Gáfaðasti fótboltamaðurinn sem Roy Keane hefur séð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júní 2021 10:32 Cristiano Ronaldo svekkir sig í leikslok. Evrópumeistararnir duttu út í sextán liða úrslitunum. EPA-EFE/HUGO DELGADO Frábæru Evrópumóti Cristiano Ronaldo er lokið en hvorki hann né félagar hans fundu leið í markið á móti Belgum í gær. Fyrirliðaband Cristiano Ronaldo fékk að finna fyrir því í leikslok eftir að Belgar slógu Portúgal út úr sextán liða úrslitum Evrópukeppninnar og enduðu þar með magnað mót hjá Ronaldo. Ronaldo var gagnrýndur fyrir að sparka fyrirliðbandinu frá sér þegar hann gekk af velli en starfsmaður portúgalska landsliðsins var fljótur að hirða það upp eftir hann. Ronaldo hafði áður rifið bandið af sér og hent því í grasið út á velli. Ronaldo dropped and kicked the Captain s armband away... pic.twitter.com/FKSQr1b8o1— MC (@CrewsMat19) June 27, 2021 Ronaldo var auðvitað mjög svekktur eftir 1-0 tap en hann náði ekki að skora eins og hann hafði gert fimm sinnum í fyrstu þremur leikjunum. Hann gat kannski huggað sig örlítið við það að einn harðasti gagnrýnandi fótboltans fór lofsamlegum orðum um hann eftir leikinn. Sá um ræðir er Roy Keane, fyrrverandi liðsfélagi Cristiano Ronaldo hjá Manchester United. „Hann er gáfaðasti fótboltamaður sem ég hef séð á minni ævi. Auðvitað man ég ekki eftir sjötta og sjöunda áratugnum en þessi gæi elskar að skora mörk,“ sagði Roy Keane á ITV sjónvarpsstöðinni. The most important part of Ronaldo s set-up is his brain. He s the most intelligent player I ve ever seen to me he s an absolute genius. The brain he s got - he s the cleverest player . The highest of praise for @Cristiano courtesy of Roy Keane #Euro2020 pic.twitter.com/lCK66xjA4K— ITV Football (@itvfootball) June 27, 2021 Roy Keane var fyrirliði Manchester United liðsins þegar hinn átján ára gamli Cristiano Ronaldo var keyptur til félagsins sumarið 2003. „Fótboltagreindin hans er stórkostleg og hvernig hann spilar leiknum. Hann er ekki mikið í því að byggja upp sóknirnar en hann hefur kænskuna og hrokann sem þú þarft frá frábærum leikmönnum,“ sagði Keane. „Heilinn, gáfur mannsins, hann er algjör snillingur. Núna er hann búinn að gera þetta í mörgum löndum og svo er það hvernig hann hefur hugsað um skrokkinn sinn. Ég get ekki hrósað manninum nógu mikið en hann er afburðamaður og ég elska að horfa á hann spila. Heilinn sem hann hefur, hann er klárasti leikmaður sögunnar,“ sagði Roy Keane. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Sjá meira
Fyrirliðaband Cristiano Ronaldo fékk að finna fyrir því í leikslok eftir að Belgar slógu Portúgal út úr sextán liða úrslitum Evrópukeppninnar og enduðu þar með magnað mót hjá Ronaldo. Ronaldo var gagnrýndur fyrir að sparka fyrirliðbandinu frá sér þegar hann gekk af velli en starfsmaður portúgalska landsliðsins var fljótur að hirða það upp eftir hann. Ronaldo hafði áður rifið bandið af sér og hent því í grasið út á velli. Ronaldo dropped and kicked the Captain s armband away... pic.twitter.com/FKSQr1b8o1— MC (@CrewsMat19) June 27, 2021 Ronaldo var auðvitað mjög svekktur eftir 1-0 tap en hann náði ekki að skora eins og hann hafði gert fimm sinnum í fyrstu þremur leikjunum. Hann gat kannski huggað sig örlítið við það að einn harðasti gagnrýnandi fótboltans fór lofsamlegum orðum um hann eftir leikinn. Sá um ræðir er Roy Keane, fyrrverandi liðsfélagi Cristiano Ronaldo hjá Manchester United. „Hann er gáfaðasti fótboltamaður sem ég hef séð á minni ævi. Auðvitað man ég ekki eftir sjötta og sjöunda áratugnum en þessi gæi elskar að skora mörk,“ sagði Roy Keane á ITV sjónvarpsstöðinni. The most important part of Ronaldo s set-up is his brain. He s the most intelligent player I ve ever seen to me he s an absolute genius. The brain he s got - he s the cleverest player . The highest of praise for @Cristiano courtesy of Roy Keane #Euro2020 pic.twitter.com/lCK66xjA4K— ITV Football (@itvfootball) June 27, 2021 Roy Keane var fyrirliði Manchester United liðsins þegar hinn átján ára gamli Cristiano Ronaldo var keyptur til félagsins sumarið 2003. „Fótboltagreindin hans er stórkostleg og hvernig hann spilar leiknum. Hann er ekki mikið í því að byggja upp sóknirnar en hann hefur kænskuna og hrokann sem þú þarft frá frábærum leikmönnum,“ sagði Keane. „Heilinn, gáfur mannsins, hann er algjör snillingur. Núna er hann búinn að gera þetta í mörgum löndum og svo er það hvernig hann hefur hugsað um skrokkinn sinn. Ég get ekki hrósað manninum nógu mikið en hann er afburðamaður og ég elska að horfa á hann spila. Heilinn sem hann hefur, hann er klárasti leikmaður sögunnar,“ sagði Roy Keane.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Sjá meira