Guðlaugur Victor á leið til Schalke Kjartan Atli Kjartansson skrifar 20. maí 2021 17:46 Guðlaugur Victor í leik með íslenska landsliðinu. Hann hefur fest sig í sessi sem einn mikilvægasti hlekkur landsliðsins á undanförnum misserum. Vísir/Vilhelm Landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson mun á næstu dögum ganga til liðs við þýska stórveldið Schalke 04 sem er fallið úr efstu deild Þýskalands í knattspyrnu. Þetta herma heimildir íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2. Samkomulag hefur náðst á milli Schalke og Darmstadt, hvar Guðlaugur Victor hefur leikið síðan 2018. Einnig hefur Guðlaugur Victor samið við Schalke og er læknisskoðun næst á dagskrá. Þýskir fjölmiðlar hafa fjallað um þessi mögulegu félagsskipti í nokkrar vikur og miðað við fréttir frá Þýsklandi verður kaupverðið um hálf milljón evra. Schalke 04 er fjórða sigursælasta félag í sögu efstu deildar í Þýskalandi. Meðlimir félagsins eru 155 þúsund sem gerir Schalke að næst fjölmennasta íþróttafélagi Þýskalands. Ekkert hefur gengið hjá Schalke á leiktíðinni sem nú er senn á enda. Liðið situr á botni þýsku úrvalsdeildarinnar og var fallið í apríl. Þar með lýkur 30 ára samfelldri veru í efstu deild en á þeim tíma hefur Schalke fjórum sinnum komist í Meistaradeild Evrópu auk þess sem félagið hefur tekið þátt í öðrum Evrópukeppnum. Guðlaugur Victor hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu undanfarið. Hann hefur alls spilað 26 A-landsleiki, þar á meðal alla þrjá leikina í síðasta landsliðsglugga er Ísland mætti Þýskalandi, Armeníu og Liechtenstein. Þá skoraði hann sitt fyrsta landsliðsmark í 4-1 sigrinum gegn Liechtenstein. Í þýskum fjölmiðlum kemur fram að Schalke hafi nú þegar samið við tvo aðra leikmenn. Framherjinn Simon Terodde kemur frá Hamburger SV og miðjumaðurinn Danny Latza kemur frá Mainz. Latza er fæddur í Gelsenkirchen, hvar Schalke er staðsett, og kom upp í gegnum yngri flokka félagsins. Báðir leikmenn eru yfir þrítugt og því ljóst að stjórn Schalke ætlar að treysta á reynslumikla leikmenn til þess að koma félaginu aftur í efstu deild. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Í beinni: Liverpool - Everton | Barist um Bítlaborgina Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Younghoe sparkað burt Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Í beinni: Liverpool - Everton | Barist um Bítlaborgina Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Sjá meira
Samkomulag hefur náðst á milli Schalke og Darmstadt, hvar Guðlaugur Victor hefur leikið síðan 2018. Einnig hefur Guðlaugur Victor samið við Schalke og er læknisskoðun næst á dagskrá. Þýskir fjölmiðlar hafa fjallað um þessi mögulegu félagsskipti í nokkrar vikur og miðað við fréttir frá Þýsklandi verður kaupverðið um hálf milljón evra. Schalke 04 er fjórða sigursælasta félag í sögu efstu deildar í Þýskalandi. Meðlimir félagsins eru 155 þúsund sem gerir Schalke að næst fjölmennasta íþróttafélagi Þýskalands. Ekkert hefur gengið hjá Schalke á leiktíðinni sem nú er senn á enda. Liðið situr á botni þýsku úrvalsdeildarinnar og var fallið í apríl. Þar með lýkur 30 ára samfelldri veru í efstu deild en á þeim tíma hefur Schalke fjórum sinnum komist í Meistaradeild Evrópu auk þess sem félagið hefur tekið þátt í öðrum Evrópukeppnum. Guðlaugur Victor hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu undanfarið. Hann hefur alls spilað 26 A-landsleiki, þar á meðal alla þrjá leikina í síðasta landsliðsglugga er Ísland mætti Þýskalandi, Armeníu og Liechtenstein. Þá skoraði hann sitt fyrsta landsliðsmark í 4-1 sigrinum gegn Liechtenstein. Í þýskum fjölmiðlum kemur fram að Schalke hafi nú þegar samið við tvo aðra leikmenn. Framherjinn Simon Terodde kemur frá Hamburger SV og miðjumaðurinn Danny Latza kemur frá Mainz. Latza er fæddur í Gelsenkirchen, hvar Schalke er staðsett, og kom upp í gegnum yngri flokka félagsins. Báðir leikmenn eru yfir þrítugt og því ljóst að stjórn Schalke ætlar að treysta á reynslumikla leikmenn til þess að koma félaginu aftur í efstu deild.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Í beinni: Liverpool - Everton | Barist um Bítlaborgina Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Younghoe sparkað burt Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Í beinni: Liverpool - Everton | Barist um Bítlaborgina Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Sjá meira