Fer í gröfina án þess að skilja af hverju allir kenndu mér um tap Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2021 09:30 Síðustu ár Alberto Moreno hjá Liverpool voru ekki þau skemmtilegustu. EPA/PETER POWELL Alberto Moreno er enn á ný kominn í úrslitaleik í Evrópukeppni. Áður með Liverpool og Sevilla en nú með Villarreal. Hann ætti að kannast vel við mótherja kvöldsins eftir árin sín með Liverpool. Villarreal mætir Manchester United í kvöld og það halda örugglega miklu fleiri Liverpool stuðningsmenn með honum í kvöld en á erfiðum lokaárum hans sem leikmanni félagsins. Síðasti úrslitaleikur Morena í Evrópudeildinni var nefnilega mjög afdrifaríkur fyrir framtíð hans hjá Liverpool. Það var árið 2016 og Liverpool missti af Meistaradeildarsæti eftir 3-1 tap á móti Sevilla í Basel. Leikurinn á móti Manchester United í kvöld er fyrsti úrslitaleikur Villarreal liðsins í Evrópu en þetta verður fimmti úrslitaleikur Alberto Moreno á sjö árum í Evrópukeppnum. Alberto Moreno says he and Santi Cazorla fight over who laughs most. Which says a lot. Few players so enjoyable to talk to: funny, open, very honest. https://t.co/XjFOvYwG2F— Sid Lowe (@sidlowe) May 25, 2021 Guardian ræddi við Alberto Moreno í tilefni af úrslitaleiknum í Gdansk. Hann grínaðist með það að hafa verið að segja liðsfélögunum sínum að þeir yrðu að vinna leikinn og fá að finna hvað Evrópudeildarbikarinn er þungur. „Hann er örugglega þyngri en Meistaradeildarbikarinn,“ sagði Alberto Moreno. „Ég var hjá Sevilla og við komust í úrslitaleik Evrópudeildarinnar, fór þaðan til Liverpool og við komust í úrslitaleik Evrópudeildarinnar og er síðan kominn til Villarreal og við erum komnir í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Næsta lið sem ég sem við mun fá þetta inn í samninginn minn,“ sagði Moreno léttur. Unai Emery, núverandi knattspyrnustjóri Villarreal, var stjóri Sevilla þegar liðið vann Moreno og þáverandi félaga hans í Liverpool í úrslitaleiknum 2016. „Já hann segir mér frá því. Hann elskar að útskýra það hvernig hann notaði tvo bakverði á móti mér og Coutinho,“ sagði Moreno. Þessi úrslitaleikur var hins vegar mjög afdrifaríkur því Moreno fékk mikla gagnrýni og flestir hjá Liverpool misstu trúna á hann í kjölfarið. „Ég skil ekki ennþá af hverju ég fékk alla þessa gagnrýni. Þeir klobbuðu mig í fyrsta markinu en ég er varnarmaður og leikmenn fara líka framhjá Sergio Ramos, besta miðverði heims. Af hverju getur það ekki gerst fyrir mig líka,“ sagði Moreno. Alberto Moreno opens up on his time at Anfield https://t.co/a4Lr0TIHub— Anfield Watch (@AnfieldWatch) May 25, 2021 „Það er ekki sanngjarnt. Fólkið kenndi mér um. Bara mér. Það var eins og ég einn hefði tapað úrslitaleiknum. Það var erfitt. Ég mun fara í gröfina án þess að skilja af hverju allir kenndu mér um tap Liverpool í þessum leik,“ sagði Moreno. Jürgen Klopp setti James Milner í öfugan bakvörð í stað Moreno í næsta leik og svo meiddist hann þegar hann leit út fyrir að vera að vinna sér aftur sæti í liðinu. Þá fékk Andy Robertson tækifærið í hægri bakverðinum og hefur ekki litið til baka. Síðasti leikur Moreno með Liverpool var seinni Meistaradeildarleikurinn. Hann fór í kjölfarið til Villarreal og hefur spilað það síðan. Í kvöld gæti hann hjálpað liðinu að upplifa stærstu stundina í sögu þess. Leikur Manchester United og Villarreal er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin klukkan 18.50. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Sjá meira
