Tölum um kynferðislega áreitni : Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar 16. júlí 2021 06:00 Undanfarna daga hefur mikið verið rætt og ritað um mál ónefnds tónlistarmanns, bæði í fjölmiðlum og í athugasemdakerfum á samfélagsmiðlum. Mikið var kallað eftir því að einhver myndi stíga fram undir nafni því ekki væri boðlegt að einhverjar konur settu fram nafnlausar ásakanir á hendur manninum. Dómstóll götunnar myndi svo sjá um að hafa af viðkomandi æruna og lífsviðurværið. Ung kona steig fram og sagði frá því hvernig tónlistarmaðurinn hefði áreitt hana í veislu á sameiginlegum vinnustað þeirra. Eftir að hafa orðið fyrir áreiti af hálfu mannsins allt kvöldið öskraði hún á hann og bað um að hann léti sig í friði. Viðbrögðin í athugasemdakerfunum voru fyrirsjáanleg. Spurt var hvaða kona hefði ekki orðið fyrir áreiti á skemmtistað og ekki ætti að gera úr því fréttaefni. Þá var spurt hvort konur ættu að hrúgast í fjölmiðla til að segja frá því að einhver hafi farið undir pilsið hjá þeim á balli fyrir mörgum árum. Auk þess var hæðst að útliti ungu konunnar og komið inn á gamlar mýtur um nauðganir eins og hversu drukknar stúlkur voru er áreitið áttið sér stað. Hér með líkur umfjölluninni um mál ónefnda tónlistarmannsins og við taka almennar vangaveltur um kynferðislega áreitni. Kynferðislegt áreiti hefur verið samgróið við skemmtanamenninguna. Í gegnum tíðina hafa konur verið áreittar af karlmönnum, konur hafa verið áreittar af konum. Karlmenn hafa verið áreittir af konum og af öðrum karlmönnum. Þannig hefur það gengið í gegnum áratugina, á skemmtistöðum eins og Hótel Borg, Glaumbæ, Hollywood, Tunglinu, Skuggabarnum og Austur. Litið hefur verið á káf á rasskinnum og brjóstaklípingar sem eðlilegan fylgifisk þess að fara út að skemmta sér. Svo fara allir hressir á Hlöllabáta á eftir. Ég mun aldrei gleyma samtali sem ég átti við mann fyrir nokkrum árum. Hann sagði mér frá því að hann hafi verið staddur á dansgólfi á skemmtistað þegar ung kona kemur og grípur um hann miðjan með þeim orðum að hann ætti að koma með sér heim. Svo klikkti hann út með því að segja: „Þú ættir að prófa þetta ef þú villt fá einhvern með þér heim.“ Eins og það væri eðlilegast í heimi að ganga upp að næsta manni og klípa í typpið á honum upp úr þurru. Nei, það er ekkert eðlilegt við slíkt athæfi enda er um að ræða kynferðislega áreitni. Svo er það fulli gaurinn. Gæinn sem mætir allt of drukkinn á djammið eða í partý og áreitir stóran hóp af þeim konum sem er staddur þar fyrir. En heldur að hann sé að reyna við þær með því að klípa í brjóstin á þeim. Yfirleitt er þetta gaurinn sem konum er sagt að passa sig á því hann eigi það til að vera svolítið óþægilegur þegar hann er í glasi. Svo mætir hann í athugasemdakerfi netmiðlana í miðri #metoo bylgju og spyr hneykslaður: „Hva, má maður ekki reyna lengur við konur út af þessu mítú kjaftæði?!“ Jú vinur, þú mátt reyna við eins margar konur og þú villt. Um hverja einustu helgi. Höfum samt á hreinu að það er stór munur á því að reyna við einhvern og daðra eða að áreita einhvern kynferðislega. Þessi fyrirbæri gætu ekki verið ólíkari. Þegar þú ert að daðra við einhvern þá er gagnkvæmur áhugi hjá báðum aðilum sem vilja skoða málin nánar, þróa kinnin meira og detta mögulega í skemmtistaðasleik. Á meðan kynferðisleg áreitni er óviðeigandi hegðun sem er í óþökk þess sem fyrir henni verður en um er að ræða hegðun sem er ógnandi og getur verið móðgandi og niðurlægjandi. Með öðrum orðum: Munurinn á daðri eða kynferðislegri áreitni gæti ekki verið skírari og ætti að vera öllum ljós. Samt eru fólk tilbúið til að afsaka þá einstaklinga (konur