Týnda prinsessan skoðaði eldgosið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. ágúst 2021 09:54 Latifa er hér til vinstri á myndinni, Marcus fyrir miðju og Sioned Taylor til hægri. skjáskot Latifa prinsessa af Dubai var stödd hér á landi nýlega og skoðaði eldgosið í Geldingadölum. Hún var stödd á landinu með vinkonu sinni Sioned Taylor en þær stöllur virðast hafa verið á ferðalagi um heiminn undanfarið. Taylor hefur undanfarna mánuði verið dugleg við að birta myndir af sér og Latifu á Instagram, sem margir telja jákvæða breytingu. Latifa hefur gjarnan verið kölluð týnda prinsessan þar sem ekki hafði heyrst til hennar í marga mánuði fyrr á þessu ári. Síðan í maí hefur Taylor hins vegar birt fjölda mynda af Latifu á Instagram og virðist, eins og áður segir, sem þær vinkonur séu á ferðalagi. Fyrstu myndina birti hún í lok maí og voru netverjar búnir að komast að því að þær væru staddar í Dubai. Síðan þá hefur hún birt myndir af þeim í Madríd og landslagsmyndir frá Kaliforníu í Bandaríkjunum. Nú síðast, við eldgosið í Geldingadölum. View this post on Instagram A post shared by Sioned Taylor (@shinnybryn) Við nýjustu myndina skrifar hún: „Frábær ferð til Íslands með Latifu og Marcus,“ en á myndinni sjást þær stöllur ásamt manninum Marcusi Essabri, sem er samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins frændi Latifu. Hætta baráttu um frelsun Latifu Baráttuhópurinn Free Latifa hefur ákveðið að hætta störfum eftir að myndin birtist af prinsessunni á Íslandi. Hópurinn fundaði í gær og gaf út yfirlýsingu í kjölfarið þar sem var staðfest að myndin sé af Latifu og frænda hennar á Íslandi. Í yfirlýsingunni var það jafnframt tilkynnt að hópurinn myndi ekki halda baráttunni áfram. Aðaltilgangur hópsins hafi verið að verða vitni að Latifu lifa frjálsu lífi, lífi sem hún kysi sjálf. Það sé greinilega það sem hún geri nú. Ekki farið frá Dubai síðan árið 2000 fyrr en nú Latifa er ein 25 barna Mohammeds bin Rashid al Maktoum, sjeiks af Dubai. Latifa komst í kastljósið í febrúar 2018 þegar hún reyndi að flýja Dubai á báti. Undan Indlandsströndum náðu öryggissveitir föður hennar bátnum og fluttu hana aftur til Dubai. Í myndbandi sem Latifa tók upp stuttu eftir flóttann, og kom til félaga sinna, sagðist hún ekki hafa yfirgefið landið frá árinu 2000. Hún hafi ítrekað óskað eftir því að fá að ferðast, fara í skóla og gera eitthvað „venjulegt“ en henni hafi aldrei verið leyft það. Það var svo í febrúar á þessu ári sem áhyggjur um líf og heilsu hennar vöknuðu þegar breska ríkisútvarpið sendi út myndefni sem Latifa tók upp, þar sem hún sagði að sér væri haldið fanginni af öryggisvörðum á vegum föður síns og að hún hræddist um líf sitt. Myndefnið varð til þess að Sameinuðu þjóðirnar kröfðust þess að haldbær sönnunargögn um að prinsessan væri á lífi yrðu afhent. Sameinuðu arabísku furstadæmin Eldgos í Fagradalsfjalli Íslandsvinir Tengdar fréttir Týnda prinsessan í fríi á Spáni Mynd sem birtist á Instagram virðist sýna Latifu prinsessu af Dubai á flugvellinum í Madríd. Varla hefur sést eða heyrst til prinsessunnar í marga mánuði en nýlegar myndir af henni hafa vakið upp vonir um að hún sé heil á húfi. 21. júní 2021 15:54 Myndir af týndu prinsessunni af Dubai taldar merki um lífsmark Mynd af þremur konum, sem birt var á tveimur Instagram-síðum í vikunni, hefur vakið mikla athygli en hún virðist sýna Latifu prinsessu af Dubai. Það sem merkilegt er við myndina er að hvorki hefur heyrst né sést til Latifu í marga mánuði. 23. maí 2021 08:19 Sameinuðu þjóðirnar fá engin svör vegna týndu prinsessunnar Tveimur vikum eftir að Sameinuðu þjóðirnar báðu um sannanir fyrir því að dóttir ráðanda Dubaí væri á lífi, hafa þær ekki borist. Dóttirin, prinsessan Latifa Al Maktoum, hefur undanfarin ár gengið undir nafninu „Týnda prinsessan“. 5. mars 2021 15:15 Mest lesið „Hann var bara draumur“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Létt og ljúffengt eplasalat Matur Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira
Taylor hefur undanfarna mánuði verið dugleg við að birta myndir af sér og Latifu á Instagram, sem margir telja jákvæða breytingu. Latifa hefur gjarnan verið kölluð týnda prinsessan þar sem ekki hafði heyrst til hennar í marga mánuði fyrr á þessu ári. Síðan í maí hefur Taylor hins vegar birt fjölda mynda af Latifu á Instagram og virðist, eins og áður segir, sem þær vinkonur séu á ferðalagi. Fyrstu myndina birti hún í lok maí og voru netverjar búnir að komast að því að þær væru staddar í Dubai. Síðan þá hefur hún birt myndir af þeim í Madríd og landslagsmyndir frá Kaliforníu í Bandaríkjunum. Nú síðast, við eldgosið í Geldingadölum. View this post on Instagram A post shared by Sioned Taylor (@shinnybryn) Við nýjustu myndina skrifar hún: „Frábær ferð til Íslands með Latifu og Marcus,“ en á myndinni sjást þær stöllur ásamt manninum Marcusi Essabri, sem er samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins frændi Latifu. Hætta baráttu um frelsun Latifu Baráttuhópurinn Free Latifa hefur ákveðið að hætta störfum eftir að myndin birtist af prinsessunni á Íslandi. Hópurinn fundaði í gær og gaf út yfirlýsingu í kjölfarið þar sem var staðfest að myndin sé af Latifu og frænda hennar á Íslandi. Í yfirlýsingunni var það jafnframt tilkynnt að hópurinn myndi ekki halda baráttunni áfram. Aðaltilgangur hópsins hafi verið að verða vitni að Latifu lifa frjálsu lífi, lífi sem hún kysi sjálf. Það sé greinilega það sem hún geri nú. Ekki farið frá Dubai síðan árið 2000 fyrr en nú Latifa er ein 25 barna Mohammeds bin Rashid al Maktoum, sjeiks af Dubai. Latifa komst í kastljósið í febrúar 2018 þegar hún reyndi að flýja Dubai á báti. Undan Indlandsströndum náðu öryggissveitir föður hennar bátnum og fluttu hana aftur til Dubai. Í myndbandi sem Latifa tók upp stuttu eftir flóttann, og kom til félaga sinna, sagðist hún ekki hafa yfirgefið landið frá árinu 2000. Hún hafi ítrekað óskað eftir því að fá að ferðast, fara í skóla og gera eitthvað „venjulegt“ en henni hafi aldrei verið leyft það. Það var svo í febrúar á þessu ári sem áhyggjur um líf og heilsu hennar vöknuðu þegar breska ríkisútvarpið sendi út myndefni sem Latifa tók upp, þar sem hún sagði að sér væri haldið fanginni af öryggisvörðum á vegum föður síns og að hún hræddist um líf sitt. Myndefnið varð til þess að Sameinuðu þjóðirnar kröfðust þess að haldbær sönnunargögn um að prinsessan væri á lífi yrðu afhent.
Sameinuðu arabísku furstadæmin Eldgos í Fagradalsfjalli Íslandsvinir Tengdar fréttir Týnda prinsessan í fríi á Spáni Mynd sem birtist á Instagram virðist sýna Latifu prinsessu af Dubai á flugvellinum í Madríd. Varla hefur sést eða heyrst til prinsessunnar í marga mánuði en nýlegar myndir af henni hafa vakið upp vonir um að hún sé heil á húfi. 21. júní 2021 15:54 Myndir af týndu prinsessunni af Dubai taldar merki um lífsmark Mynd af þremur konum, sem birt var á tveimur Instagram-síðum í vikunni, hefur vakið mikla athygli en hún virðist sýna Latifu prinsessu af Dubai. Það sem merkilegt er við myndina er að hvorki hefur heyrst né sést til Latifu í marga mánuði. 23. maí 2021 08:19 Sameinuðu þjóðirnar fá engin svör vegna týndu prinsessunnar Tveimur vikum eftir að Sameinuðu þjóðirnar báðu um sannanir fyrir því að dóttir ráðanda Dubaí væri á lífi, hafa þær ekki borist. Dóttirin, prinsessan Latifa Al Maktoum, hefur undanfarin ár gengið undir nafninu „Týnda prinsessan“. 5. mars 2021 15:15 Mest lesið „Hann var bara draumur“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Létt og ljúffengt eplasalat Matur Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira
Týnda prinsessan í fríi á Spáni Mynd sem birtist á Instagram virðist sýna Latifu prinsessu af Dubai á flugvellinum í Madríd. Varla hefur sést eða heyrst til prinsessunnar í marga mánuði en nýlegar myndir af henni hafa vakið upp vonir um að hún sé heil á húfi. 21. júní 2021 15:54
Myndir af týndu prinsessunni af Dubai taldar merki um lífsmark Mynd af þremur konum, sem birt var á tveimur Instagram-síðum í vikunni, hefur vakið mikla athygli en hún virðist sýna Latifu prinsessu af Dubai. Það sem merkilegt er við myndina er að hvorki hefur heyrst né sést til Latifu í marga mánuði. 23. maí 2021 08:19
Sameinuðu þjóðirnar fá engin svör vegna týndu prinsessunnar Tveimur vikum eftir að Sameinuðu þjóðirnar báðu um sannanir fyrir því að dóttir ráðanda Dubaí væri á lífi, hafa þær ekki borist. Dóttirin, prinsessan Latifa Al Maktoum, hefur undanfarin ár gengið undir nafninu „Týnda prinsessan“. 5. mars 2021 15:15