Leikmenn smitaðir í liðum sem eiga að mætast á EM á mánudag Sindri Sverrisson skrifar 9. júní 2021 08:01 Dejan Kulusevski og Diego Llorente missa af leiknum mikilvæga á milli Svíþjóðar og Spánar á mánudagskvöld. Samsett/Getty Spánn og Svíþjóð eiga að mætast í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í fótbolta á mánudagskvöld í Sevilla. Nú hafa tvö kórónuveirusmit greinst hjá hvoru liði. Ljóst er að bæði lið verða án stjörnuleikmanns á mánudaginn. Sergio Busquets úr Barcelona var fyrstur til að greinast með veiruna og nú hefur félagi hans í spænska landsliðinu, Diego Llorente miðvörður Leeds, einnig greinst með hana. Hjá Svíum greindist Juventus-maðurinn Dejan Kulusevski með jákvætt sýni í gær. Hann hefur áður fengið Covid-19 en jafnvel þó að Kulusevski jafni sig fljótt þá er ljóst að hann missir af leiknum við Spán vegna reglna um einangrun. Læknir sænska liðsins kvaðst í gær binda vonir við að ekki myndu fleiri smitast en nú er komið í ljós að Mattias Svanberg, miðjumaður Bologna, er einnig smitaður. Skulu spila ef 13 leikmenn eru til taks UEFA ákvað að hver þjóð mætti velja 26 manna landsliðshóp fyrir EM, í stað 23 áður, til að bregðast við því ef að svona staða kæmi upp. Þar að auki mega liðin skipta út leikmönnum í neyðartilvikum á borð við það að leikmenn smitist af kórónuveirunni. Samkvæmt reglum UEFA skulu lið spila leiki svo lengi sem að þau hafa 13 leikmenn, þar af einn markvörð, til taks. Luis Enrique, landsliðsþjálfari Spánar, kallaði á sex leikmenn til að koma saman í Madrid og vera tilbúnir að koma inn í spænska hópinn ef á þyrfti að halda. Það eru þeir Kepa Arrizabalaga, Raul Albiol, Carlos Soler, Brais Mendez, Pablo Fornals og Rodrigo Moreno. Þeir munu æfa með hluta af U21-landsliði Spánar sem hljóp í skarðið fyrir A-landsliðið í gærkvöld og mætti Litáen í vináttulandsleik, sem Spánn vann 4-0. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR Sjá meira
Ljóst er að bæði lið verða án stjörnuleikmanns á mánudaginn. Sergio Busquets úr Barcelona var fyrstur til að greinast með veiruna og nú hefur félagi hans í spænska landsliðinu, Diego Llorente miðvörður Leeds, einnig greinst með hana. Hjá Svíum greindist Juventus-maðurinn Dejan Kulusevski með jákvætt sýni í gær. Hann hefur áður fengið Covid-19 en jafnvel þó að Kulusevski jafni sig fljótt þá er ljóst að hann missir af leiknum við Spán vegna reglna um einangrun. Læknir sænska liðsins kvaðst í gær binda vonir við að ekki myndu fleiri smitast en nú er komið í ljós að Mattias Svanberg, miðjumaður Bologna, er einnig smitaður. Skulu spila ef 13 leikmenn eru til taks UEFA ákvað að hver þjóð mætti velja 26 manna landsliðshóp fyrir EM, í stað 23 áður, til að bregðast við því ef að svona staða kæmi upp. Þar að auki mega liðin skipta út leikmönnum í neyðartilvikum á borð við það að leikmenn smitist af kórónuveirunni. Samkvæmt reglum UEFA skulu lið spila leiki svo lengi sem að þau hafa 13 leikmenn, þar af einn markvörð, til taks. Luis Enrique, landsliðsþjálfari Spánar, kallaði á sex leikmenn til að koma saman í Madrid og vera tilbúnir að koma inn í spænska hópinn ef á þyrfti að halda. Það eru þeir Kepa Arrizabalaga, Raul Albiol, Carlos Soler, Brais Mendez, Pablo Fornals og Rodrigo Moreno. Þeir munu æfa með hluta af U21-landsliði Spánar sem hljóp í skarðið fyrir A-landsliðið í gærkvöld og mætti Litáen í vináttulandsleik, sem Spánn vann 4-0. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti