Keane og Souness gagnrýna Kane - „Fótboltinn kemur ekki heim með þessu liði“ Valur Páll Eiríksson skrifar 19. júní 2021 14:00 Harry Kane fer niðurlútur af velli í gær. Visionhaus/Getty Images) Graeme Souness, fyrrum fyrirliði Liverpool og skoska landsliðsins, og Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United og Írlands, voru harðorðrr í garð Harry Kane og enska landsliðsins eftir markalaust jafntefli liðsins við Skotland á Wembley í D-riðli EM í gærkvöld. Enska liðið átti í miklum vandræðum með vel skipulagt og duglegt skoskt lið. Harry Kane, fyrirliði enska liðsins og þeirra besti leikmaður, komst aldrei í takt við leikinn og var skipt af velli um stundarfjórðungi fyrir leikslok. Souness kallaði eftir betri frammistöðu frá honum. „Miðverðirnir áttu auðvelt kvöld gegn honum. Harry Kane lítur út sem skugginn af leikmanninum sem við vitum að hann er. Í tveimur leikjum, líkt og Roy Keane nefnir, hefur hann verið þreytulegur og áhugalaus,“ segir Souness. Án Kane að spila sinn leik segir Souness að enska liðið eigi litla möguleika á að ná langt. „Hann er eini leikmaður Englands sem hefur sannað á þessu sviði að hann geti skorað mörk reglulega. Ef það gerist ekki í þessari keppni farið þið ekki langt,“ „Án Harry Kane kemur fótboltinn ekki heim með þetta lið, ég get sagt þér það. Ekki eins og liðið er að spila.“ segir Souness. Souness og Keane sitthvoru megin við David Jones, þáttastjórnanda á Sky.Simon Stacpoole/Offside/Getty Images „Kane er ótrúlegur leikmaður,“ sagði Roy Keane. „En mér finnst hann ekki góður leiðtogi. Ég sé hann aldrei láta finna fyrir sér, eða láta vita af sér, hjá Spurs. Ég veit að fólk gæti þá sagt 'það er ekki hans persónuleiki' eða að hann geri það í klefanum. En ég held hann geri það ekki og það er stórt vandamál.“ bætti Keane við. England er gott sem komið áfram í 16-liða úrslit keppninnar en liðið er með fjögur stig á toppi D-riðils ásamt Tékklandi. Liðin leika úrslitaleik um toppsætið í næstu umferð. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir „Skoski Kanté“ sendi SMS á mömmu og pabba fyrir leik og var bestur á Wembley Billy Gilmour, tvítugur miðjumaður Chelsea og skoska landsliðsins, var valinn maður leiksins í markalausu jafntefli Skotlands og Englands í D-riðli Evrópumótsins sem fram fór á Wembley í gærkvöld. Hann hefur hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína. 19. júní 2021 12:00 Sterkir Skotar náðu í stig á Wembley England og Skotland mættust á stórmóti í fyrsta sinn í aldarfjórðung á Wembley í kvöld. Leiknum lauk með markalausu jafntefli. 18. júní 2021 20:55 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Sjá meira
Enska liðið átti í miklum vandræðum með vel skipulagt og duglegt skoskt lið. Harry Kane, fyrirliði enska liðsins og þeirra besti leikmaður, komst aldrei í takt við leikinn og var skipt af velli um stundarfjórðungi fyrir leikslok. Souness kallaði eftir betri frammistöðu frá honum. „Miðverðirnir áttu auðvelt kvöld gegn honum. Harry Kane lítur út sem skugginn af leikmanninum sem við vitum að hann er. Í tveimur leikjum, líkt og Roy Keane nefnir, hefur hann verið þreytulegur og áhugalaus,“ segir Souness. Án Kane að spila sinn leik segir Souness að enska liðið eigi litla möguleika á að ná langt. „Hann er eini leikmaður Englands sem hefur sannað á þessu sviði að hann geti skorað mörk reglulega. Ef það gerist ekki í þessari keppni farið þið ekki langt,“ „Án Harry Kane kemur fótboltinn ekki heim með þetta lið, ég get sagt þér það. Ekki eins og liðið er að spila.“ segir Souness. Souness og Keane sitthvoru megin við David Jones, þáttastjórnanda á Sky.Simon Stacpoole/Offside/Getty Images „Kane er ótrúlegur leikmaður,“ sagði Roy Keane. „En mér finnst hann ekki góður leiðtogi. Ég sé hann aldrei láta finna fyrir sér, eða láta vita af sér, hjá Spurs. Ég veit að fólk gæti þá sagt 'það er ekki hans persónuleiki' eða að hann geri það í klefanum. En ég held hann geri það ekki og það er stórt vandamál.“ bætti Keane við. England er gott sem komið áfram í 16-liða úrslit keppninnar en liðið er með fjögur stig á toppi D-riðils ásamt Tékklandi. Liðin leika úrslitaleik um toppsætið í næstu umferð. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir „Skoski Kanté“ sendi SMS á mömmu og pabba fyrir leik og var bestur á Wembley Billy Gilmour, tvítugur miðjumaður Chelsea og skoska landsliðsins, var valinn maður leiksins í markalausu jafntefli Skotlands og Englands í D-riðli Evrópumótsins sem fram fór á Wembley í gærkvöld. Hann hefur hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína. 19. júní 2021 12:00 Sterkir Skotar náðu í stig á Wembley England og Skotland mættust á stórmóti í fyrsta sinn í aldarfjórðung á Wembley í kvöld. Leiknum lauk með markalausu jafntefli. 18. júní 2021 20:55 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Sjá meira
„Skoski Kanté“ sendi SMS á mömmu og pabba fyrir leik og var bestur á Wembley Billy Gilmour, tvítugur miðjumaður Chelsea og skoska landsliðsins, var valinn maður leiksins í markalausu jafntefli Skotlands og Englands í D-riðli Evrópumótsins sem fram fór á Wembley í gærkvöld. Hann hefur hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína. 19. júní 2021 12:00
Sterkir Skotar náðu í stig á Wembley England og Skotland mættust á stórmóti í fyrsta sinn í aldarfjórðung á Wembley í kvöld. Leiknum lauk með markalausu jafntefli. 18. júní 2021 20:55