„Líkaminn ætti aldrei að vera settur upp sem tískuvara“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. júní 2021 12:32 Erna Kristín hefur síðustu ár frætt landsmenn um líkamsvirðingu. „Mitt markmið er alltaf að efla og hjálpa einstaklingum að komast skrefinu nær frelsinu sem það er að elska líkama sinn óháð stærð eða útliti,“ segir Erna Kristín Stefánsdóttir. Erna heldur í næstu viku frítt námskeið um líkamsvirðingu sem sýnt verður frá í streymi hér á Vísi. Erna er guðfræðingur og heldur úti Instagram síðunni Ernuland og hefur haldið námskeið um líkamsvirðingu um allt land fyrir hópa, fyrirtæki og skóla. „Á fyrirlestrinum í næstu viku verður farið yfir líkamsvirðingu, sjálfsmyndina, óraunhæfar staðalímyndir og skrefin sem færa okkur nær jákvæðri líkamsímynd. Markmiðið er að gefa okkur verkfæri til að takast á við neikvæða líkamsímynd, óraunhæfar staðalímyndir og endurhugsa viðhorf okkar til líkamans eins og hann er hér og nú.“ „Fyrirlesturinn er að koma í kjölfar herferðar sem ég stend í með Dove. Herferðin byggir á rannsókn sem 558 konur á aldrinum 18 til 25 ára tóku þátt hvað varðar líkamsímynd ungra kvenna. Niðurstöðurnar eru því miður ekki góðar og er neikvæð líkamsímynd að valda því að ungum konum fer aftur í námi. Dove hefur því staðið að #mínfegurð þar sem við vinnum að því að endurskilgreina fegurð á okkar forsendum. Fyrirlesturinn er síðan fyrir alla þá sem vilja komast skrefinu nær í átt að jákvæðri líkamsímynd.“ Erna Kristín segir að viðbrögðin við skráningunni á fyrirlestrinum sýni hversu mikil þörfin er fyrir umræðu um þetta viðfangsefni. Enginn einn líkami betri en annar Námskeiðið fer fram 14. júní klukkan 20 í Ástjarnarkirkju í Hafnarfirði. Takmarkað sætaframboð var í boði á fyrirlesturinn og fylltist námskeiðið strax. Því var ákveðið að streyma frá námskeiðinu í beinni útsendingu hér á Vísi. Erna segir að það sé frábært að geta líka náð til einstaklinga á landsbyggðinni og þeirra sem ekki náðu að skrá sig á viðburðinn áður en hann fylltist. „Þrátt fyrir ekki nægilega góðar tölur frá rannsókninni sem hægt er að skoða betur inn á minfegurd.is þá er ég einstaklega bjartsýn. Ég finn að áhuginn er mikill og fólk er farið að sjá að afleysingar neikvæðrar líkamsímyndar eru ekkert grín,“ segir Erna. „Það besta sem við getum gert er að fræða okkur um líkamsvirðingu og byrja að taka skrefin í átt að jákvæðri líkamsímynd þar sem við lærum að allir líkamar eru ólíkir og enginn einn líkama er betri en annar. Líkaminn ætti aldrei að vera settur upp sem tískuvara og það er mikilvægt að sýna fjölbreytileika.“ Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir „Fitufordómar eru auðvitað bara kerfisbundið ofbeldi“ Erna Kristín Stefánsdóttir guðfræðingur og talskona fyrir jákvæða líkamsímynd segir stöðuna alvarlega þegar kemur að líkamsímynd kvenna á Íslandi. 20. maí 2021 11:31 Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Sjá meira
Erna heldur í næstu viku frítt námskeið um líkamsvirðingu sem sýnt verður frá í streymi hér á Vísi. Erna er guðfræðingur og heldur úti Instagram síðunni Ernuland og hefur haldið námskeið um líkamsvirðingu um allt land fyrir hópa, fyrirtæki og skóla. „Á fyrirlestrinum í næstu viku verður farið yfir líkamsvirðingu, sjálfsmyndina, óraunhæfar staðalímyndir og skrefin sem færa okkur nær jákvæðri líkamsímynd. Markmiðið er að gefa okkur verkfæri til að takast á við neikvæða líkamsímynd, óraunhæfar staðalímyndir og endurhugsa viðhorf okkar til líkamans eins og hann er hér og nú.“ „Fyrirlesturinn er að koma í kjölfar herferðar sem ég stend í með Dove. Herferðin byggir á rannsókn sem 558 konur á aldrinum 18 til 25 ára tóku þátt hvað varðar líkamsímynd ungra kvenna. Niðurstöðurnar eru því miður ekki góðar og er neikvæð líkamsímynd að valda því að ungum konum fer aftur í námi. Dove hefur því staðið að #mínfegurð þar sem við vinnum að því að endurskilgreina fegurð á okkar forsendum. Fyrirlesturinn er síðan fyrir alla þá sem vilja komast skrefinu nær í átt að jákvæðri líkamsímynd.“ Erna Kristín segir að viðbrögðin við skráningunni á fyrirlestrinum sýni hversu mikil þörfin er fyrir umræðu um þetta viðfangsefni. Enginn einn líkami betri en annar Námskeiðið fer fram 14. júní klukkan 20 í Ástjarnarkirkju í Hafnarfirði. Takmarkað sætaframboð var í boði á fyrirlesturinn og fylltist námskeiðið strax. Því var ákveðið að streyma frá námskeiðinu í beinni útsendingu hér á Vísi. Erna segir að það sé frábært að geta líka náð til einstaklinga á landsbyggðinni og þeirra sem ekki náðu að skrá sig á viðburðinn áður en hann fylltist. „Þrátt fyrir ekki nægilega góðar tölur frá rannsókninni sem hægt er að skoða betur inn á minfegurd.is þá er ég einstaklega bjartsýn. Ég finn að áhuginn er mikill og fólk er farið að sjá að afleysingar neikvæðrar líkamsímyndar eru ekkert grín,“ segir Erna. „Það besta sem við getum gert er að fræða okkur um líkamsvirðingu og byrja að taka skrefin í átt að jákvæðri líkamsímynd þar sem við lærum að allir líkamar eru ólíkir og enginn einn líkama er betri en annar. Líkaminn ætti aldrei að vera settur upp sem tískuvara og það er mikilvægt að sýna fjölbreytileika.“
Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir „Fitufordómar eru auðvitað bara kerfisbundið ofbeldi“ Erna Kristín Stefánsdóttir guðfræðingur og talskona fyrir jákvæða líkamsímynd segir stöðuna alvarlega þegar kemur að líkamsímynd kvenna á Íslandi. 20. maí 2021 11:31 Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Sjá meira
„Fitufordómar eru auðvitað bara kerfisbundið ofbeldi“ Erna Kristín Stefánsdóttir guðfræðingur og talskona fyrir jákvæða líkamsímynd segir stöðuna alvarlega þegar kemur að líkamsímynd kvenna á Íslandi. 20. maí 2021 11:31