og menn) sem áreita aðra kynferðislega. Æi hann var svo ungur, hann var svo drukkinn, eða þá að versta afsökunin af þeim öllum er notuð: þetta hefur alltaf verið svona og við því er ekkert að gera. Eins og það hafi verið í lagi að sýna af sér óviðeigandi hegðun nítjánhundruðsjötíuogeitthvað og því sé kynferðisleg áreitni hið besta mál í nútímanum. Á sama tíma og samfélagið er tilbúið til að afsaka þá sem áreita aðra kynferðislega er það duglegt við að senda þeim sem verða fyrir því, þó sérstaklega konum, skilaboð um hvernig best sé að koma í veg fyrir áreitnina eða að verða fyrir nauðgun. Ekki drekka of mikið. Ekki klæða þig eins og drusla. Ekki daðra við annan hvern mann. Ekki skilja glasið þitt eftir svo hægt sé að setja eitthvað í það. Ekki gera þetta. Ekki gera hitt. Þeir sem gætu áreitt annað fólk kynferðislega (konur og karlar) fá hins vegar ekki skilaboð um að sleppa öllu áreiti með sér út á galeiðuna. Skilaboð eins og að klípa ekki í brjóst. Klípa ekki í rassa. Ekki vaða með hendurnar í klofið á fólki. Ekki haga þér eins og fáviti þó þú sért komin í glas. Ekki vera óviðeigandi í samskiptum. Því staðreyndin er sú að aðeins einn einstaklingur sem getur komið í veg fyrir kynferðislegt áreiti og annað kynferðislegt ofbeldi. Og það er einstaklingurinn sem beitir ofbeldinu. Skilaboðin sem þurfa að ná eyrum viðkomandi eru ofur einföld: Ekki áreita. Ekki nauðga. Kynferðisleg áreitni er ekki náttúrulögmál. Um er að ræða brot sem eru óþolandi og ólíðandi. Kynferðisleg áreitni var jafn ólíðandi nítjánhundruðsextíuogeitthvað og það er á árinu 2021. Menn og konur hafa vaknað til vitundar um að hér er á ferðinni brot sem hefur aldrei og verður aldrei í lagi, og eru hætt að láta bjóða sér það. Höfurndur er félagsfræðingur og hefur reynslu af blaðamennsku Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Mest lesið Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hefur mikið verið rætt og ritað um mál ónefnds tónlistarmanns, bæði í fjölmiðlum og í athugasemdakerfum á samfélagsmiðlum. Mikið var kallað eftir því að einhver myndi stíga fram undir nafni því ekki væri boðlegt að einhverjar konur settu fram nafnlausar ásakanir á hendur manninum. Dómstóll götunnar myndi svo sjá um að hafa af viðkomandi æruna og lífsviðurværið. Ung kona steig fram og sagði frá því hvernig tónlistarmaðurinn hefði áreitt hana í veislu á sameiginlegum vinnustað þeirra. Eftir að hafa orðið fyrir áreiti af hálfu mannsins allt kvöldið öskraði hún á hann og bað um að hann léti sig í friði. Viðbrögðin í athugasemdakerfunum voru fyrirsjáanleg. Spurt var hvaða kona hefði ekki orðið fyrir áreiti á skemmtistað og ekki ætti að gera úr því fréttaefni. Þá var spurt hvort konur ættu að hrúgast í fjölmiðla til að segja frá því að einhver hafi farið undir pilsið hjá þeim á balli fyrir mörgum árum. Auk þess var hæðst að útliti ungu konunnar og komið inn á gamlar mýtur um nauðganir eins og hversu drukknar stúlkur voru er áreitið áttið sér stað. Hér með líkur umfjölluninni um mál ónefnda tónlistarmannsins og við taka almennar vangaveltur um kynferðislega áreitni. Kynferðislegt áreiti hefur verið samgróið við skemmtanamenninguna. Í gegnum tíðina hafa konur verið áreittar af karlmönnum, konur hafa verið áreittar af konum. Karlmenn hafa verið áreittir af konum og af öðrum karlmönnum. Þannig hefur það gengið í gegnum áratugina, á skemmtistöðum eins og Hótel Borg, Glaumbæ, Hollywood, Tunglinu, Skuggabarnum og Austur. Litið hefur verið á káf á rasskinnum og brjóstaklípingar sem eðlilegan fylgifisk þess að fara út að skemmta sér. Svo fara allir hressir á Hlöllabáta á eftir. Ég mun aldrei gleyma samtali sem ég átti við mann fyrir nokkrum árum. Hann sagði mér frá því að hann hafi verið staddur á dansgólfi á skemmtistað þegar ung kona kemur og grípur um hann miðjan með þeim orðum að hann ætti að koma með sér heim. Svo klikkti hann út með því að segja: „Þú ættir að prófa þetta ef þú villt fá einhvern með þér heim.“ Eins og það væri eðlilegast í heimi að ganga upp að næsta manni og klípa í typpið á honum upp úr þurru. Nei, það er ekkert eðlilegt við slíkt athæfi enda er um að ræða kynferðislega áreitni. Svo er það fulli gaurinn. Gæinn sem mætir allt of drukkinn á djammið eða í partý og áreitir stóran hóp af þeim konum sem er staddur þar fyrir. En heldur að hann sé að reyna við þær með því að klípa í brjóstin á þeim. Yfirleitt er þetta gaurinn sem konum er sagt að passa sig á því hann eigi það til að vera svolítið óþægilegur þegar hann er í glasi. Svo mætir hann í athugasemdakerfi netmiðlana í miðri #metoo bylgju og spyr hneykslaður: „Hva, má maður ekki reyna lengur við konur út af þessu mítú kjaftæði?!“ Jú vinur, þú mátt reyna við eins margar konur og þú villt. Um hverja einustu helgi. Höfum samt á hreinu að það er stór munur á því að reyna við einhvern og daðra eða að áreita einhvern kynferðislega. Þessi fyrirbæri gætu ekki verið ólíkari. Þegar þú ert að daðra við einhvern þá er gagnkvæmur áhugi hjá báðum aðilum sem vilja skoða málin nánar, þróa kinnin meira og detta mögulega í skemmtistaðasleik. Á meðan kynferðisleg áreitni er óviðeigandi hegðun sem er í óþökk þess sem fyrir henni verður en um er að ræða hegðun sem er ógnandi og getur verið móðgandi og niðurlægjandi. Með öðrum orðum: Munurinn á daðri eða kynferðislegri áreitni gæti ekki verið skírari og ætti að vera öllum ljós. Samt eru fólk tilbúið til að afsaka þá einstaklinga (konur og menn) sem áreita aðra kynferðislega. Æi hann var svo ungur, hann var svo drukkinn, eða þá að versta afsökunin af þeim öllum er notuð: þetta hefur alltaf verið svona og við því er ekkert að gera. Eins og það hafi verið í lagi að sýna af sér óviðeigandi hegðun nítjánhundruðsjötíuogeitthvað og því sé kynferðisleg áreitni hið besta mál í nútímanum. Á sama tíma og samfélagið er tilbúið til að afsaka þá sem áreita aðra kynferðislega er það duglegt við að senda þeim sem verða fyrir því, þó sérstaklega konum, skilaboð um hvernig best sé að koma í veg fyrir áreitnina eða að verða fyrir nauðgun. Ekki drekka of mikið. Ekki klæða þig eins og drusla. Ekki daðra við annan hvern mann. Ekki skilja glasið þitt eftir svo hægt sé að setja eitthvað í það. Ekki gera þetta. Ekki gera hitt. Þeir sem gætu áreitt annað fólk kynferðislega (konur og karlar) fá hins vegar ekki skilaboð um að sleppa öllu áreiti með sér út á galeiðuna. Skilaboð eins og að klípa ekki í brjóst. Klípa ekki í rassa. Ekki vaða með hendurnar í klofið á fólki. Ekki haga þér eins og fáviti þó þú sért komin í glas. Ekki vera óviðeigandi í samskiptum. Því staðreyndin er sú að aðeins einn einstaklingur sem getur komið í veg fyrir kynferðislegt áreiti og annað kynferðislegt ofbeldi. Og það er einstaklingurinn sem beitir ofbeldinu. Skilaboðin sem þurfa að ná eyrum viðkomandi eru ofur einföld: Ekki áreita. Ekki nauðga. Kynferðisleg áreitni er ekki náttúrulögmál. Um er að ræða brot sem eru óþolandi og ólíðandi. Kynferðisleg áreitni var jafn ólíðandi nítjánhundruðsextíuogeitthvað og það er á árinu 2021. Menn og konur hafa vaknað til vitundar um að hér er á ferðinni brot sem hefur aldrei og verður aldrei í lagi, og eru hætt að láta bjóða sér það. Höfurndur er félagsfræðingur og hefur reynslu af blaðamennsku
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun