Sjóbleikjan gefur sig víða þessa dagana Karl Lúðvíksson skrifar 2. júní 2021 08:36 Það eru líklega flestir veiðimenn sammála því að betri matfiskur en sjóbleikja er vandfundinn og það eru þess vegna góðar fréttir að heyra af sæmilegri veiði á henni. Atli Bergmann er líklega einn af þeim veiðimönnum sem ég þekki sem er afskaplega fær að setja í sjóbleikju en hún hefur ásamt ljúfengu bragði þann eiginleika að geta verið afskaplega þver í að taka flugur veiðimanna. Atli átti frábæran dag nýlega við ósa Laxá og Vantsdalsá og sendi okkur nokkrar línur. "Ég hef verið tiltölulega rólegur í veiðinni í vor vegna þrálátar norðan áttar og kulda. Fór þó í Hraunsfjörðinn í lok apríl og tók tvær fallegar sjóbleikjur og nokkra urriða í Elliðaánum í byrjun maí. En nú er tíðinn mildari og önnur og sl mánudag fékk ég 10 stk gullfallega og stóra urriða í Elliðánum sem var alveg frábært og svo gerðust ævintýrin þessa helgina í ósasvæði Laxá og Vatnsdalsár. Fallegar sjóbleikjur og einn sjóbirtingurMynd: Atli Bergman Þegar við mættum á laugardag var gífurlega hvast og öll áin í kakói og allt erfitt en tókst þó að slíta upp nokkra sjóbirtinga með því að kasta litríkum straumflugum í litaða vatnið. Í gær sunnudag dúraði aðeins á milli og þá komu glugga móment þar sem yndis sjóbleikjan gaf sig og þvílít ævintýri því megnið var virkilega vel haldnir og stórir fiskar, allt að 65 cm kusur og stærsti birtingurinn 70 cm. Aðferðin sem ég beitti var að leita með straumflugum og þegar maður fann töku þá setti ég upp fimmuna með tökuvara og droppar og litlar púpur og allt í keng. Þreittur og veiðisaddur er dásamlega góð tilfinning :)" Stangveiði Mest lesið Flugufréttir og Veiðivon fagna veiðisumrinu næsta föstudag Veiði Gömul en fyndin saga af ungum veiðiþjófum Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Góður lokasprettur í Jöklu Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Dýrasti dagurinn á 450.000 í Laxá í Ásum? Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði 314 laxar komnir úr Stóru Laxá Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Bleikjan í Brúará komin í tökustuð Veiði
Atli Bergmann er líklega einn af þeim veiðimönnum sem ég þekki sem er afskaplega fær að setja í sjóbleikju en hún hefur ásamt ljúfengu bragði þann eiginleika að geta verið afskaplega þver í að taka flugur veiðimanna. Atli átti frábæran dag nýlega við ósa Laxá og Vantsdalsá og sendi okkur nokkrar línur. "Ég hef verið tiltölulega rólegur í veiðinni í vor vegna þrálátar norðan áttar og kulda. Fór þó í Hraunsfjörðinn í lok apríl og tók tvær fallegar sjóbleikjur og nokkra urriða í Elliðaánum í byrjun maí. En nú er tíðinn mildari og önnur og sl mánudag fékk ég 10 stk gullfallega og stóra urriða í Elliðánum sem var alveg frábært og svo gerðust ævintýrin þessa helgina í ósasvæði Laxá og Vatnsdalsár. Fallegar sjóbleikjur og einn sjóbirtingurMynd: Atli Bergman Þegar við mættum á laugardag var gífurlega hvast og öll áin í kakói og allt erfitt en tókst þó að slíta upp nokkra sjóbirtinga með því að kasta litríkum straumflugum í litaða vatnið. Í gær sunnudag dúraði aðeins á milli og þá komu glugga móment þar sem yndis sjóbleikjan gaf sig og þvílít ævintýri því megnið var virkilega vel haldnir og stórir fiskar, allt að 65 cm kusur og stærsti birtingurinn 70 cm. Aðferðin sem ég beitti var að leita með straumflugum og þegar maður fann töku þá setti ég upp fimmuna með tökuvara og droppar og litlar púpur og allt í keng. Þreittur og veiðisaddur er dásamlega góð tilfinning :)"
Stangveiði Mest lesið Flugufréttir og Veiðivon fagna veiðisumrinu næsta föstudag Veiði Gömul en fyndin saga af ungum veiðiþjófum Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Góður lokasprettur í Jöklu Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Dýrasti dagurinn á 450.000 í Laxá í Ásum? Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði 314 laxar komnir úr Stóru Laxá Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Bleikjan í Brúará komin í tökustuð Veiði