Villarreal mætir Manchester United í kvöld og það halda örugglega miklu fleiri Liverpool stuðningsmenn með honum í kvöld en á erfiðum lokaárum hans sem leikmanni félagsins. Síðasti úrslitaleikur Morena í Evrópudeildinni var nefnilega mjög afdrifaríkur fyrir framtíð hans hjá Liverpool. Það var árið 2016 og Liverpool missti af Meistaradeildarsæti eftir 3-1 tap á móti Sevilla í Basel. Leikurinn á móti Manchester United í kvöld er fyrsti úrslitaleikur Villarreal liðsins í Evrópu en þetta verður fimmti úrslitaleikur Alberto Moreno á sjö árum í Evrópukeppnum. Alberto Moreno says he and Santi Cazorla fight over who laughs most. Which says a lot. Few players so enjoyable to talk to: funny, open, very honest. https://t.co/XjFOvYwG2F— Sid Lowe (@sidlowe) May 25, 2021 Guardian ræddi við Alberto Moreno í tilefni af úrslitaleiknum í Gdansk. Hann grínaðist með það að hafa verið að segja liðsfélögunum sínum að þeir yrðu að vinna leikinn og fá að finna hvað Evrópudeildarbikarinn er þungur. „Hann er örugglega þyngri en Meistaradeildarbikarinn,“ sagði Alberto Moreno. „Ég var hjá Sevilla og við komust í úrslitaleik Evrópudeildarinnar, fór þaðan til Liverpool og við komust í úrslitaleik Evrópudeildarinnar og er síðan kominn til Villarreal og við erum komnir í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Næsta lið sem ég sem við mun fá þetta inn í samninginn minn,“ sagði Moreno léttur. Unai Emery, núverandi knattspyrnustjóri Villarreal, var stjóri Sevilla þegar liðið vann Moreno og þáverandi félaga hans í Liverpool í úrslitaleiknum 2016. „Já hann segir mér frá því. Hann elskar að útskýra það hvernig hann notaði tvo bakverði á móti mér og Coutinho,“ sagði Moreno. Þessi úrslitaleikur var hins vegar mjög afdrifaríkur því Moreno fékk mikla gagnrýni og flestir hjá Liverpool misstu trúna á hann í kjölfarið. „Ég skil ekki ennþá af hverju ég fékk alla þessa gagnrýni. Þeir klobbuðu mig í fyrsta markinu en ég er varnarmaður og leikmenn fara líka framhjá Sergio Ramos, besta miðverði heims. Af hverju getur það ekki gerst fyrir mig líka,“ sagði Moreno. Alberto Moreno opens up on his time at Anfield https://t.co/a4Lr0TIHub— Anfield Watch (@AnfieldWatch) May 25, 2021 „Það er ekki sanngjarnt. Fólkið kenndi mér um. Bara mér. Það var eins og ég einn hefði tapað úrslitaleiknum. Það var erfitt. Ég mun fara í gröfina án þess að skilja af hverju allir kenndu mér um tap Liverpool í þessum leik,“ sagði Moreno. Jürgen Klopp setti James Milner í öfugan bakvörð í stað Moreno í næsta leik og svo meiddist hann þegar hann leit út fyrir að vera að vinna sér aftur sæti í liðinu. Þá fékk Andy Robertson tækifærið í hægri bakverðinum og hefur ekki litið til baka. Síðasti leikur Moreno með Liverpool var seinni Meistaradeildarleikurinn. Hann fór í kjölfarið til Villarreal og hefur spilað það síðan. Í kvöld gæti hann hjálpað liðinu að upplifa stærstu stundina í sögu þess. Leikur Manchester United og Villarreal er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin klukkan 18.50.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Sjá meira