Segir Henderson ekki eiga að fara á EM: „Verður hann með spilagaldra?“ Sindri Sverrisson skrifar 7. júní 2021 08:00 Jordan Henderson er mikilvægur enska landsliðinu sem leiðtogi að mati landsliðsþjálfarans Gareths Southgate. Getty/Stu Forster Roy Keane botnar ekkert í því að varafyrirliði Englands, Jordan Henderson, skuli vera í enska EM-hópnum þrátt fyrir að hafa ekki getað spilað með Liverpool síðan í febrúar vegna meiðsla. Englendingar hafa gert eina breytingu á hópnum sínum vegna meiðsla. Ben White kemur inn í 26 manna EM-hópinn í stað Trents Alexander-Arnold sem meiddist í 1-0 sigri á Austurríki síðasta miðvikudag. Henderson lék sínar fyrstu mínútur síðan hann meiddist þegar hann kom inn á í upphafi seinni hálfleiks í 1-0 sigri Englands á Rúmeníu í vináttulandsleik í gær. Keane segir alveg ljóst að Henderson sé ekki klár í slaginn á EM þar sem fyrsti leikur Englands er stórleikur við Króatíu á sunnudaginn. „Ég var viss um að Jordan myndi spila um daginn. Ég tel að þetta valdi mikilli truflun – hann er augljóslega ekki tilbúinn,“ sagði Keane í þætti á ITV Sport. „Mér finnst að hann ætti ekki að vera valinn í hópinn. Ef hann gat ekki byrjað á móti Rúmeníu þá er hann ekki tilbúinn. Sá leikur var hvorki líkamlega né andlega svo erfiður fyrir hann, svo reynslumikinn leikmann. Hann er ekki búinn að sparka í bolta í þrjá og hálfan mánuð en er á leiðinni á EM? Það getur ekki passað,“ sagði Keane. Vill örugglega ekki vera þarna sem klappstýra Marcus Rashford skoraði sigurmark Englands úr víti í gær. Hann var farinn af velli þegar England fékk aðra vítaspyrnu sem Henderson tók en klúðraði. Gareth Southgate, þjálfari Englands, sagðist hafa búist við að Dominic Calvert-Lewin myndi taka vítið og að næst myndi hann skipa fyrir um hver tæki vítið. Southgate hefur hins vegar lýst því hve mikilvægur Henderson sé sem leiðtogi fyrir enska hópinn. Keane lætur sér fátt um finnast. „Ég hef heyrt ýmsa segja að þeir vilji hafa hann á svæðinu. Til hvers? Verður hann með spilagaldra? Tekur hann lagið? Sér hann um spurningakeppni á kvöldin? Hvað gerir hann? Þetta er ekki til að gleðja Liverpool heldur. Jordan vill alveg örugglega ekki vera á svæðinu sem einhvers konar klappstýra. Menn vilja spila og hann er greinilega ekki klár í slaginn,“ sagði Keane. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Uppgjör: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjá meira
Englendingar hafa gert eina breytingu á hópnum sínum vegna meiðsla. Ben White kemur inn í 26 manna EM-hópinn í stað Trents Alexander-Arnold sem meiddist í 1-0 sigri á Austurríki síðasta miðvikudag. Henderson lék sínar fyrstu mínútur síðan hann meiddist þegar hann kom inn á í upphafi seinni hálfleiks í 1-0 sigri Englands á Rúmeníu í vináttulandsleik í gær. Keane segir alveg ljóst að Henderson sé ekki klár í slaginn á EM þar sem fyrsti leikur Englands er stórleikur við Króatíu á sunnudaginn. „Ég var viss um að Jordan myndi spila um daginn. Ég tel að þetta valdi mikilli truflun – hann er augljóslega ekki tilbúinn,“ sagði Keane í þætti á ITV Sport. „Mér finnst að hann ætti ekki að vera valinn í hópinn. Ef hann gat ekki byrjað á móti Rúmeníu þá er hann ekki tilbúinn. Sá leikur var hvorki líkamlega né andlega svo erfiður fyrir hann, svo reynslumikinn leikmann. Hann er ekki búinn að sparka í bolta í þrjá og hálfan mánuð en er á leiðinni á EM? Það getur ekki passað,“ sagði Keane. Vill örugglega ekki vera þarna sem klappstýra Marcus Rashford skoraði sigurmark Englands úr víti í gær. Hann var farinn af velli þegar England fékk aðra vítaspyrnu sem Henderson tók en klúðraði. Gareth Southgate, þjálfari Englands, sagðist hafa búist við að Dominic Calvert-Lewin myndi taka vítið og að næst myndi hann skipa fyrir um hver tæki vítið. Southgate hefur hins vegar lýst því hve mikilvægur Henderson sé sem leiðtogi fyrir enska hópinn. Keane lætur sér fátt um finnast. „Ég hef heyrt ýmsa segja að þeir vilji hafa hann á svæðinu. Til hvers? Verður hann með spilagaldra? Tekur hann lagið? Sér hann um spurningakeppni á kvöldin? Hvað gerir hann? Þetta er ekki til að gleðja Liverpool heldur. Jordan vill alveg örugglega ekki vera á svæðinu sem einhvers konar klappstýra. Menn vilja spila og hann er greinilega ekki klár í slaginn,“ sagði Keane. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Uppgjör: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjá meira