Blása á orðróma um að nafngiftin hafi verið í óþökk drottningar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 9. júní 2021 23:30 Dóttir Harry og Meghan er skírð í höfuðið á langömmu sinni. getty/Anwar Hussein Talsmaður hjónanna Harry og Meghan þvertekur fyrir að þau hafi skírt nýfædda dóttur sína Lilibet, eða Lísbetu, í höfuðið á Elísabetu Bretlandsdrottningu án nokkurs samráðs við hana. Drottningin var kölluð Lilibet þegar hún var lítil stúlka. Fréttamaður braska ríkisútvarpsins, Jonny Dymond, sem sérhæfir sig í málefnum konungsfjölskyldunnar, greindi frá því að drottningin hefði ekki verið með í ráðum við ákvörðun hjónanna. Hann hafði þetta eftir „góðum heimildarmanni innan hallarinnar“ og sagði hann hafa verið fastan á þessu atriði. Þegar hjónin greindu frá nafninu litu flestir á það sem skref í átt að jákvæðari samskiptum milli hjónanna og konungsfjölskyldunnar en það hefur líklega ekki farið fram hjá mörgum að þau hafa verið heldur stirð síðustu tvö ár. Svo virðist hins vegar sem þessi viðleitni hjónanna, og samkvæmt þeim drottningunni sjálfri, hafi farið öfugt ofan í einhverja innan konungsfjölskyldunnar ef marka má fréttir BBC. Talsmaður Harry og Meghan heldur því staðfastlega fram að drottningin hafi verið spurð álits á nafninu áður en það var ákveðið. „Hertoginn ræddi við fjölskyldu sína áður en nafnið var tilkynnt. Raunar var amma hans [drottningin] sú fyrsta í fjölskyldunni sem hann hringdi í.“ Hann hefði aldrei ákveðið að gefa dóttur sinni nafnið ef drottningunni hefði ekki líkað hugmyndin. Lögfræðingar hjónanna hafa sent út yfirlýsingu á breska miðla þar sem frétt BBC er sögð röng og ærumeiðandi. Lísbet Díana Mountbatten-Windsor er ellefta barnabarnabarn drottningarinnar og er sú áttunda í röðinni um að erfa krúnuna. Hún er skírð Lísbet í höfuðið á drottningunni langömmu sinni og Díana í höfuðið á móður sinni, Díönu prinsessu. Kóngafólk Harry og Meghan Bretland Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Fleiri fréttir „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Sjá meira
Fréttamaður braska ríkisútvarpsins, Jonny Dymond, sem sérhæfir sig í málefnum konungsfjölskyldunnar, greindi frá því að drottningin hefði ekki verið með í ráðum við ákvörðun hjónanna. Hann hafði þetta eftir „góðum heimildarmanni innan hallarinnar“ og sagði hann hafa verið fastan á þessu atriði. Þegar hjónin greindu frá nafninu litu flestir á það sem skref í átt að jákvæðari samskiptum milli hjónanna og konungsfjölskyldunnar en það hefur líklega ekki farið fram hjá mörgum að þau hafa verið heldur stirð síðustu tvö ár. Svo virðist hins vegar sem þessi viðleitni hjónanna, og samkvæmt þeim drottningunni sjálfri, hafi farið öfugt ofan í einhverja innan konungsfjölskyldunnar ef marka má fréttir BBC. Talsmaður Harry og Meghan heldur því staðfastlega fram að drottningin hafi verið spurð álits á nafninu áður en það var ákveðið. „Hertoginn ræddi við fjölskyldu sína áður en nafnið var tilkynnt. Raunar var amma hans [drottningin] sú fyrsta í fjölskyldunni sem hann hringdi í.“ Hann hefði aldrei ákveðið að gefa dóttur sinni nafnið ef drottningunni hefði ekki líkað hugmyndin. Lögfræðingar hjónanna hafa sent út yfirlýsingu á breska miðla þar sem frétt BBC er sögð röng og ærumeiðandi. Lísbet Díana Mountbatten-Windsor er ellefta barnabarnabarn drottningarinnar og er sú áttunda í röðinni um að erfa krúnuna. Hún er skírð Lísbet í höfuðið á drottningunni langömmu sinni og Díana í höfuðið á móður sinni, Díönu prinsessu.
Kóngafólk Harry og Meghan Bretland Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Fleiri fréttir „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Sjá meira