„Kraftaverkabræður“ frá mikið hrós fyrir að bjarga lífi Christian Eriksen Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júní 2021 09:01 Læknarnir og bræðurnir Morten og Anders Boesen hlaupa inn að völlinn til að huga að Christian Eriksen. AP/Martin Meissner Læknarnir, sem hlupu inn á völlinn og lífguðu við Christian Eriksen, eru bræður. Þeir fá mikið hrós frá dönsku landsliðsmönnunum. Bræðurnir Morten og Anders Boesen komu heldur betur við sögu þegar hjarta danska landsliðsmannsins Christians Eriksen hætti að slá í leik Dana og Finna á EM á laugardaginn. Kasper Schmeichel, markvörður danska landsliðsins, talaði um „Kraftaverkabræðurna“ á blaðamannafundi í gær. «Mirakelbrødre» hylles for Christian Eriksen-redning https://t.co/Xs38nufa8A— VG Sporten (@vgsporten) June 15, 2021 „Læknaliðið, Anders og Morten. Ég hef aldrei séð annað eins. Þeir voru svo ákveðnir, svo ískaldir undir pressu og fóru svo fagmannlega að þessu,“ sagði Kasper Schmeichel. Hinn 47 ára gamli Morten Boesen hefur verið læknir danska landsliðsins síðan árið 2019 en yngri bróðir hans Anders, sem er 44 ára, var læknirinn á vellinum á laugardaginn. Morten Boesen kom á undan að Eriksen eftir að dönsku leikmennirnir höfðu kallað á hjálp þegar sáu hvernig komið var fyrir Christian Eriksen. The Boesen brothers helped restart Christian Eriksen's heart, after 13 minutes of CPR and one go of the defillibrator, during #DEN's #EURO2020 group stage match against #FIN. Shivani Naikhttps://t.co/7mVKk7aA7w— Express Sports (@IExpressSports) June 14, 2021 „Við náðum honum til baka. Það er erfitt að segja hversu nálægt við vorum að missa Christian. Hann var farinn. Okkur tókst að fá hjarta hans til að slá á ný en þetta var hjartastopp,“ sagði Morten Boesen við blaðamenn en þar vildi hann gera lítið úr sínum þætti í björgun Eriksen. Ekstra Bladet segir frá því að þeir Anders og Morten séu langt frá því að vera einu læknarnir í fjölskyldunni. Alls eru fjórir bræðir læknar og faðir þeirra er líka læknir. „Sjúkraflutningafólkið og allir sem komu inn á völlinn til að hjálpa eru hetjur í okkar augum. Þeir gerðu allt sem þau gátu á meðan allur heimurinn horfði á. Þetta er bara kraftaverk,“ sagði Kasper Schmeichel. EM 2020 í fótbolta Hjartastopp hjá Christian Eriksen Danmörk Mest lesið Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sjá meira
Bræðurnir Morten og Anders Boesen komu heldur betur við sögu þegar hjarta danska landsliðsmannsins Christians Eriksen hætti að slá í leik Dana og Finna á EM á laugardaginn. Kasper Schmeichel, markvörður danska landsliðsins, talaði um „Kraftaverkabræðurna“ á blaðamannafundi í gær. «Mirakelbrødre» hylles for Christian Eriksen-redning https://t.co/Xs38nufa8A— VG Sporten (@vgsporten) June 15, 2021 „Læknaliðið, Anders og Morten. Ég hef aldrei séð annað eins. Þeir voru svo ákveðnir, svo ískaldir undir pressu og fóru svo fagmannlega að þessu,“ sagði Kasper Schmeichel. Hinn 47 ára gamli Morten Boesen hefur verið læknir danska landsliðsins síðan árið 2019 en yngri bróðir hans Anders, sem er 44 ára, var læknirinn á vellinum á laugardaginn. Morten Boesen kom á undan að Eriksen eftir að dönsku leikmennirnir höfðu kallað á hjálp þegar sáu hvernig komið var fyrir Christian Eriksen. The Boesen brothers helped restart Christian Eriksen's heart, after 13 minutes of CPR and one go of the defillibrator, during #DEN's #EURO2020 group stage match against #FIN. Shivani Naikhttps://t.co/7mVKk7aA7w— Express Sports (@IExpressSports) June 14, 2021 „Við náðum honum til baka. Það er erfitt að segja hversu nálægt við vorum að missa Christian. Hann var farinn. Okkur tókst að fá hjarta hans til að slá á ný en þetta var hjartastopp,“ sagði Morten Boesen við blaðamenn en þar vildi hann gera lítið úr sínum þætti í björgun Eriksen. Ekstra Bladet segir frá því að þeir Anders og Morten séu langt frá því að vera einu læknarnir í fjölskyldunni. Alls eru fjórir bræðir læknar og faðir þeirra er líka læknir. „Sjúkraflutningafólkið og allir sem komu inn á völlinn til að hjálpa eru hetjur í okkar augum. Þeir gerðu allt sem þau gátu á meðan allur heimurinn horfði á. Þetta er bara kraftaverk,“ sagði Kasper Schmeichel.
EM 2020 í fótbolta Hjartastopp hjá Christian Eriksen Danmörk Mest lesið Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sjá meira