Karólína Lea: Það er auðvitað bara geggjað að vinna deildina þegar maður er svona ungur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. júní 2021 19:31 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir segir það hafa verið mikinn skóla að spila með Bayern München seinni hluta tímabilsins. Vísir/Sigurjón Karólína Lea Vilhjálmsdóttir varð á dögunum þýskur meistari með Bayern München, en hún gekk til liðsins frá Breiðablik í janúar. Hún segir tilfinninguna frábæra að hafa gengið til liðs við þýska stórveldið. „Þetta var bara yndisleg tilfinning. Þetta var mjög erfitt en samt svo mikill skóli fyrir mann,“ sagði Karólína í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttir. „Það var nauðsynlegt að fá þetta mótlæti en svo auðvitað sætt að taka þennan titil í lokin og hafa mömmu til að knúsa.“ En hvaða mótlæti var það sem Karólína lenti í? „Það eru mikil gæði þarna úti og maður er ennþá ungur og þarf bara að vera þolinmóður varðandi spiltíma og svoleiðis. Svo er þetta annað umhverfi og maður þarf líka bara að venjast því. En ég er mjög sátt þegar ég lít til baka núna.“ Eins og áður segir varð Karólína þýskur meistari með Bayern München fyrr í þessum mánuði. Hún segir það draumi líkast að hafa landað þessum titli með liðinu. „Það er auðvitað bara geggjað að vinna deildina þegar maður er svona ungur. Núna fer maður bara að safna,“ sagði Karólína. Klippa: Karólína Lea Vilhjálmsdóttir Íslenska landsliðið spilaði tvo æfingaleiki gegn Írum á Laugardalsvelli á seinustu dögum þar sem Karólína og liðsfélagar hennar undurbúa sig fyrir undankeppni HM. Karólína Lea skoraði þar annað mark Íslands í 2-0 sigri í seinni viðureign liðanna. „Ég myndi segja að þessir tveir leiki hafi verið svolítið kaflaskiptir. Fyrri hálfleikurinn í fyrri leiknum var bara mjög fínn. Vindurinn hafði svo sem kannski mikil áhrif, en svo var seinni hálfleikurinn í gær miklu betri.“ „Þannig að já, ég myndi segja að þetta hafi verið kaflaskipt en þegar við vorum góðar þá vorum við mjög góðar þannig að við erum bara bjartsýnar.“ Karólína segist hafa verið nokkuð sátt við sína framistöðu í leikjunum tveim gegn Írum. „Já, ég er nokkuð sátt. Ég reyni alltaf að vera hógvær þannig að ég hefði átt að gera mikið betur. Ég er ánægð að hafa átt nokkrar góðar sendingar og ná inn einu marki þannig að ég er nokkuð sátt.“ Karólína segist hafa þroskast mikið á tíma sínum úti. „Það mætti alveg bomba smá sjálfstrausti í mig stundum, en það er aðallega bara meiri virðing þarna úti. Við erum auðvitað búin að ganga í gegnum margt og ég er farin að þekkja hlutina betur úti og komin með meiri reynslu.“ Viðtalið við Karólínu Leu í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Þýski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira
„Þetta var bara yndisleg tilfinning. Þetta var mjög erfitt en samt svo mikill skóli fyrir mann,“ sagði Karólína í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttir. „Það var nauðsynlegt að fá þetta mótlæti en svo auðvitað sætt að taka þennan titil í lokin og hafa mömmu til að knúsa.“ En hvaða mótlæti var það sem Karólína lenti í? „Það eru mikil gæði þarna úti og maður er ennþá ungur og þarf bara að vera þolinmóður varðandi spiltíma og svoleiðis. Svo er þetta annað umhverfi og maður þarf líka bara að venjast því. En ég er mjög sátt þegar ég lít til baka núna.“ Eins og áður segir varð Karólína þýskur meistari með Bayern München fyrr í þessum mánuði. Hún segir það draumi líkast að hafa landað þessum titli með liðinu. „Það er auðvitað bara geggjað að vinna deildina þegar maður er svona ungur. Núna fer maður bara að safna,“ sagði Karólína. Klippa: Karólína Lea Vilhjálmsdóttir Íslenska landsliðið spilaði tvo æfingaleiki gegn Írum á Laugardalsvelli á seinustu dögum þar sem Karólína og liðsfélagar hennar undurbúa sig fyrir undankeppni HM. Karólína Lea skoraði þar annað mark Íslands í 2-0 sigri í seinni viðureign liðanna. „Ég myndi segja að þessir tveir leiki hafi verið svolítið kaflaskiptir. Fyrri hálfleikurinn í fyrri leiknum var bara mjög fínn. Vindurinn hafði svo sem kannski mikil áhrif, en svo var seinni hálfleikurinn í gær miklu betri.“ „Þannig að já, ég myndi segja að þetta hafi verið kaflaskipt en þegar við vorum góðar þá vorum við mjög góðar þannig að við erum bara bjartsýnar.“ Karólína segist hafa verið nokkuð sátt við sína framistöðu í leikjunum tveim gegn Írum. „Já, ég er nokkuð sátt. Ég reyni alltaf að vera hógvær þannig að ég hefði átt að gera mikið betur. Ég er ánægð að hafa átt nokkrar góðar sendingar og ná inn einu marki þannig að ég er nokkuð sátt.“ Karólína segist hafa þroskast mikið á tíma sínum úti. „Það mætti alveg bomba smá sjálfstrausti í mig stundum, en það er aðallega bara meiri virðing þarna úti. Við erum auðvitað búin að ganga í gegnum margt og ég er farin að þekkja hlutina betur úti og komin með meiri reynslu.“ Viðtalið við Karólínu Leu í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Þýski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira