Laxárdalurinn frábær áskorun í stóra urriða Karl Lúðvíksson skrifar 16. ágúst 2021 09:07 Laxárdalurinn er klárlega eitt skemmtilegasta urriðasvæði landsins Laxárdalurinn í Laxá er eitt af þeim veiðisvæðum sem veiðimenn verða að prófa því fá svæði gefa jafn eftirminnilega upplifun af tæknilegri veiði. Þarna þurfa veiðimenn að vita hvað þeir eru að gera enda getur fiskurinn verið ótrúlega kröfuharður á bæði agn og framsetningu. Caddisbræður hafa verið með holl í ánni í allt sumar þar sem þeir leiðbeina og eru með leiðsögn um þetta magnaða svæði. Þessi væni urriði tók Galdralöpp Valdimar Hilmarsson einn af árnefndarmönnum Laxárdalnsins er við veiðar í hollinu sem stendur vaktina næstu daga og hann segir að það eru kjöraðstæður í dalnum núna. Frábært veður og áin að skarti sínu fegursta. Síðasta Caddis bræðra Holl ársins byrjaði í fyrradag og það var töluvert af fiski. Sá sem er á myndinni er 62 cm sem tók galdralöpp Jóns Aðalsteins, höfundi flugunnar til mikilla ánægju en hann er einmitt staddur í dalnum. Þetta er samt alltaf krefjandi veiði en virkilega gaman sérstaklega þegar aðstæður eru eins og í dag. Stangveiði Þingeyjarsveit Mest lesið Laxá í Aðaldal: 111 sentímetra lax úr Höfðahyl Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði SVFR leitar að mönnum til nefndarstarfa Veiði Gæsaveiðin hefur gengið vel um allt land Veiði 18 laxa dagur í Langá í gær Veiði Komið að kaflaskilum segir Þröstur Veiði Gæti orðið frábært sumar í laxveiði Veiði Veiðin - Þriðji þáttur með Ásgeiri Heiðar Veiði Kvóti í Bíldsfellinu Veiði Eystri Rangá komin í 1136 laxa Veiði
Þarna þurfa veiðimenn að vita hvað þeir eru að gera enda getur fiskurinn verið ótrúlega kröfuharður á bæði agn og framsetningu. Caddisbræður hafa verið með holl í ánni í allt sumar þar sem þeir leiðbeina og eru með leiðsögn um þetta magnaða svæði. Þessi væni urriði tók Galdralöpp Valdimar Hilmarsson einn af árnefndarmönnum Laxárdalnsins er við veiðar í hollinu sem stendur vaktina næstu daga og hann segir að það eru kjöraðstæður í dalnum núna. Frábært veður og áin að skarti sínu fegursta. Síðasta Caddis bræðra Holl ársins byrjaði í fyrradag og það var töluvert af fiski. Sá sem er á myndinni er 62 cm sem tók galdralöpp Jóns Aðalsteins, höfundi flugunnar til mikilla ánægju en hann er einmitt staddur í dalnum. Þetta er samt alltaf krefjandi veiði en virkilega gaman sérstaklega þegar aðstæður eru eins og í dag.
Stangveiði Þingeyjarsveit Mest lesið Laxá í Aðaldal: 111 sentímetra lax úr Höfðahyl Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði SVFR leitar að mönnum til nefndarstarfa Veiði Gæsaveiðin hefur gengið vel um allt land Veiði 18 laxa dagur í Langá í gær Veiði Komið að kaflaskilum segir Þröstur Veiði Gæti orðið frábært sumar í laxveiði Veiði Veiðin - Þriðji þáttur með Ásgeiri Heiðar Veiði Kvóti í Bíldsfellinu Veiði Eystri Rangá komin í 1136 laxa Veiði