrisson skrifar 19. maí 2021 13:07 Arnar Þór Viðarsson er svo til nýbyrjaður sem landsliðsþjálfari karla í fótbolta. Getty „Ég þakkaði pent fyrir áhugann en þetta fór ekki lengra en það,“ segir Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, um áhuga danska úrvalsdeildarfélagsins OB á að ráða hann til starfa. Arnar var einn þriggja þjálfara sem OB skoðaði að ráða eftir vinnu sérstaks ráðgjafafyrirtækis. Það kom hins vegar ekki til þess að hann færi í viðræður við OB þar sem hvorki Arnar né KSÍ hafði áhuga á því að hann hætti sem landsliðsþjálfari, tiltölulega nýbyrjaður í því starfi. Andreas Alm var ráðinn þjálfari en þeir Arnar og Jens Gustafsson komu einnig til greina, samkvæmt frétt danska miðilsins Sport Fyn. Hef aldrei unnið þannig að ég fari á bak við mína vinnuveitendur „Ég ræddi ekki við OB. Það voru ákveðnar þreifingar frá ráðningarfyrirtæki sem sá um þetta ferli fyrir OB og þær þreifingar enduðu, eins og skylda ber, inni á borði hjá Guðna [Bergssyni, formanni] og Klöru [Bjartmarz, framkvæmdastjóra] hjá KSÍ. Þetta er svolítið nýtt í fótboltaheiminum – að það eru sérstök fyrirtæki ráðin til að finna kandídata í þjálfarastarf. Ég veit ekki hvað þetta fyrirtæki átti að finna marga kandídata. Það leggur svo þessi nöfn til við í þessu tilviki OB sem annað hvort samþykkir þau eða ekki. Þá er farið í að reyna að ræða við menn. En ég hef aldrei unnið þannig, hvorki sem leikmaður né þjálfari, að ræða málin á bak við mína vinnuveitendur. Þess vegna fór þetta mál til Guðna og Klöru, við ræddum þetta þrjú saman, og því var svo skilað til heimahúsanna. Hvorki KSÍ né ég hafði áhuga á að ég færi í viðræður svo að þetta stoppaði bara hjá þessu ráðgjafafyrirtæki,“ segir Arnar við Vísi. Við erum að byrja á nýju ævintýri Arnar tók við A-landsliðinu í lok síðasta árs, af Erik Hamrén, og fyrstu leikirnir eftir að hann tók við voru leikirnir þrír í undankeppni HM í mars. „Ég er nýtekinn við íslenska landsliðinu og það er verkefni sem er mjög stórt og skemmtilegt, og eitthvað sem ég er mjög stoltur af. Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið það tækifæri. Við Eiður Smári [Guðjohnsen, aðstoðarlandsliðsþjálfari] og allt „staffið“ erum að byrja á nýju ævintýri og erum spenntir að halda því áfram,“ segir Arnar en samningur hans við KSÍ gildir til loka næsta árs. Aðspurður hvort OB hefði séð fyrir sér að hann yrði áfram landsliðsþjálfari samhliða því að þjálfa danska félagið segir Arnar: „Þetta fór aldrei svo langt. Ég held að það sé samt almennt alveg ljóst að það er ekki hægt að vera bæði landsliðsþjálfari og þjálfari félagsliðs. Það er meira en fullt starf að þjálfa A-landslið karla.“ Það mun því bíða betri tíma að Arnar snúi aftur í þjálfun félagsliða: „Það er alltaf jákvætt að vera sýndur áhugi. Það eru endalaust einhverjar þreifingar í fótboltaheiminum og maður er bara ánægður með að fá þessa athygli en þetta stoppar þar.“ Arnar mun á næstunni tilkynna landsliðshópinn sem spilar þrjá vináttulandsleiki á komandi vikum. Til stóð að tilkynna hópinn í dag en Arnar vildi ekki fara út í það nákvæmlega hvers vegna því hefði verið frestað. Það mun þó vera vegna forfalla leikmanna samkvæmt upplýsingum frá KSÍ. HM 2022 í Katar KSÍ Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Arnar var einn þriggja þjálfara sem OB skoðaði að ráða eftir vinnu sérstaks ráðgjafafyrirtækis. Það kom hins vegar ekki til þess að hann færi í viðræður við OB þar sem hvorki Arnar né KSÍ hafði áhuga á því að hann hætti sem landsliðsþjálfari, tiltölulega nýbyrjaður í því starfi. Andreas Alm var ráðinn þjálfari en þeir Arnar og Jens Gustafsson komu einnig til greina, samkvæmt frétt danska miðilsins Sport Fyn. Hef aldrei unnið þannig að ég fari á bak við mína vinnuveitendur „Ég ræddi ekki við OB. Það voru ákveðnar þreifingar frá ráðningarfyrirtæki sem sá um þetta ferli fyrir OB og þær þreifingar enduðu, eins og skylda ber, inni á borði hjá Guðna [Bergssyni, formanni] og Klöru [Bjartmarz, framkvæmdastjóra] hjá KSÍ. Þetta er svolítið nýtt í fótboltaheiminum – að það eru sérstök fyrirtæki ráðin til að finna kandídata í þjálfarastarf. Ég veit ekki hvað þetta fyrirtæki átti að finna marga kandídata. Það leggur svo þessi nöfn til við í þessu tilviki OB sem annað hvort samþykkir þau eða ekki. Þá er farið í að reyna að ræða við menn. En ég hef aldrei unnið þannig, hvorki sem leikmaður né þjálfari, að ræða málin á bak við mína vinnuveitendur. Þess vegna fór þetta mál til Guðna og Klöru, við ræddum þetta þrjú saman, og því var svo skilað til heimahúsanna. Hvorki KSÍ né ég hafði áhuga á að ég færi í viðræður svo að þetta stoppaði bara hjá þessu ráðgjafafyrirtæki,“ segir Arnar við Vísi. Við erum að byrja á nýju ævintýri Arnar tók við A-landsliðinu í lok síðasta árs, af Erik Hamrén, og fyrstu leikirnir eftir að hann tók við voru leikirnir þrír í undankeppni HM í mars. „Ég er nýtekinn við íslenska landsliðinu og það er verkefni sem er mjög stórt og skemmtilegt, og eitthvað sem ég er mjög stoltur af. Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið það tækifæri. Við Eiður Smári [Guðjohnsen, aðstoðarlandsliðsþjálfari] og allt „staffið“ erum að byrja á nýju ævintýri og erum spenntir að halda því áfram,“ segir Arnar en samningur hans við KSÍ gildir til loka næsta árs. Aðspurður hvort OB hefði séð fyrir sér að hann yrði áfram landsliðsþjálfari samhliða því að þjálfa danska félagið segir Arnar: „Þetta fór aldrei svo langt. Ég held að það sé samt almennt alveg ljóst að það er ekki hægt að vera bæði landsliðsþjálfari og þjálfari félagsliðs. Það er meira en fullt starf að þjálfa A-landslið karla.“ Það mun því bíða betri tíma að Arnar snúi aftur í þjálfun félagsliða: „Það er alltaf jákvætt að vera sýndur áhugi. Það eru endalaust einhverjar þreifingar í fótboltaheiminum og maður er bara ánægður með að fá þessa athygli en þetta stoppar þar.“ Arnar mun á næstunni tilkynna landsliðshópinn sem spilar þrjá vináttulandsleiki á komandi vikum. Til stóð að tilkynna hópinn í dag en Arnar vildi ekki fara út í það nákvæmlega hvers vegna því hefði verið frestað. Það mun þó vera vegna forfalla leikmanna samkvæmt upplýsingum frá KSÍ.
HM 2022 í Katar KSÍ Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira