Harðstjórinn hættur eftir aðeins sjö vikur hjá Íslendingaliði Esbjerg Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. ágúst 2021 15:01 Hyballa á æfingu hjá Esbjerg. Esbjerg Hinn þýski Peter Hyballa hefur látið af störfum sem þjálfari danska knattspyrnuliðsins Esbjerg. Hann tók við eftir að Ólafur Kristjánsson var látinn fara en entist aðeins sjö vikur. Ólafur Kristjánsson stýrði Esbjerg á síðustu leiktíð en var látinn fara er ljóst var að félagið kæmist ekki upp í dönsku úrvalsdeildina. Peter Hyballa kom í hans stað og átti að stýra þeim Andra Rúnari Bjarnasyni og Ísaki Óla Ólafssyni upp í efstu deild. Hann entist aðeins í sjö vikur en tókst samt sem áður á þeim tíma að kveikja marga elda. Aðferðir Hyballa voru harkalegar gagnrýndar og vildu leikmenn liðsins losna við hann sökum þeirra. Leikmannsamtök Danmerkur voru komin í málið og leikmenn skrifuðu nafn sitt á undirskriftarlista þar sem stjórn félagsins var beðin um láta Hyballa taka poka sinn. Lige en detalje om Peter Hyballa. Han er ikke fyret, men har ifølge mine oplysninger selv sagt op.— Farzam Abolhosseini (@F_Abolhosseini) August 11, 2021 Félagið neitaði að láta Hyballa fara svo hann tók málin í eigin hendur. Hann ku hafa sagt upp störfum í dag og Esbjerg er því enn á ný í þjálfaraleit. Hollendingurinn Rafael van der Vaart var í gær ráðinn aðstoðarþjálfari félagsins. Hvort hann muni taka við liðinu á eftir að koma í ljós. Hinn 38 ára gamli Van der Vaart lék á sínum tíma 109 landsleiki fyrir Holland ásamt því að spila fyrir stórlið á borð við Real Madrid og Tottenham Hotspur. Hann spilaði þrjá leiki með Esbjerg áður en hann lagði skóna á hilluna 2018. Byd velkommen til @rafvdvaart, der er ny assistenttræner og klubambassadør i EfB:https://t.co/u8p0NSsaPI— Esbjerg fB (@EsbjergfB) August 10, 2021 Þegar þremur leikjum er lokið í dönsku B-deildinni er Esbjerg í 11. sæti af 12 liðum með eitt stig að loknum þremur leikjum. Liðið hefur skorað tvö mörk en fengið á sig níu. Fótbolti Danski boltinn Tengdar fréttir Esbjerg kært til vinnumálaeftirlitsins Íslendingaliðið Esbjerg hefur verið kært til vinnumálaeftirlits Danmerkur af leikmannasamtökum þar í landi. 16. júlí 2021 18:01 Dramatíkin heldur áfram hjá Íslendingafélagi Það er dramatík hjá danska B-deildarfélaginu Esbjerg um þessar mundir og eftir fréttir gærdagsins varð sú dramatík ekki minni. 10. júlí 2021 07:01 Mikið ósætti með arftaka Ólafs Kristjánssonar hjá Esbjerg Samkvæmt dönskum fjölmiðlum er mikið ósætti með Peter Hyballa, nýráðinn þjálfara Esbjerg sem leikur í dönsku B-deildinni í knattspyrnu. Aðferðir hans þykja fremur harkalegar og leikmenn liðsins eru vægast sagt ósáttir. 8. júlí 2021 16:01 Mest lesið Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Sjá meira
Ólafur Kristjánsson stýrði Esbjerg á síðustu leiktíð en var látinn fara er ljóst var að félagið kæmist ekki upp í dönsku úrvalsdeildina. Peter Hyballa kom í hans stað og átti að stýra þeim Andra Rúnari Bjarnasyni og Ísaki Óla Ólafssyni upp í efstu deild. Hann entist aðeins í sjö vikur en tókst samt sem áður á þeim tíma að kveikja marga elda. Aðferðir Hyballa voru harkalegar gagnrýndar og vildu leikmenn liðsins losna við hann sökum þeirra. Leikmannsamtök Danmerkur voru komin í málið og leikmenn skrifuðu nafn sitt á undirskriftarlista þar sem stjórn félagsins var beðin um láta Hyballa taka poka sinn. Lige en detalje om Peter Hyballa. Han er ikke fyret, men har ifølge mine oplysninger selv sagt op.— Farzam Abolhosseini (@F_Abolhosseini) August 11, 2021 Félagið neitaði að láta Hyballa fara svo hann tók málin í eigin hendur. Hann ku hafa sagt upp störfum í dag og Esbjerg er því enn á ný í þjálfaraleit. Hollendingurinn Rafael van der Vaart var í gær ráðinn aðstoðarþjálfari félagsins. Hvort hann muni taka við liðinu á eftir að koma í ljós. Hinn 38 ára gamli Van der Vaart lék á sínum tíma 109 landsleiki fyrir Holland ásamt því að spila fyrir stórlið á borð við Real Madrid og Tottenham Hotspur. Hann spilaði þrjá leiki með Esbjerg áður en hann lagði skóna á hilluna 2018. Byd velkommen til @rafvdvaart, der er ny assistenttræner og klubambassadør i EfB:https://t.co/u8p0NSsaPI— Esbjerg fB (@EsbjergfB) August 10, 2021 Þegar þremur leikjum er lokið í dönsku B-deildinni er Esbjerg í 11. sæti af 12 liðum með eitt stig að loknum þremur leikjum. Liðið hefur skorað tvö mörk en fengið á sig níu.
Fótbolti Danski boltinn Tengdar fréttir Esbjerg kært til vinnumálaeftirlitsins Íslendingaliðið Esbjerg hefur verið kært til vinnumálaeftirlits Danmerkur af leikmannasamtökum þar í landi. 16. júlí 2021 18:01 Dramatíkin heldur áfram hjá Íslendingafélagi Það er dramatík hjá danska B-deildarfélaginu Esbjerg um þessar mundir og eftir fréttir gærdagsins varð sú dramatík ekki minni. 10. júlí 2021 07:01 Mikið ósætti með arftaka Ólafs Kristjánssonar hjá Esbjerg Samkvæmt dönskum fjölmiðlum er mikið ósætti með Peter Hyballa, nýráðinn þjálfara Esbjerg sem leikur í dönsku B-deildinni í knattspyrnu. Aðferðir hans þykja fremur harkalegar og leikmenn liðsins eru vægast sagt ósáttir. 8. júlí 2021 16:01 Mest lesið Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Sjá meira
Esbjerg kært til vinnumálaeftirlitsins Íslendingaliðið Esbjerg hefur verið kært til vinnumálaeftirlits Danmerkur af leikmannasamtökum þar í landi. 16. júlí 2021 18:01
Dramatíkin heldur áfram hjá Íslendingafélagi Það er dramatík hjá danska B-deildarfélaginu Esbjerg um þessar mundir og eftir fréttir gærdagsins varð sú dramatík ekki minni. 10. júlí 2021 07:01
Mikið ósætti með arftaka Ólafs Kristjánssonar hjá Esbjerg Samkvæmt dönskum fjölmiðlum er mikið ósætti með Peter Hyballa, nýráðinn þjálfara Esbjerg sem leikur í dönsku B-deildinni í knattspyrnu. Aðferðir hans þykja fremur harkalegar og leikmenn liðsins eru vægast sagt ósáttir. 8. júlí 2021 16:01