Stjörnurnar streyma til Íslands í auglýsingatökur Eiður Þór Árnason skrifar 9. ágúst 2021 10:02 Fimmtán manna sendinefnd frá Thule kom nýverið til landsins til að skoða tökustaði. Thule Stór hópur heimsþekktra íþróttamanna er væntanlegur til landsins í lok ágúst í tengslum við tökur á auglýsingaefni fyrir ferðavörufyrirtækið Thule. Undirbúningur hefur staðið yfir í heilt ár og kom fimmtán manna sendinefnd frá fyrirtækinu nýverið til landsins í vettvangsskoðun. Áætlað er að allt að 80 manns muni koma til Íslands í tengslum við verkefnið. Meðal þeirra talsmanna Thule sem koma fram í markaðsefninu er Elli Þór Magnússon, brimbrettakappi og ljósmyndari, Anja Pärson, heimsmeistari og ólympíugullverðlaunahafi í alpagreinum, og Apa Sherpa, heimsþekktur fjallaleiðsögumaður sem farið hefur 21 leiðangur upp á topp Everest. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Thule og Stillingu, umboðsaðila fyrirtækisins á Íslandi. Þar segir um sé að ræða kvikmynd sem verði tekin upp í ágúst og september og lögð verði áhersla á að sýna íþróttafólkið og áhrifavaldana í sínu rétta umhverfi. Sérútbúnir kvikmyndabílar væntanlegir til landsins „Mikill viðbúnaður verður við framleiðsluna en til stendur að senda 10 tonn af búnaði til landsins ásamt sérbúnum kvikmyndabílum og bílategundum sem ekki hafa sést á Íslandi áður og verða notaðar við upptökur,“ segir í tilkynningu. Tökur munu fara fram um allt land dagana 30. ágúst til 9. september. Tina Liselius, samskiptastjóri Thule Group vörumerkisins mun leikstýra framleiðslunni og framleiðandi er Erik Pütsep frá Adventure Production. Eftirtaldir talsmenn og áhrifavaldar munu taka þátt í kvikmyndatökunum Garrett McNamara – Faðir og eitt stærsta nafn í „big wave“ brimbrettaíþróttinni frá Hawaii. HBO gaf út þætti með honum í júlí sem heita „100 feet wave“. Anja Pärson – Móðir, heimsmeistari og ólympíugullverðlaunahafi í alpagreinum. Xavier de le rue – Faðir og goðsagnakenndur snjóbrettamaður frá Frakklandi. Eliot Jackson – Fjallahjólakappi, Redbull íþróttafréttaþulur og stofnandi Grow Cycling Foundation. Taylor Rees – Heimildargerðarmaður og mannvinur frá Bandaríkjunum. Kristoffer Turdell – Sænskur fjallaskíðamaður og verðlaunahafi í Freeride World Tour 2021. Ida Jansson – Sænskur fjallahjólakappi. Johanna Küchler – Sænskur fjallaskíðakappi og fjallahjólaiðkandi. Simon Johansson – Sænskur fjallahjólaiðkandi í „slopestyle“ og enduro greinum. Brooklyn Bell – Bandarískur fjallahjóla- og fjallaskíðaiðkandi. Apa Sherpa – Heimsþekktur fjallaleiðsögumaður sem farið hefur með 21 leiðangra upp á topp Everest - með 13 met hjá Heimsmetabók Guinness. Matthias Giraud – Fransk-amerískur base jump fallhlífarstökkmaður. Markiz Tainton – Sænsk-marokkóskur kokkur sem elskar útieldun. Martin McFly Winkler – Austurrískur fjallaskíðamaður og íþróttaþulur hjá Free World Tour. Maria Kuzma – Nýsjálenskur snjóbrettakappi og arkitekt með sérstaka áherslu á sjálfbærni. Pedro Oliva – Kajakræðari frá Brasilíu sem hefur stokkið 40 metra háan foss á kajaknum sínum. Elli Þór Magnússon – Brimbrettakappi og ljósmyndari frá Íslandi. Elli var myndaður í Netflix heimildarmyndinni Under An Arctic Sky. Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Skömminni skilað Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Tíska og hönnun Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Fleiri fréttir Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Sjá meira
