Spánn þarf sigur eða hjálp frá Svíum sem vilja eflaust forðast Belga Sindri Sverrisson skrifar 23. júní 2021 13:00 Svíar eru öruggir inn í 16-liða úrslitin en Spánverjar hafa gert tvö jafntefli og þurfa sigur í dag til að vera öruggir áfram. Getty/Diego Souto Spánverjar þurfa á sigri að halda gegn Slóvökum í dag til að vera öruggir um að komast í 16-liða úrslit Evrópumótsins. Keppni í E-riðli er mjög jöfn og miklar sviptingar geta orðið í lokaumferðinni sem hefst kl. 16. Svíar eru efstir í E-riðli og öruggir inn í 16-liða úrslitin. Ef þeir tapa fyrir Pólverjum í dag eru hins vegar yfirgnæfandi líkur á því að Svíar fari niður í 3. sæti og þurfi að mæta Belgíu í 16-liða úrslitunum. Ef Svíþjóð og Pólland gera jafntefli er Pólland úr leik en Svíþjóð öruggt um að lágmarki 2. sæti. Liðið sem endar í 2. sæti mætir Króatíu í 16-liða úrslitunum. Staðan og leikirnir í E-riðli. Tvö efstu lið riðilsins eru örugg um sæti í 16-liða úrslitum. Liðið í 3. sæti fer áfram ef það nær betri árangri en tvö lið sem enda í 3. sæti síns riðils (Finnland og Úkraína standa þar verst að vígi, með 3 stig hvort. Finnland er með markatöluna -2 og Úkraína -1.) Slóvakíu dugar stig gegn Spáni til að komast í 16-liða úrslitin. Tapi Slóvakía er sennilegt að liðið falli úr leik, og tapi Slóvakar með þriggja marka mun er öruggt að þeir séu úr leik, jafnvel þó að þeir endi í 3. sæti. Pólverjar verða að vinna Ef Spánverjar ná aðeins jafntefli gegn Slóvakíu þurfa þeir að treysta á að Pólland vinni ekki Svíþjóð, því þá myndi Spánn enda í neðsta sæti riðilsins. Ef Spánn tapar er liðið úr leik. Ef Spánn gerir jafntefli við Slóvakíu, og Pólland vinnur ekki Svíþjóð, endar Spánn í 3. sæti (með betri árangur en Finnland og Úkraína sem enduðu í 3. sæti síns riðils) og mætir Belgíu í 16-liða úrslitum. Staða Pólverja er mjög skýr. Sigur gegn Svíþjóð, og ekkert annað en sigur, dugar þeim til að komast í 16-liða úrslitin. Þeir gætu mögulega náð efsta sæti riðilsins, ef Slóvakía og Spánn gera jafntefli, en enda annars í 2. sæti með sigri og mæta Króatíu í 16-liða úrslitum. Sigurliðið í E-riðli mætir liði úr 3. sæti í B-, C- eða D-riðli, eða sem sagt Finnlandi, Úkraínu eða Tékklandi, allt eftir því hvaða lið í 3. sæti komast áfram. Riðlakeppni EM lýkur í dag. Leikur Svíþjóðar og Póllands er í beinni útsendingu á Stöð 2 EM kl. 16 og á sama tíma mætast Slóvakía og Spánn á Stöð 2 Sport 2. Í kvöld eru svo leikir Portúgals og Frakklands, og Ungverjalands og Þýskalands. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Svíar eru efstir í E-riðli og öruggir inn í 16-liða úrslitin. Ef þeir tapa fyrir Pólverjum í dag eru hins vegar yfirgnæfandi líkur á því að Svíar fari niður í 3. sæti og þurfi að mæta Belgíu í 16-liða úrslitunum. Ef Svíþjóð og Pólland gera jafntefli er Pólland úr leik en Svíþjóð öruggt um að lágmarki 2. sæti. Liðið sem endar í 2. sæti mætir Króatíu í 16-liða úrslitunum. Staðan og leikirnir í E-riðli. Tvö efstu lið riðilsins eru örugg um sæti í 16-liða úrslitum. Liðið í 3. sæti fer áfram ef það nær betri árangri en tvö lið sem enda í 3. sæti síns riðils (Finnland og Úkraína standa þar verst að vígi, með 3 stig hvort. Finnland er með markatöluna -2 og Úkraína -1.) Slóvakíu dugar stig gegn Spáni til að komast í 16-liða úrslitin. Tapi Slóvakía er sennilegt að liðið falli úr leik, og tapi Slóvakar með þriggja marka mun er öruggt að þeir séu úr leik, jafnvel þó að þeir endi í 3. sæti. Pólverjar verða að vinna Ef Spánverjar ná aðeins jafntefli gegn Slóvakíu þurfa þeir að treysta á að Pólland vinni ekki Svíþjóð, því þá myndi Spánn enda í neðsta sæti riðilsins. Ef Spánn tapar er liðið úr leik. Ef Spánn gerir jafntefli við Slóvakíu, og Pólland vinnur ekki Svíþjóð, endar Spánn í 3. sæti (með betri árangur en Finnland og Úkraína sem enduðu í 3. sæti síns riðils) og mætir Belgíu í 16-liða úrslitum. Staða Pólverja er mjög skýr. Sigur gegn Svíþjóð, og ekkert annað en sigur, dugar þeim til að komast í 16-liða úrslitin. Þeir gætu mögulega náð efsta sæti riðilsins, ef Slóvakía og Spánn gera jafntefli, en enda annars í 2. sæti með sigri og mæta Króatíu í 16-liða úrslitum. Sigurliðið í E-riðli mætir liði úr 3. sæti í B-, C- eða D-riðli, eða sem sagt Finnlandi, Úkraínu eða Tékklandi, allt eftir því hvaða lið í 3. sæti komast áfram. Riðlakeppni EM lýkur í dag. Leikur Svíþjóðar og Póllands er í beinni útsendingu á Stöð 2 EM kl. 16 og á sama tíma mætast Slóvakía og Spánn á Stöð 2 Sport 2. Í kvöld eru svo leikir Portúgals og Frakklands, og Ungverjalands og Þýskalands. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira