Sambandið hefði ekki endilega þolað leiklistarnámið Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. júní 2021 10:31 María Heba segir að hún hafi lengi viljað vera týpan sem gengur á fjöll með öðrum konum. Snæbjörn talar við fólk Leikkonan María Heba Þorkelsdóttir er manneskja sem er ekki að flækja hlutina fyrir sér heldur veður beint á garðinn þar sem hún kemur að honum. Sem sjálfstætt starfandi listamaður hefur hún unnið mikið í nýjum íslenskum leikverkum í gegnum tíðin og kom nýlega inn á skjái margra landsmanna í hlutverki sínu sem Rut í þáttaröðinni Systrabönd. Hún er borgarbarn, flugfreyja, móðir, leikkona og útgefið ljóðskáld sem trúir ekki á tilviljanir. Líf Maríu hefur ekki fylgt markvissu fimm ára plani heldur líður henni best í flæði, í þeirri trú að hlutirnir komi til okkar nákvæmlega þegar þeir eiga að gera það. Þessa dagana er hægt að sjá Maríu Hebu í leikritinu Mæður í Borgarleikhúsinu og í sumar liggur leiðin í upptökur á nýrri seríu. María var í viðtali í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. Þar töluðu þau um það hvernig María leyfir ákvörðunum lífsins að koma til sín og fagnar því að fá að takast á við nýjar áskoranir. Hún talar einnig um Covid tímabilið. María Heba var til dæmis stödd á Manhattan í New York um miðjan mars árið 2020, og upplifði til að mynda nær tómt Times Square rétt áður en COVID-19 faraldurinn tók alveg yfir. „Það var mjög sérstakt að vera á laugardagskvöldi á Manhattan og það eru gulir leigubílar að bíbba og bjóða far, það var bara enginn á götunum.“ María er ættuð af Langanesi, og afi hennar var prestur á Sauðanesi. Í dag er María Heba trúuð og hefur hún viðhaldið því frá því hún var mjög ung stelpa. Í viðtalinu lýsir María Heba því hvernig hún kynntist manninum sínum, en þau hafa verið saman frá því á síðustu öld. Söguna má heyra í klippunni hér fyrir neðan. Þáttinn í heild sinni má finna neðst í fréttinni. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - María Heba Þorkelsdóttir Fjarveran mikil Kristófer eiginmaður Maríu Hebu bað hennar áður en hún hóf leiklistarnámið, og það segir hún að hafi líklega orðið til þess að samband þeirra lifði af þá þolraun sem leiklistarnámið er. „Ég held að það hafi verið mjög sniðugt ráð hjá honum að giftast mér af því að fjarveran á meðan fólk er í þessu leiklistarnámi er töluvert mikil. Það er mikið undir. Ég er ekki sannfærð um að okkar samband hefði þolað það ef við hefðum ekki verið gift,“ útskýrir María. „Við höfum alveg rætt það að þetta hafi verið frekar vel spilað.“ María Heba komst inn í leiklistarskólann í þriðju atrennu, eftir að hafa klárað nám í bókmenntafræði. Þá var hún þegar komin með vilyrði um nám í skólum í Bretlandi en fann það sjálf inni í sér að hana langaði til að læra á Íslandi. „Mig langaði að læra leiklist á Íslensku, mig langaði að vera hér,“ segir María Heba um ákvörðun sína um að læra hér á landi. „Þetta var bara tilfinning sem ég hafði, ég bara fann að ég átti heima þarna.“ Kvíðin fyrir göngunni Á meðan að María Heba var í leiklistarnámi breyttist gamli Leiklistarskólinn og sameinaðist Listaháskóla Íslands. Eftir útskrift frá LHÍ 2003 stofnaði María Heba leikfélag með nokkrum öðrum sem nefndist Kvenfélagið Garpur og hefur unnið við leiklist síðan þá, meðfram barneignum. Fyrsta barnið kom undir fljótt eftir útskriftina. María Heba hefur verið sjálfstætt starfandi leikkona síðan hún útskrifaðist og hefur nær eingöngu unnið með sjálfstæðum leikhópum. Eina verkefnið sem hún hefur unnið í stofnanaleikhúsi var hjá Leikhúsi Akureyrar í Dubbeldusch árið 2007. Einnig hefur hún verið í framleiðsluhlutverkum og oft tekið þátt í sköpun og uppsetningu nýrra íslenskra leikverka. „Ég hef verið að framleiða en ég hef ekki mikið skrifað.“ Eitt sinn ætlaði María Heba að hætta að vera leikari og tók þá ákvörðun að taka kennararéttindin. En að lokum sogaði eitthvað hana aftur inn í leiklistina. Framtíð Maríu Hebu er óskýr, en í sumar fer hún að leika í sjónvarpsseríu. Svo ætlar hún í spennandi gönguferð. „Ég er að fara í kvennaferð á Hornstrandir. Ég er pínu kvíðin sko, en mig hefur lengi langað að vera svona kona sem gengur á fjöll með konum. Mér finnst það svo fullorðinslegt og svo sjarmerandi tilhugsun.“ Stóra takmark Maríu Hebu í lífinu er að ná að koma börnunum sínum til manns og viðhalda eigin andlegu og líkamlegu heilsu. Annars langar hana líka að skrifa meira, enda segist hún ávallt hafa verið á leiðinni að skrifa leikrit frá því hún útskrifaðist úr leiklistarnáminu. Viðtalið í heild sinni má heyra á Spotify og í spilaranum hér fyrir neðan. Snæbjörn talar við fólk Menning Leikhús Tengdar fréttir „Ég hafði einhverja tilfinningu allan tímann“ Anna Hildur Hildibrandsdóttir er ekki þjóðþekkt andlit en áhrif vinnu hennar á íslenskt menningarlíf eru gífurleg. 6. júní 2021 09:01 Taldi sig ekki þurfa á sálfræðingi að halda en að lokum þurfti að ýta henni út og annar tími bókaður Sigríður Björk Guðjónsdóttir sinnir starfi ríkislögreglustjóra. Hún hefur þó aldrei farið í lögreglunám heldur kemur að starfinu í gegnum lögfræðinám og starf skattstjóra. 28. maí 2021 07:00 Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fleiri fréttir Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sjá meira
Sem sjálfstætt starfandi listamaður hefur hún unnið mikið í nýjum íslenskum leikverkum í gegnum tíðin og kom nýlega inn á skjái margra landsmanna í hlutverki sínu sem Rut í þáttaröðinni Systrabönd. Hún er borgarbarn, flugfreyja, móðir, leikkona og útgefið ljóðskáld sem trúir ekki á tilviljanir. Líf Maríu hefur ekki fylgt markvissu fimm ára plani heldur líður henni best í flæði, í þeirri trú að hlutirnir komi til okkar nákvæmlega þegar þeir eiga að gera það. Þessa dagana er hægt að sjá Maríu Hebu í leikritinu Mæður í Borgarleikhúsinu og í sumar liggur leiðin í upptökur á nýrri seríu. María var í viðtali í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. Þar töluðu þau um það hvernig María leyfir ákvörðunum lífsins að koma til sín og fagnar því að fá að takast á við nýjar áskoranir. Hún talar einnig um Covid tímabilið. María Heba var til dæmis stödd á Manhattan í New York um miðjan mars árið 2020, og upplifði til að mynda nær tómt Times Square rétt áður en COVID-19 faraldurinn tók alveg yfir. „Það var mjög sérstakt að vera á laugardagskvöldi á Manhattan og það eru gulir leigubílar að bíbba og bjóða far, það var bara enginn á götunum.“ María er ættuð af Langanesi, og afi hennar var prestur á Sauðanesi. Í dag er María Heba trúuð og hefur hún viðhaldið því frá því hún var mjög ung stelpa. Í viðtalinu lýsir María Heba því hvernig hún kynntist manninum sínum, en þau hafa verið saman frá því á síðustu öld. Söguna má heyra í klippunni hér fyrir neðan. Þáttinn í heild sinni má finna neðst í fréttinni. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - María Heba Þorkelsdóttir Fjarveran mikil Kristófer eiginmaður Maríu Hebu bað hennar áður en hún hóf leiklistarnámið, og það segir hún að hafi líklega orðið til þess að samband þeirra lifði af þá þolraun sem leiklistarnámið er. „Ég held að það hafi verið mjög sniðugt ráð hjá honum að giftast mér af því að fjarveran á meðan fólk er í þessu leiklistarnámi er töluvert mikil. Það er mikið undir. Ég er ekki sannfærð um að okkar samband hefði þolað það ef við hefðum ekki verið gift,“ útskýrir María. „Við höfum alveg rætt það að þetta hafi verið frekar vel spilað.“ María Heba komst inn í leiklistarskólann í þriðju atrennu, eftir að hafa klárað nám í bókmenntafræði. Þá var hún þegar komin með vilyrði um nám í skólum í Bretlandi en fann það sjálf inni í sér að hana langaði til að læra á Íslandi. „Mig langaði að læra leiklist á Íslensku, mig langaði að vera hér,“ segir María Heba um ákvörðun sína um að læra hér á landi. „Þetta var bara tilfinning sem ég hafði, ég bara fann að ég átti heima þarna.“ Kvíðin fyrir göngunni Á meðan að María Heba var í leiklistarnámi breyttist gamli Leiklistarskólinn og sameinaðist Listaháskóla Íslands. Eftir útskrift frá LHÍ 2003 stofnaði María Heba leikfélag með nokkrum öðrum sem nefndist Kvenfélagið Garpur og hefur unnið við leiklist síðan þá, meðfram barneignum. Fyrsta barnið kom undir fljótt eftir útskriftina. María Heba hefur verið sjálfstætt starfandi leikkona síðan hún útskrifaðist og hefur nær eingöngu unnið með sjálfstæðum leikhópum. Eina verkefnið sem hún hefur unnið í stofnanaleikhúsi var hjá Leikhúsi Akureyrar í Dubbeldusch árið 2007. Einnig hefur hún verið í framleiðsluhlutverkum og oft tekið þátt í sköpun og uppsetningu nýrra íslenskra leikverka. „Ég hef verið að framleiða en ég hef ekki mikið skrifað.“ Eitt sinn ætlaði María Heba að hætta að vera leikari og tók þá ákvörðun að taka kennararéttindin. En að lokum sogaði eitthvað hana aftur inn í leiklistina. Framtíð Maríu Hebu er óskýr, en í sumar fer hún að leika í sjónvarpsseríu. Svo ætlar hún í spennandi gönguferð. „Ég er að fara í kvennaferð á Hornstrandir. Ég er pínu kvíðin sko, en mig hefur lengi langað að vera svona kona sem gengur á fjöll með konum. Mér finnst það svo fullorðinslegt og svo sjarmerandi tilhugsun.“ Stóra takmark Maríu Hebu í lífinu er að ná að koma börnunum sínum til manns og viðhalda eigin andlegu og líkamlegu heilsu. Annars langar hana líka að skrifa meira, enda segist hún ávallt hafa verið á leiðinni að skrifa leikrit frá því hún útskrifaðist úr leiklistarnáminu. Viðtalið í heild sinni má heyra á Spotify og í spilaranum hér fyrir neðan.
Snæbjörn talar við fólk Menning Leikhús Tengdar fréttir „Ég hafði einhverja tilfinningu allan tímann“ Anna Hildur Hildibrandsdóttir er ekki þjóðþekkt andlit en áhrif vinnu hennar á íslenskt menningarlíf eru gífurleg. 6. júní 2021 09:01 Taldi sig ekki þurfa á sálfræðingi að halda en að lokum þurfti að ýta henni út og annar tími bókaður Sigríður Björk Guðjónsdóttir sinnir starfi ríkislögreglustjóra. Hún hefur þó aldrei farið í lögreglunám heldur kemur að starfinu í gegnum lögfræðinám og starf skattstjóra. 28. maí 2021 07:00 Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fleiri fréttir Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sjá meira
„Ég hafði einhverja tilfinningu allan tímann“ Anna Hildur Hildibrandsdóttir er ekki þjóðþekkt andlit en áhrif vinnu hennar á íslenskt menningarlíf eru gífurleg. 6. júní 2021 09:01
Taldi sig ekki þurfa á sálfræðingi að halda en að lokum þurfti að ýta henni út og annar tími bókaður Sigríður Björk Guðjónsdóttir sinnir starfi ríkislögreglustjóra. Hún hefur þó aldrei farið í lögreglunám heldur kemur að starfinu í gegnum lögfræðinám og starf skattstjóra. 28. maí 2021 07:00