Höfuðverkurinn varðandi íslenska markið: Fyrri hluti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. júní 2021 12:01 Rúnar Alex Rúnarsson í 2-1 tapi Íslands gegn Mexíkó á dögunum. Matthew Pearce/Getty Images Hannes Þór Halldórsson hefur verið mark íslenska karlalandsliðsins undanfarin ár. Hann fór með liðinu á Evrópumótið í Frakklandi, heimsmeistaramótið í Rússlandi og er mögulega besti landsliðsmarkvörður sem Ísland hefur átt. Eftir 76 A-landsleiki, tvö stórmót og minningar sem munu lifa að eilífu virðist þó sem hinn 37 ára gamli Hannes Þór gæti verið að missa sætið sitt sem aðalmarkvörður íslenska landsliðsins. Hannes Þór ver vítaspyrnu Lionel Messi á HM í Rússlandi sumarið 2018.Vísir/Vilhelm Hannes Þór var ekki í landsliðshópnum sem mætti Mexíkó, Færeyjum og Póllandi og gaf það til kynna að Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, ætlaði í aðra átt er kemur að markvörðum íslenska landsliðsins. Þeir Rúnar Alex Rúnarsson og Ögmundur Kristinsson stóðu sig með prýði í leikjunum þremur sem Ísland lék nýverið. Þá er að koma upp mjög áhugaverð kynslóð af ungum og efnilegum markvörðum hér á landi. Rúnar Alex er 26 ára gamall og hefur spilað 10 A-landsleiki. Arnar Þór gaf honum tækifæri í markinu gegn Liechtenstein í undankeppni HM í vor. Þar átti Rúnar Alex fínan leik, það er þangað til hann fékk á sig mark beint úr hornspyrnu á 79. mínútu. Rúnar Alex í 2-1 tapinu gegn Mexíkó.Matthew Pearce/Getty Images Hann stóð sig hins vegar með prýði gegn Mexíkó sem og hálfleikinn sem hann spilaði gegn Póllandi. Sömu sögu er að segja um hinn 31 árs gamla Ögmund sem hélt hreinu gegn Færeyjum og spilaði mjög vel gegn Póllandi þrátt fyrir að meiðast snemma í síðari hálfleik. Ögmundur hefur spilað 19 A-landsleiki og er talsvert nær hinum hefðbundna A-landsliðsmarkverði í aldri en meðalaldur markvarða á EM í ár er til að mynda 31 árs. Ögmundur er einnig töluvert „íslenskari“ ef svo má að orði komast en Rúnar Alex. Sá síðarnefndi er frábær í fótunum og gefur íslenska liðinu nýja vídd hvað það varðar. Ögmundur er hins vegar 1.93 metrar á hæð og talsvert stærri skrokkur en Rúnar sem er „aðeins“ 1.86 metrar á hæð. Ögmundur í 2-2 jafnteflinu gegn Póllandi nýverið.Boris Streubel/Getty Images Þeirra helsta vandamál er skortur á leikjum með félagsliði. Rúnar Alex er á mála hjá enska liðinu Arsenal og spilaði aðeins sex leiki á þessari leiktíð. Ögmundur er í sömu stöðu hjá gríska stórliðinu Olympiacos. Hann spilaði aðeins þrjá leiki á nýfastaðinni leiktíð. Ef annar þeirra kemur sér til liðs þar sem hann fær að spila í hverri viku er næsta augljóst að Arnar Þór hefur fundið manninn sem mun standa á milli stanganna í íslenska markinu næstu misserin. Hvað varðar kynslóðina á eftir þeim tveimur þá er Ísland ekki á flæðiskeri statt. Patrik Sigurður Gunnarsson átti frábært tímabil með Viborg og Silkeborg í dönsku B-deildinni þar sem hann tapaði varla leik og fékk varla á sig mark. Þó Patrik Sigurður hafi spilað í dönsku B-deildinni síðasta vetur er hann samningsbundinn Brentford sem mun spila í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Hann er aðeins tvítugur að aldri og á að baki 12 leiki með U-21 árs landsliði Íslands. Hann var til tals á Vísi fyrir átök U-21 árs landsliðins á lokakeppni EM fyrr á þessu ári. Elías Rafn Ólafsson er svo 21 árs markvörður sem spilaði með Fredericia í dönsku B-deildinni á síðustu leiktíð en er samningsbundinn danska úrvalsdeildarliðinu Midtjylland. Elías Rafn er 2.01 metrar á hæð og mjög frambærilegur markvörður. Aðrir sem gætu bankað á dyrnar Ef það er ekki nóg þá eru Jökull Andrésson og Hákon Rafn Valdimarsson líklegir til að banka á dyrnar hjá A-landsliðinu á næstu árum. Það er því ljóst að ef þessir ungu menn halda rétt á spilunum þá verður íslenska karlalandsliðið í frábærum málum er kemur að stöðu markvarðar næsta áratuginn eða svo. Taka skal fram að pistillinn hér að ofan er aðeins skoðun blaðamanns en ekki íþróttadeildar Vísis í heild. Síðari hluti pistilsins birtist síðar í dag, þar verður farið yfir stöðuna hjá A-landsliði kvenna, það gæti einnig verið á leið í svipaðar breytingar. Fótbolti KSÍ Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Mexíkó - Ísland 2-1 | Hirving Lozano hetja Mexíkó Íslenska landsliðið í knattspyrnu tapaði 2-1 fyrir Mexíkó er liðin mættust í vináttulandsleik í Dallas í Bandaríkjunum í nótt. Birkir Már Sævarsson skoraði mark Íslands snemma leiks en Mexíkó svaraði með tveimur mörkum í síðari hálfleik. 30. maí 2021 03:30 Umfjöllun: Færeyjar - Ísland 0-1 | Mikael tryggði Íslendingum sigur í Þórshöfn Fyrsta landsliðsmark Mikaels Neville Andersson tryggði Íslandi sigur á Færeyjum, 1-0, í vináttulandsleik á nýuppgerðum Tórsvelli, þjóðarleikvangi Færeyinga í kvöld. 4. júní 2021 20:45 Umfjöllun og myndir: Pólland - Ísland 2-2 | Svekkjandi niðurstaða í frábærum leik Ísland var hársbreidd frá því að landa sínum fyrsta sigri gegn Póllandi í A-landsliðum karla í knattspyrnu er liðin gerðu 2-2 jafntefli í dag. Tvívegis komst Ísland yfir en í bæði skiptin komu heimamenn til baka. 8. júní 2021 18:00 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Sjá meira
Eftir 76 A-landsleiki, tvö stórmót og minningar sem munu lifa að eilífu virðist þó sem hinn 37 ára gamli Hannes Þór gæti verið að missa sætið sitt sem aðalmarkvörður íslenska landsliðsins. Hannes Þór ver vítaspyrnu Lionel Messi á HM í Rússlandi sumarið 2018.Vísir/Vilhelm Hannes Þór var ekki í landsliðshópnum sem mætti Mexíkó, Færeyjum og Póllandi og gaf það til kynna að Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, ætlaði í aðra átt er kemur að markvörðum íslenska landsliðsins. Þeir Rúnar Alex Rúnarsson og Ögmundur Kristinsson stóðu sig með prýði í leikjunum þremur sem Ísland lék nýverið. Þá er að koma upp mjög áhugaverð kynslóð af ungum og efnilegum markvörðum hér á landi. Rúnar Alex er 26 ára gamall og hefur spilað 10 A-landsleiki. Arnar Þór gaf honum tækifæri í markinu gegn Liechtenstein í undankeppni HM í vor. Þar átti Rúnar Alex fínan leik, það er þangað til hann fékk á sig mark beint úr hornspyrnu á 79. mínútu. Rúnar Alex í 2-1 tapinu gegn Mexíkó.Matthew Pearce/Getty Images Hann stóð sig hins vegar með prýði gegn Mexíkó sem og hálfleikinn sem hann spilaði gegn Póllandi. Sömu sögu er að segja um hinn 31 árs gamla Ögmund sem hélt hreinu gegn Færeyjum og spilaði mjög vel gegn Póllandi þrátt fyrir að meiðast snemma í síðari hálfleik. Ögmundur hefur spilað 19 A-landsleiki og er talsvert nær hinum hefðbundna A-landsliðsmarkverði í aldri en meðalaldur markvarða á EM í ár er til að mynda 31 árs. Ögmundur er einnig töluvert „íslenskari“ ef svo má að orði komast en Rúnar Alex. Sá síðarnefndi er frábær í fótunum og gefur íslenska liðinu nýja vídd hvað það varðar. Ögmundur er hins vegar 1.93 metrar á hæð og talsvert stærri skrokkur en Rúnar sem er „aðeins“ 1.86 metrar á hæð. Ögmundur í 2-2 jafnteflinu gegn Póllandi nýverið.Boris Streubel/Getty Images Þeirra helsta vandamál er skortur á leikjum með félagsliði. Rúnar Alex er á mála hjá enska liðinu Arsenal og spilaði aðeins sex leiki á þessari leiktíð. Ögmundur er í sömu stöðu hjá gríska stórliðinu Olympiacos. Hann spilaði aðeins þrjá leiki á nýfastaðinni leiktíð. Ef annar þeirra kemur sér til liðs þar sem hann fær að spila í hverri viku er næsta augljóst að Arnar Þór hefur fundið manninn sem mun standa á milli stanganna í íslenska markinu næstu misserin. Hvað varðar kynslóðina á eftir þeim tveimur þá er Ísland ekki á flæðiskeri statt. Patrik Sigurður Gunnarsson átti frábært tímabil með Viborg og Silkeborg í dönsku B-deildinni þar sem hann tapaði varla leik og fékk varla á sig mark. Þó Patrik Sigurður hafi spilað í dönsku B-deildinni síðasta vetur er hann samningsbundinn Brentford sem mun spila í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Hann er aðeins tvítugur að aldri og á að baki 12 leiki með U-21 árs landsliði Íslands. Hann var til tals á Vísi fyrir átök U-21 árs landsliðins á lokakeppni EM fyrr á þessu ári. Elías Rafn Ólafsson er svo 21 árs markvörður sem spilaði með Fredericia í dönsku B-deildinni á síðustu leiktíð en er samningsbundinn danska úrvalsdeildarliðinu Midtjylland. Elías Rafn er 2.01 metrar á hæð og mjög frambærilegur markvörður. Aðrir sem gætu bankað á dyrnar Ef það er ekki nóg þá eru Jökull Andrésson og Hákon Rafn Valdimarsson líklegir til að banka á dyrnar hjá A-landsliðinu á næstu árum. Það er því ljóst að ef þessir ungu menn halda rétt á spilunum þá verður íslenska karlalandsliðið í frábærum málum er kemur að stöðu markvarðar næsta áratuginn eða svo. Taka skal fram að pistillinn hér að ofan er aðeins skoðun blaðamanns en ekki íþróttadeildar Vísis í heild. Síðari hluti pistilsins birtist síðar í dag, þar verður farið yfir stöðuna hjá A-landsliði kvenna, það gæti einnig verið á leið í svipaðar breytingar.
Fótbolti KSÍ Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Mexíkó - Ísland 2-1 | Hirving Lozano hetja Mexíkó Íslenska landsliðið í knattspyrnu tapaði 2-1 fyrir Mexíkó er liðin mættust í vináttulandsleik í Dallas í Bandaríkjunum í nótt. Birkir Már Sævarsson skoraði mark Íslands snemma leiks en Mexíkó svaraði með tveimur mörkum í síðari hálfleik. 30. maí 2021 03:30 Umfjöllun: Færeyjar - Ísland 0-1 | Mikael tryggði Íslendingum sigur í Þórshöfn Fyrsta landsliðsmark Mikaels Neville Andersson tryggði Íslandi sigur á Færeyjum, 1-0, í vináttulandsleik á nýuppgerðum Tórsvelli, þjóðarleikvangi Færeyinga í kvöld. 4. júní 2021 20:45 Umfjöllun og myndir: Pólland - Ísland 2-2 | Svekkjandi niðurstaða í frábærum leik Ísland var hársbreidd frá því að landa sínum fyrsta sigri gegn Póllandi í A-landsliðum karla í knattspyrnu er liðin gerðu 2-2 jafntefli í dag. Tvívegis komst Ísland yfir en í bæði skiptin komu heimamenn til baka. 8. júní 2021 18:00 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Mexíkó - Ísland 2-1 | Hirving Lozano hetja Mexíkó Íslenska landsliðið í knattspyrnu tapaði 2-1 fyrir Mexíkó er liðin mættust í vináttulandsleik í Dallas í Bandaríkjunum í nótt. Birkir Már Sævarsson skoraði mark Íslands snemma leiks en Mexíkó svaraði með tveimur mörkum í síðari hálfleik. 30. maí 2021 03:30
Umfjöllun: Færeyjar - Ísland 0-1 | Mikael tryggði Íslendingum sigur í Þórshöfn Fyrsta landsliðsmark Mikaels Neville Andersson tryggði Íslandi sigur á Færeyjum, 1-0, í vináttulandsleik á nýuppgerðum Tórsvelli, þjóðarleikvangi Færeyinga í kvöld. 4. júní 2021 20:45
Umfjöllun og myndir: Pólland - Ísland 2-2 | Svekkjandi niðurstaða í frábærum leik Ísland var hársbreidd frá því að landa sínum fyrsta sigri gegn Póllandi í A-landsliðum karla í knattspyrnu er liðin gerðu 2-2 jafntefli í dag. Tvívegis komst Ísland yfir en í bæði skiptin komu heimamenn til baka. 8. júní 2021 18:00