Arnar Gunnlaugsson: Kári sagði fyrir leik að Stjarnan myndi vinna Val Andri Már Eggertsson skrifar 12. júní 2021 19:40 Víkingar eru komnir á toppinn. Vísir/Bára Dröfn Víkingar fóru á toppinn eftir góðan 2-0 sigur á FH. Nikolaj Hansen gerði bæði mörk Víkings og er orðinn markahæstur í deildinni. Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings var afar kátur eftir leik. „Kári Árnason sagði við strákana fyrir leik að hann hefði tilfinningu fyrir því að Valur tapa fyrir Stjörnunni sem myndi þýða að við þyrftum að klára okkar verkefni." „Fyrstu tíu mínútur leiksins voru FH-ingar allt í öllu en síðan fengum við meðbyr þegar við unnum fyrsta skalla einvígið. Það fór að blása sem varð til þess að gæðin í leiknum minnkaði en við vorum þéttir í dag," sagði Arnar sáttur með sigurinn. Nikolaj Hansen gerði bæði mörk Víkings og er Arnar afar sáttur með hans framlag það sem af er móti. „Nikolaj hefur alltaf verið góður á æfingum en nú hefur hann tekið sig meira á í æfingum og mataræði. Hann hefur fengið gagnrýni fyrir markaleysi en hann hefur svarað því vel á þessu tímabili." Það gladdi Arnar mikið hvað hans menn voru góðir í að loka á sóknarmenn FH sem sköpuðu sér lítið af færum. Adam Ægir Pálsson hefur fengið lítið af tækifærum í liði Víkings en hann fékk tækifæri síðustu tuttugu mínútur leiksins sem hann nýtti fullkomlega. „Adam fór út af vegna þess að við héldum að hann væri í ólagi, við vorum með skiptingu klára um að taka Nikolaj út af en það var svo lítið eftir að við tókum Adam út af sem er í góðu lagi." „Adam má vera stoltur af sinni frammistöðu, þetta er búið að vera erfitt hjá honum í sumar en hann kom inn með mikinn kraft í dag," sagði Arnar um Adam. Arnar sagði að það væri ekkert til í þeim sögum að Víkingar hafi lagt fram tilboð í Andra Rúnar Bjarnason. Þá er Kwame Quee landsliðsverkefni en Arnar átti von á honum í næsta leik Víkings. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
„Kári Árnason sagði við strákana fyrir leik að hann hefði tilfinningu fyrir því að Valur tapa fyrir Stjörnunni sem myndi þýða að við þyrftum að klára okkar verkefni." „Fyrstu tíu mínútur leiksins voru FH-ingar allt í öllu en síðan fengum við meðbyr þegar við unnum fyrsta skalla einvígið. Það fór að blása sem varð til þess að gæðin í leiknum minnkaði en við vorum þéttir í dag," sagði Arnar sáttur með sigurinn. Nikolaj Hansen gerði bæði mörk Víkings og er Arnar afar sáttur með hans framlag það sem af er móti. „Nikolaj hefur alltaf verið góður á æfingum en nú hefur hann tekið sig meira á í æfingum og mataræði. Hann hefur fengið gagnrýni fyrir markaleysi en hann hefur svarað því vel á þessu tímabili." Það gladdi Arnar mikið hvað hans menn voru góðir í að loka á sóknarmenn FH sem sköpuðu sér lítið af færum. Adam Ægir Pálsson hefur fengið lítið af tækifærum í liði Víkings en hann fékk tækifæri síðustu tuttugu mínútur leiksins sem hann nýtti fullkomlega. „Adam fór út af vegna þess að við héldum að hann væri í ólagi, við vorum með skiptingu klára um að taka Nikolaj út af en það var svo lítið eftir að við tókum Adam út af sem er í góðu lagi." „Adam má vera stoltur af sinni frammistöðu, þetta er búið að vera erfitt hjá honum í sumar en hann kom inn með mikinn kraft í dag," sagði Arnar um Adam. Arnar sagði að það væri ekkert til í þeim sögum að Víkingar hafi lagt fram tilboð í Andra Rúnar Bjarnason. Þá er Kwame Quee landsliðsverkefni en Arnar átti von á honum í næsta leik Víkings. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira