Magnús Scheving biðst afsökunar á ömurlegri orðræðu Árni Sæberg skrifar 12. júní 2021 00:00 Magnús Scheving við upptöku hlaðvarps. Magnús Scheving, sem flestir þekkja sem Íþróttaálfinn, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét nýverið falla í hlaðvarpi Begga Ólafs. Ummælin sem um ræðir lét Magnús falla þegar ofbeldi var rætt í hlaðvarpinu. Þá sagðist hann myndi leysa ofbeldisvandamál heimsins ef hann fengi að velja eitt vandamál til að leysa. Ekkert er athugavert að sjá við þessi ummæli og vonandi eru sem flestir sammála þeim. Hins vegar fylgdu þeim ummælum önnur og verri ummæli. Þá sagði Magnús: „Ofbeldi getur alveg verið þannig að þú ert giftur og viðkomandi fær ekki kynlíf hjá hinum, það getur verið ofbeldi.“ Magnús sagði einnig að kynsvelti karla af hálfu kvenna gæti verið rót ofbeldisvandans. „Það eru hóruhús úti um allt, þetta eru ekki hóruhús fyrir konur þetta eru hóruhús fyrir karla. Er hugsanlegur mögulegur að karlar fái ekki nógu mikið kynlíf?“ lét hann hafa eftir sér og bætti við: „Er það möguleiki?, af hverju er þessi eftirspurn?, eru karlar bara alltaf graðir bara endalaust og erum við þá komin með lausnina á því af hverju þeir haga sér eins og fávitar? Eigum við þá að gelda þá eða hvað eigum við að gera við þá, sprauta þá niður eða hvað er málið?“ Ummælum Magnúsar var vægast sagt ekki tekið vel á samfélagsmiðlum og fann hann sig því knúinn til að gefa út opinbera afsökunarbeiðni. „Orð mín voru ömurlega sögð“ Í morgun birti Magnús eftirfarandi afsökunarbeiðni á samfélagsmiðlinum Instagram: „Orð mín voru því miður mjög ömurlega sögð og á því vil ég biðjast afsökunar á. Í umræddum podcastþætti barst umræðan að vissu màlefni, því miður komu orðin óboðlega út úr mér, heimskulega sagt og vona ég að þessi mistök mín um þetta þarfa màlefni, ofbeldi, sem ég því miður þekki vel sé ekki togað og teygt. Til allra þeirra sem ég kann að hafa sært með orðum mínum vil ég biðjast innilegrar afsökunar.“ Borið hefur á undanfarið að opinberar persónur gefi út afsökunarbeiðnir og er þeim misjafnlega tekið af landanum. Afsökunarbeiðni Magnúsar víkur ekki frá þeirri reglu, en hún hefur ekki fengið góðar viðtökur á samfélagsmiðlum. Samfélagsmiðlar 24/7 með Begga Ólafs Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Laufey á lista Obama Lífið Fleiri fréttir Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt Sjá meira
Ummælin sem um ræðir lét Magnús falla þegar ofbeldi var rætt í hlaðvarpinu. Þá sagðist hann myndi leysa ofbeldisvandamál heimsins ef hann fengi að velja eitt vandamál til að leysa. Ekkert er athugavert að sjá við þessi ummæli og vonandi eru sem flestir sammála þeim. Hins vegar fylgdu þeim ummælum önnur og verri ummæli. Þá sagði Magnús: „Ofbeldi getur alveg verið þannig að þú ert giftur og viðkomandi fær ekki kynlíf hjá hinum, það getur verið ofbeldi.“ Magnús sagði einnig að kynsvelti karla af hálfu kvenna gæti verið rót ofbeldisvandans. „Það eru hóruhús úti um allt, þetta eru ekki hóruhús fyrir konur þetta eru hóruhús fyrir karla. Er hugsanlegur mögulegur að karlar fái ekki nógu mikið kynlíf?“ lét hann hafa eftir sér og bætti við: „Er það möguleiki?, af hverju er þessi eftirspurn?, eru karlar bara alltaf graðir bara endalaust og erum við þá komin með lausnina á því af hverju þeir haga sér eins og fávitar? Eigum við þá að gelda þá eða hvað eigum við að gera við þá, sprauta þá niður eða hvað er málið?“ Ummælum Magnúsar var vægast sagt ekki tekið vel á samfélagsmiðlum og fann hann sig því knúinn til að gefa út opinbera afsökunarbeiðni. „Orð mín voru ömurlega sögð“ Í morgun birti Magnús eftirfarandi afsökunarbeiðni á samfélagsmiðlinum Instagram: „Orð mín voru því miður mjög ömurlega sögð og á því vil ég biðjast afsökunar á. Í umræddum podcastþætti barst umræðan að vissu màlefni, því miður komu orðin óboðlega út úr mér, heimskulega sagt og vona ég að þessi mistök mín um þetta þarfa màlefni, ofbeldi, sem ég því miður þekki vel sé ekki togað og teygt. Til allra þeirra sem ég kann að hafa sært með orðum mínum vil ég biðjast innilegrar afsökunar.“ Borið hefur á undanfarið að opinberar persónur gefi út afsökunarbeiðnir og er þeim misjafnlega tekið af landanum. Afsökunarbeiðni Magnúsar víkur ekki frá þeirri reglu, en hún hefur ekki fengið góðar viðtökur á samfélagsmiðlum.
Samfélagsmiðlar 24/7 með Begga Ólafs Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Laufey á lista Obama Lífið Fleiri fréttir Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt Sjá meira