Luiz Suarez: Ég get ekki spilað á móti Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júní 2021 10:31 Luis Suarez fagnar marki með Liverpool þar sem hann spilaði á árunum 2010 til 2014 og varð að heimsklassa framherja. Getty/Laurence Griffiths Atletico Madrid framherjinn Luis Suarez hefur afskrifað möguleikann á því að spila í ensku úrvalsdeildinni af einfaldri ástæðu. Suarez getur ekki hugsað sér að spila á móti sínu gamla félagi í ensku úrvalsdeildinni. Suarez lék með Liverpool í fjögur ár frá 2010 til 2014 og skoraði þá 82 mörk í 133 leikjum með enska liðinu. Luis Suarez is still thinking of Liverpool https://t.co/JCxPnIC5bW— TEAMtalk (@TEAMtalk) June 24, 2021 Suarez fór á kostum tímabilið 2013-14 þegar Liverpool var svo nálægt því að vinna enska meistaratitilinn áður en liðið klúðraði málunum undir lokin. Suarez fagnar því að Liverpool hafi loksins unnið enska meistaratitilinn í fyrra en segist ekki vera á leiðinni aftur í ensku úrvalsdeildina. „Ég get ekki spilað á móti Liverpool. Það væri of erfitt að spila fyrir einhverja aðra en Liverpool í ensku deildinni,“ sagði Luis Suarez í viðtali við World Soccer Magazine. „Ég var í og er enn í góðu sambandi við stuðningsmenn Liverpool og það yrði mjög skrýtið að spila fyrir einhverja aðra. Það hefði verið sérstakt að vinna enska titilinn með Liverpool en ég ánægður með að bið þeirra sé á enda,“ sagði Suarez. „Þeir líta út fyrir að vera með lið sem mun keppa um titlana á mörgum tímabilum til viðbótar þrátt fyrir að það tímabil sem er nú nýlokið hafi ekki gengið sem best. Þeir eru aftur komnir þar sem þeir eiga heima,“ sagði Suarez. Luis Suarez implies that Liverpool is the only English club that he would play for https://t.co/1I5lic2P09— Anfield Watch (@AnfieldWatch) June 24, 2021 Luis Suarez hjálpaði Atletico Madrid að vinna spænsku deildina á sínu fyrsta tímabili með liðinu og hafði áður unnið spænsku deildina fjórum sinnum með Barcelona. Suarez hefur einnig unnið hollensku deildina og deildina í Úrúgvæ. Suarez segist vera ánægður hjá Atletico Madrid. „Ég nýt þessa að spila hér og við höfum komið okkur vel fyrir á Spáni. Það er engin ástæða fyrir mig að vera hugsa um að fara,“ sagði Suarez. „Þegar ég hugsa um það hversu vel ég hef komið mér fyrir hjá Atletico og það traust sem ég fæ frá þjálfaranum þá var það auðveld ákvörðun fyrir mig að vera hér áfram,“ sagði Luis Suarez. Enski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez Sjá meira
Suarez getur ekki hugsað sér að spila á móti sínu gamla félagi í ensku úrvalsdeildinni. Suarez lék með Liverpool í fjögur ár frá 2010 til 2014 og skoraði þá 82 mörk í 133 leikjum með enska liðinu. Luis Suarez is still thinking of Liverpool https://t.co/JCxPnIC5bW— TEAMtalk (@TEAMtalk) June 24, 2021 Suarez fór á kostum tímabilið 2013-14 þegar Liverpool var svo nálægt því að vinna enska meistaratitilinn áður en liðið klúðraði málunum undir lokin. Suarez fagnar því að Liverpool hafi loksins unnið enska meistaratitilinn í fyrra en segist ekki vera á leiðinni aftur í ensku úrvalsdeildina. „Ég get ekki spilað á móti Liverpool. Það væri of erfitt að spila fyrir einhverja aðra en Liverpool í ensku deildinni,“ sagði Luis Suarez í viðtali við World Soccer Magazine. „Ég var í og er enn í góðu sambandi við stuðningsmenn Liverpool og það yrði mjög skrýtið að spila fyrir einhverja aðra. Það hefði verið sérstakt að vinna enska titilinn með Liverpool en ég ánægður með að bið þeirra sé á enda,“ sagði Suarez. „Þeir líta út fyrir að vera með lið sem mun keppa um titlana á mörgum tímabilum til viðbótar þrátt fyrir að það tímabil sem er nú nýlokið hafi ekki gengið sem best. Þeir eru aftur komnir þar sem þeir eiga heima,“ sagði Suarez. Luis Suarez implies that Liverpool is the only English club that he would play for https://t.co/1I5lic2P09— Anfield Watch (@AnfieldWatch) June 24, 2021 Luis Suarez hjálpaði Atletico Madrid að vinna spænsku deildina á sínu fyrsta tímabili með liðinu og hafði áður unnið spænsku deildina fjórum sinnum með Barcelona. Suarez hefur einnig unnið hollensku deildina og deildina í Úrúgvæ. Suarez segist vera ánægður hjá Atletico Madrid. „Ég nýt þessa að spila hér og við höfum komið okkur vel fyrir á Spáni. Það er engin ástæða fyrir mig að vera hugsa um að fara,“ sagði Suarez. „Þegar ég hugsa um það hversu vel ég hef komið mér fyrir hjá Atletico og það traust sem ég fæ frá þjálfaranum þá var það auðveld ákvörðun fyrir mig að vera hér áfram,“ sagði Luis Suarez.
Enski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti