Lewandowski vill nýja áskorun og ætlar að yfirgefa Bayern Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. ágúst 2021 08:14 Robert Lewandowski vill fara frá Bayern. EPA-EFE/LUKAS BARTH-TUTTAS Framherjinn Robert Lewandowski hefur gefið það út að hann sé í leit að nýrri áskorun og vilji því yfirgefa herbúðir Þýskalandsmeistara Bayern München. Þýska félagið er talið vilja fá rúmlega 100 milljónir punda fyrir þennan magnaða leikmann. Sky Sports greindi frá þeim óvæntu tíðindum nú í morgun að Lewandowski, sem fagnar 33 ára afmæli sínu um helgina, sé í leit að nýrri áskorun og stefni á að spila fyrir annað stórlið innan Evrópu áður en hann verður 35 ára. Samkvæmt heimildum Sky er ekki talið líklegt að hann fari í verkfall til að þvinga fram sölu þar sem Lewandowski hefur alltaf átt mjög góð samskipti við forráðamenn félagsins. Lewandowski gekk í raðir Bæjara árið 2014 eftir farsæl fjögur ár hjá Borussia Dortmund. Hjá Bayern hefur hann endanlega staðfest að hann er einn albesti framherji heims. Alls skoraði Lewandowski 56 mörk fyrir Bayern og pólska landsliðið á síðasta tímabili. Í kjölfarið var hann valinn leikmaður ársins hjá bæði FIFA og UEFA. Nú þegar hefur Pólverjinn skorað þrjú mörk í tveimur leikjum fyrir Bæjara á leiktiðinni, þar á meðal í sigrinum á Dortmund í Ofurbikar Þýskalands fyrr í þessari viku. Lewandowski skorar ekki aðeins mikið af mörkum heldur vinnur hann líka titla. Hann hefur alls orðið þýskur meistari 9 sinnum, þýskur bikarmeistari 4 sinnum ásamt því að vinna þýska ofurbikarinn 6 sinnum. Þá hefur hann unnið Meistaradeild Evrópu, Ofurbikar Evrópu og HM félagsliða einu sinni hvert. Bæjarar hafa sett 100 milljón punda verðmiða á framherjann til þess að halda honum fram til sumarsins 2023 þegar samningur hans rennur út. Reikna má með að nokkur félög muni athuga hvort verðmiðinn hafi lækkað næsta sumar. : Robert Lewandowski wants a new challenge away from Bayern Munich but the club has valued him at more than £100m.— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 19, 2021 Pep Guardiola, núverandi þjálfari Manchester City, þjálfaði Lewandowski á sínum tíma hjá Bayern og lýsti honum sem „mesta atvinnumanni sem ég hef hitt.“ Stóra spurningin er hvort Pep reyni nú að sannfæra Lewandowski um að prófa ensku úrvalsdeildina og hvort hann geti sýnt snilli sína á köldu þriðjudagskvöldi í norðurhluta Englands. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þurfa að svara fyrir sig Í beinni: Víkingur - Fram | Hörkuleikur í Fossvogi Í beinni: Breiðablik - KR | Meistararnir mæta læriföður Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Sjá meira
Sky Sports greindi frá þeim óvæntu tíðindum nú í morgun að Lewandowski, sem fagnar 33 ára afmæli sínu um helgina, sé í leit að nýrri áskorun og stefni á að spila fyrir annað stórlið innan Evrópu áður en hann verður 35 ára. Samkvæmt heimildum Sky er ekki talið líklegt að hann fari í verkfall til að þvinga fram sölu þar sem Lewandowski hefur alltaf átt mjög góð samskipti við forráðamenn félagsins. Lewandowski gekk í raðir Bæjara árið 2014 eftir farsæl fjögur ár hjá Borussia Dortmund. Hjá Bayern hefur hann endanlega staðfest að hann er einn albesti framherji heims. Alls skoraði Lewandowski 56 mörk fyrir Bayern og pólska landsliðið á síðasta tímabili. Í kjölfarið var hann valinn leikmaður ársins hjá bæði FIFA og UEFA. Nú þegar hefur Pólverjinn skorað þrjú mörk í tveimur leikjum fyrir Bæjara á leiktiðinni, þar á meðal í sigrinum á Dortmund í Ofurbikar Þýskalands fyrr í þessari viku. Lewandowski skorar ekki aðeins mikið af mörkum heldur vinnur hann líka titla. Hann hefur alls orðið þýskur meistari 9 sinnum, þýskur bikarmeistari 4 sinnum ásamt því að vinna þýska ofurbikarinn 6 sinnum. Þá hefur hann unnið Meistaradeild Evrópu, Ofurbikar Evrópu og HM félagsliða einu sinni hvert. Bæjarar hafa sett 100 milljón punda verðmiða á framherjann til þess að halda honum fram til sumarsins 2023 þegar samningur hans rennur út. Reikna má með að nokkur félög muni athuga hvort verðmiðinn hafi lækkað næsta sumar. : Robert Lewandowski wants a new challenge away from Bayern Munich but the club has valued him at more than £100m.— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 19, 2021 Pep Guardiola, núverandi þjálfari Manchester City, þjálfaði Lewandowski á sínum tíma hjá Bayern og lýsti honum sem „mesta atvinnumanni sem ég hef hitt.“ Stóra spurningin er hvort Pep reyni nú að sannfæra Lewandowski um að prófa ensku úrvalsdeildina og hvort hann geti sýnt snilli sína á köldu þriðjudagskvöldi í norðurhluta Englands.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þurfa að svara fyrir sig Í beinni: Víkingur - Fram | Hörkuleikur í Fossvogi Í beinni: Breiðablik - KR | Meistararnir mæta læriföður Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Sjá meira