Undirbúningur hefur staðið yfir í heilt ár og kom fimmtán manna sendinefnd frá fyrirtækinu nýverið til landsins í vettvangsskoðun. Áætlað er að allt að 80 manns muni koma til Íslands í tengslum við verkefnið. Meðal þeirra talsmanna Thule sem koma fram í markaðsefninu er Elli Þór Magnússon, brimbrettakappi og ljósmyndari, Anja Pärson, heimsmeistari og ólympíugullverðlaunahafi í alpagreinum, og Apa Sherpa, heimsþekktur fjallaleiðsögumaður sem farið hefur 21 leiðangur upp á topp Everest. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Thule og Stillingu, umboðsaðila fyrirtækisins á Íslandi. Þar segir um sé að ræða kvikmynd sem verði tekin upp í ágúst og september og lögð verði áhersla á að sýna íþróttafólkið og áhrifavaldana í sínu rétta umhverfi. Sérútbúnir kvikmyndabílar væntanlegir til landsins „Mikill viðbúnaður verður við framleiðsluna en til stendur að senda 10 tonn af búnaði til landsins ásamt sérbúnum kvikmyndabílum og bílategundum sem ekki hafa sést á Íslandi áður og verða notaðar við upptökur,“ segir í tilkynningu. Tökur munu fara fram um allt land dagana 30. ágúst til 9. september. Tina Liselius, samskiptastjóri Thule Group vörumerkisins mun leikstýra framleiðslunni og framleiðandi er Erik Pütsep frá Adventure Production. Eftirtaldir talsmenn og áhrifavaldar munu taka þátt í kvikmyndatökunum Garrett McNamara – Faðir og eitt stærsta nafn í „big wave“ brimbrettaíþróttinni frá Hawaii. HBO gaf út þætti með honum í júlí sem heita „100 feet wave“. Anja Pärson – Móðir, heimsmeistari og ólympíugullverðlaunahafi í alpagreinum. Xavier de le rue – Faðir og goðsagnakenndur snjóbrettamaður frá Frakklandi. Eliot Jackson – Fjallahjólakappi, Redbull íþróttafréttaþulur og stofnandi Grow Cycling Foundation. Taylor Rees – Heimildargerðarmaður og mannvinur frá Bandaríkjunum. Kristoffer Turdell – Sænskur fjallaskíðamaður og verðlaunahafi í Freeride World Tour 2021. Ida Jansson – Sænskur fjallahjólakappi. Johanna Küchler – Sænskur fjallaskíðakappi og fjallahjólaiðkandi. Simon Johansson – Sænskur fjallahjólaiðkandi í „slopestyle“ og enduro greinum. Brooklyn Bell – Bandarískur fjallahjóla- og fjallaskíðaiðkandi. Apa Sherpa – Heimsþekktur fjallaleiðsögumaður sem farið hefur með 21 leiðangra upp á topp Everest - með 13 met hjá Heimsmetabók Guinness. Matthias Giraud – Fransk-amerískur base jump fallhlífarstökkmaður. Markiz Tainton – Sænsk-marokkóskur kokkur sem elskar útieldun. Martin McFly Winkler – Austurrískur fjallaskíðamaður og íþróttaþulur hjá Free World Tour. Maria Kuzma – Nýsjálenskur snjóbrettakappi og arkitekt með sérstaka áherslu á sjálfbærni. Pedro Oliva – Kajakræðari frá Brasilíu sem hefur stokkið 40 metra háan foss á kajaknum sínum. Elli Þór Magnússon – Brimbrettakappi og ljósmyndari frá Íslandi. Elli var myndaður í Netflix heimildarmyndinni Under An Arctic Sky.
Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Skömminni skilað Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Tíska og hönnun Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Fleiri fréttir Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Sjá meira
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp