Jónatan Ingi: Við stefnum klárlega ekki á að enda í 6. sæti Sverrir Mar Smárason skrifar 15. ágúst 2021 20:31 Vísir/Bára Dröfn Jónatan Ingi Jónsson, sóknarmaður FH, átti þrjár stoðsendingar í 5-0 sigri FH á Leikni R. í Pepsi-Max deild karla í kvöld. Hann var að vonum ánægður í leikslok. „Þetta var nokkurn vegin eins og við vildum. Við vitum að Leiknisliðið er gott lið og þeir hafa sýnt það í sumar, við töpuðum fyrir þeim í fyrri umferðinni og vissum að við yrðum að mæta þeim eins og menn. Komumst 1-0 í hálfleik og það var mjög gott. Svo bara keyrum við hægt og rólega yfir þá og náum að setja annað og þriðja markið sem voru svona mikilvægust til að klára leikinn, geggjað að klára þetta svona,“ sagði Jónatan Ingi. Leiknisliðið hafði ákveðna yfirhönd í fyrri hálfleik og í upphafi síðari og ekkert stefndi í svona stóran sigur FH. Jónatan fannst Leiknisliðið meira með boltann en það var FH liðið sem sköpuðu færin. „Jú þeir voru vissulega meira með boltann og við liggjum aðeins til baka en mér fannst þeir ekki skapa neitt rosalega mikið af færum. Við erum búnir að vera ekki alveg nógu góðir í sumar og við vildum bæta upp fyrir það. Liðsandinn, skerpa á nokkrum sendingum og vera aðeins þolinmóðari. Það vantaði oft eina auka sendingu til að plássið myndi opnast og við gerðum það mjög vel í síðari hálfleik sérstaklega,“ sagði Jónatan. Líkt og fyrr segir þá átti Jónatan þrjár stoðsendingar í leik kvöldsins. Eitthvað sem stundum hefur verið rætt að vanti meira frá honum sem leikmanni. Jónatan var glaður með eigin frammistöðu en segir þó mikilvægast að vinna leikinn. „Auðvitað gaman, við viljum bara vinna og það skiptir ekki öllu máli hver skorar. Lenny kannski vill skora mest. En jú mjög ánægjulegt og Matti og Pétur tóku bæði þessi færi vel og vítið auðvitað Lenny skorar alltaf úr þeim þannig bara geggjað,“ sagði Jónatan um stoðsendingarnar þrjár. FH byrjaði leikinn með 17 ára Loga Hrafn á miðjunni og skiptu síðan inná mörgum ungum strákum sem voru að spila sína fyrstu, aðra eða þriðju leiki í Pepsi-Max deildinni. Jónatan er ánægður með ungu strákana og segir þá koma vel inn í hópinn og læri mikið. „2.flokkurinn varð Íslandsmeistari í fyrri og það eru flottir árgangar að koma upp sem er geggjað. Logi Hrafn byrjar hérna inná og spilar þetta frábærlega. Óskar átti stoðsendingu á Oliver. Þeir hafa komið vel inn í þetta og læra vel af eldri og reyndari mönnum. Það er pínu aldursskipting í hópnum og við þurfum að fá þessa stráka inn. Þeir sýndu það í dag að þeir geta klárlega hjálpað okkur,“ sagði Jónatan um ungu leikmenn FH. FH fara upp fyrir Leiknir í deildinni eftir sigur kvöldsins og sitja sem stendur í 6.sæti. FH á sex leiki eftir og Jónatan vill fara í þá alla til þess að vinna. „Við förum í hvern einasta leik til að vinna hann, þegar þú ert í FH þá er ekkert annað boðlegt. Við skuldum sjálfum okkur það, stuðningsmönnum og öllum í kringum félagið að rífa okkur vel í gang. Við viljum vinna hvern einasta leik og það er nóg eftir. Mér finnst hún hafa spilast þannig þessi deild að allir geta unnið alla. Við stefnum klárlega ekki á það að enda í 6.sæti,“ sagði Jónatan að lokum um markmið FH. Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Sjá meira
„Þetta var nokkurn vegin eins og við vildum. Við vitum að Leiknisliðið er gott lið og þeir hafa sýnt það í sumar, við töpuðum fyrir þeim í fyrri umferðinni og vissum að við yrðum að mæta þeim eins og menn. Komumst 1-0 í hálfleik og það var mjög gott. Svo bara keyrum við hægt og rólega yfir þá og náum að setja annað og þriðja markið sem voru svona mikilvægust til að klára leikinn, geggjað að klára þetta svona,“ sagði Jónatan Ingi. Leiknisliðið hafði ákveðna yfirhönd í fyrri hálfleik og í upphafi síðari og ekkert stefndi í svona stóran sigur FH. Jónatan fannst Leiknisliðið meira með boltann en það var FH liðið sem sköpuðu færin. „Jú þeir voru vissulega meira með boltann og við liggjum aðeins til baka en mér fannst þeir ekki skapa neitt rosalega mikið af færum. Við erum búnir að vera ekki alveg nógu góðir í sumar og við vildum bæta upp fyrir það. Liðsandinn, skerpa á nokkrum sendingum og vera aðeins þolinmóðari. Það vantaði oft eina auka sendingu til að plássið myndi opnast og við gerðum það mjög vel í síðari hálfleik sérstaklega,“ sagði Jónatan. Líkt og fyrr segir þá átti Jónatan þrjár stoðsendingar í leik kvöldsins. Eitthvað sem stundum hefur verið rætt að vanti meira frá honum sem leikmanni. Jónatan var glaður með eigin frammistöðu en segir þó mikilvægast að vinna leikinn. „Auðvitað gaman, við viljum bara vinna og það skiptir ekki öllu máli hver skorar. Lenny kannski vill skora mest. En jú mjög ánægjulegt og Matti og Pétur tóku bæði þessi færi vel og vítið auðvitað Lenny skorar alltaf úr þeim þannig bara geggjað,“ sagði Jónatan um stoðsendingarnar þrjár. FH byrjaði leikinn með 17 ára Loga Hrafn á miðjunni og skiptu síðan inná mörgum ungum strákum sem voru að spila sína fyrstu, aðra eða þriðju leiki í Pepsi-Max deildinni. Jónatan er ánægður með ungu strákana og segir þá koma vel inn í hópinn og læri mikið. „2.flokkurinn varð Íslandsmeistari í fyrri og það eru flottir árgangar að koma upp sem er geggjað. Logi Hrafn byrjar hérna inná og spilar þetta frábærlega. Óskar átti stoðsendingu á Oliver. Þeir hafa komið vel inn í þetta og læra vel af eldri og reyndari mönnum. Það er pínu aldursskipting í hópnum og við þurfum að fá þessa stráka inn. Þeir sýndu það í dag að þeir geta klárlega hjálpað okkur,“ sagði Jónatan um ungu leikmenn FH. FH fara upp fyrir Leiknir í deildinni eftir sigur kvöldsins og sitja sem stendur í 6.sæti. FH á sex leiki eftir og Jónatan vill fara í þá alla til þess að vinna. „Við förum í hvern einasta leik til að vinna hann, þegar þú ert í FH þá er ekkert annað boðlegt. Við skuldum sjálfum okkur það, stuðningsmönnum og öllum í kringum félagið að rífa okkur vel í gang. Við viljum vinna hvern einasta leik og það er nóg eftir. Mér finnst hún hafa spilast þannig þessi deild að allir geta unnið alla. Við stefnum klárlega ekki á það að enda í 6.sæti,“ sagði Jónatan að lokum um markmið FH.
Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Sjá meira