Stuðningsmenn hylja skemmdarverk á mynd af Rashford Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. júlí 2021 15:39 Íbúar og aðdáendur hafa hulið skemmdarverkin sem unnin voru á myndinni af Rashford. Getty/Christopher Furlong Stuðningsmenn fótboltakappans Marcus Rashford hafa tekið sig til og hulið andstyggileg skilaboð, sem máluð voru á veggmynd af honum, með fallegum skilaboðum. Svekktar fóboltabullur tóku sig til og krotuðu á myndina af honum í nótt, aðeins klukkutímum eftir að hann klúðraði vítaspyrnu í úrslitaleik Englands gegn Ítalíu á Evrópumótinu í fótbolta. Rashford, sem er aðeins 23 ára gamall, var einn þriggja leikmanna Englands sem klúðraði vítaspyrnu í gær. Hinir tveir voru þeir Jadon Sancho og Bukayo Saka, en þremenningarnir eru allir þeldökkir. Svekktir fótboltaáhugamenn fór fljótt að kalla að þeim ókvæðisorðum, bæði á vellinum og á netinu. Bullurnar hafa verið gagnrýndar fyrir kynþáttaníð. Þeim hefur meðal annars verið líkt við apa og fleira í jafn ósmekklegum dúr. Þessir sömu svekktu fótboltaáhugamenn héldu ekki að sér höndum þegar þeir sáu veggmyndina af Rashford í Withington í Manchester, og skrifuðu ókvæðisskilaboð til Rashfords. Íbúar í nágrenninu og aðdáendur Rashfords voru hins vegar snöggir að bregðast við og huldu skilaboðin ljótu. Í dag hefur síðan fjöldi flykkst að veggmyndinni og skilið eftir miða með fallegum skilaboðum, til dæmis „bróðir,“ „hetja“ og „við elskum þig.“ Fólk hefur skilið eftir falleg skilaboð við veggmyndina.Getty/Christopher Furlong Lögreglu var tilkynnt um skemmdarverkið rétt fyrir klukkan þrjú í nótt og er rannsókn hafin á málinu. Lögregla sagði í tilkynningu að skemmdarverkið hafi verið „drifið af kynþáttafordómum.“ Rashford ólst upp í Withington hverfinu og var veggmyndin af honum máluð í nóvember á síðasta ári til heiðurs honum vegna framtaks hans til að tryggja börnum úr fátækum fjölskyldum nægan mat. Rashford hefur unnið hörðum höndum að því að tryggja að ekkert barn á Bretlandi fari svangt að sofa og hefur meðal annars tekið höndum saman við góðgerðasamtökin FareShare, sem gefa hungruðum í landinu mat. Fótbolti England Kynþáttafordómar EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Tugir handteknir, slasaðir lögreglumenn og rasísku níði rignir Rasískum skilaboðum hefur ringt yfir þá þrjá ensku landsliðsmenn í knattspyrnu sem brenndu af vítaspyrnum sínum í úrslitaleik EM karla í gærkvöldi. Forsætisráðherra Bretlands fordæmir hatursorðræðuna en sætir sjálfur gagnrýni. Nítján lögreglumenn slösuðust í átökum við fótboltabullur og voru 49 handteknir. 12. júlí 2021 12:32 Gáfu Saka tíu í einkunn fyrir frammistöðuna í úrslitaleiknum Sky Sports sýndi Bukayo Saka stuðning með táknrænum hætti eftir tap Englands fyrir Ítalíu í úrslitaleik EM í gær. 12. júlí 2021 10:45 Fordæma kynþáttaníð í garð enskra leikmanna England tapaði gegn Ítalíu í vítaspyrnukeppni í gærkvöld er liðin mættust í úrslitum Evrópumótsins í fótbolta. Þeir leikmenn enska liðsins sem brenndu af vítaspyrnum sínum fengu holskeflu af kynþáttaníði á samfélagsmiðlum í kjölfarið. 12. júlí 2021 09:30 Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið Fleiri fréttir Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Sjá meira
Svekktar fóboltabullur tóku sig til og krotuðu á myndina af honum í nótt, aðeins klukkutímum eftir að hann klúðraði vítaspyrnu í úrslitaleik Englands gegn Ítalíu á Evrópumótinu í fótbolta. Rashford, sem er aðeins 23 ára gamall, var einn þriggja leikmanna Englands sem klúðraði vítaspyrnu í gær. Hinir tveir voru þeir Jadon Sancho og Bukayo Saka, en þremenningarnir eru allir þeldökkir. Svekktir fótboltaáhugamenn fór fljótt að kalla að þeim ókvæðisorðum, bæði á vellinum og á netinu. Bullurnar hafa verið gagnrýndar fyrir kynþáttaníð. Þeim hefur meðal annars verið líkt við apa og fleira í jafn ósmekklegum dúr. Þessir sömu svekktu fótboltaáhugamenn héldu ekki að sér höndum þegar þeir sáu veggmyndina af Rashford í Withington í Manchester, og skrifuðu ókvæðisskilaboð til Rashfords. Íbúar í nágrenninu og aðdáendur Rashfords voru hins vegar snöggir að bregðast við og huldu skilaboðin ljótu. Í dag hefur síðan fjöldi flykkst að veggmyndinni og skilið eftir miða með fallegum skilaboðum, til dæmis „bróðir,“ „hetja“ og „við elskum þig.“ Fólk hefur skilið eftir falleg skilaboð við veggmyndina.Getty/Christopher Furlong Lögreglu var tilkynnt um skemmdarverkið rétt fyrir klukkan þrjú í nótt og er rannsókn hafin á málinu. Lögregla sagði í tilkynningu að skemmdarverkið hafi verið „drifið af kynþáttafordómum.“ Rashford ólst upp í Withington hverfinu og var veggmyndin af honum máluð í nóvember á síðasta ári til heiðurs honum vegna framtaks hans til að tryggja börnum úr fátækum fjölskyldum nægan mat. Rashford hefur unnið hörðum höndum að því að tryggja að ekkert barn á Bretlandi fari svangt að sofa og hefur meðal annars tekið höndum saman við góðgerðasamtökin FareShare, sem gefa hungruðum í landinu mat.
Fótbolti England Kynþáttafordómar EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Tugir handteknir, slasaðir lögreglumenn og rasísku níði rignir Rasískum skilaboðum hefur ringt yfir þá þrjá ensku landsliðsmenn í knattspyrnu sem brenndu af vítaspyrnum sínum í úrslitaleik EM karla í gærkvöldi. Forsætisráðherra Bretlands fordæmir hatursorðræðuna en sætir sjálfur gagnrýni. Nítján lögreglumenn slösuðust í átökum við fótboltabullur og voru 49 handteknir. 12. júlí 2021 12:32 Gáfu Saka tíu í einkunn fyrir frammistöðuna í úrslitaleiknum Sky Sports sýndi Bukayo Saka stuðning með táknrænum hætti eftir tap Englands fyrir Ítalíu í úrslitaleik EM í gær. 12. júlí 2021 10:45 Fordæma kynþáttaníð í garð enskra leikmanna England tapaði gegn Ítalíu í vítaspyrnukeppni í gærkvöld er liðin mættust í úrslitum Evrópumótsins í fótbolta. Þeir leikmenn enska liðsins sem brenndu af vítaspyrnum sínum fengu holskeflu af kynþáttaníði á samfélagsmiðlum í kjölfarið. 12. júlí 2021 09:30 Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið Fleiri fréttir Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Sjá meira
Tugir handteknir, slasaðir lögreglumenn og rasísku níði rignir Rasískum skilaboðum hefur ringt yfir þá þrjá ensku landsliðsmenn í knattspyrnu sem brenndu af vítaspyrnum sínum í úrslitaleik EM karla í gærkvöldi. Forsætisráðherra Bretlands fordæmir hatursorðræðuna en sætir sjálfur gagnrýni. Nítján lögreglumenn slösuðust í átökum við fótboltabullur og voru 49 handteknir. 12. júlí 2021 12:32
Gáfu Saka tíu í einkunn fyrir frammistöðuna í úrslitaleiknum Sky Sports sýndi Bukayo Saka stuðning með táknrænum hætti eftir tap Englands fyrir Ítalíu í úrslitaleik EM í gær. 12. júlí 2021 10:45
Fordæma kynþáttaníð í garð enskra leikmanna England tapaði gegn Ítalíu í vítaspyrnukeppni í gærkvöld er liðin mættust í úrslitum Evrópumótsins í fótbolta. Þeir leikmenn enska liðsins sem brenndu af vítaspyrnum sínum fengu holskeflu af kynþáttaníði á samfélagsmiðlum í kjölfarið. 12. júlí 2021 09:30