Róbert og Ksenia tóku vel á móti brúðkaupsgestunum í Frakklandi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 20. ágúst 2021 13:56 Róberti og Ksenia ásamt börnum sínum í veislunni fyrsta kvöldið eftir að gestirnir komu til Frakklands. Á myndina vantar yngsta drenginn, sem var farinn að sofa þegar myndin var tekin. Christian Oth/Oth Media Group Róbert Wessman og Ksenia Shakhmanova ganga í hjónaband á morgun. Brúðkaupið er haldið á glæsilegu heimili þeirra í Frakklandi, Chateau St. Cernin. „Ég kynntist Ksenia í New York og féll strax fyrir henni, segir Róbert í samtali við Vísi. „Haustið 2018, þegar við vorum á Íslandi, bauð ég henni í Þríhnjúkagíga og bað hennar þar. Það var yndisleg stund.“ Róbert segir að undirbúningurinn fyrir brúðkaupið hafi átt hug þeirra undanfarið enda í mörg horn að líta. „Sérstaklega á tímum Covid þar sem fjölskyldur okkar og vinir búa víðs vegar um heim.“ Um það bil hundrað manns er boðið í athöfnina og á boðslistanum er nánasta samstarfsfólk þeirra og fjölskylda. Um er að ræða margra daga veisluhöld og eru mismunandi þemu á viðburðunum og hefur þetta verið lengi í undirbúningi. Neonskiltið með upphafsstöfum þeirra vakti mikla athygli á blómaveggnum. Gestirnir létu margir mynda sig við vegginn.Christian Oth/Oth Media Group Þakklátur og ánægður „Gestirnir komu til Frakklands í gær og í gærkvöldi vorum við með lítið velkomuboð með mexíkósku þema. Stóra stundin er svo á laugardag,“ segir Róbert. Margir gestanna mættu til Frakklands á einkaþotum. „Ég er svo þakklátur og ánægður að fólk skuli gefa sér tíma og koma hingað til að fagna þessum degi með okkur þrátt fyrir Covid-faraldur. Það skiptir okkur Ksenia miklu.“ Róbert og Ksenia fluttu til Lundúna í fyrra 2019 en bjuggu á Íslandi á meðan Ksenia lauk MBA námi við Háskólann í Reykjavík. Róbert og Ksenia eiga og reka saman í dag vínframleiðslu á Chateau St. Cernin enda eru þau bæði mikið áhugafólk um vín. Þar framleiða þau vín sem eru margverðlaunuð eins og N°1 Saint-Cernin Rouge,N°1 Saint-Cernin Blanc ogChampagne Wessman One. Ksenia og Róbert eiga saman einn son, Róbert Ace, fæddur í mars 2019. Fyrir á Róbert tvö börn og Ksenia tvö börn sem öll búa hjá þeim. Börnin taka öll þátt í hátíðarhöldunum í kringum brúðkaupið. Ástin og lífið Íslendingar erlendis Brúðkaup Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Fleiri fréttir Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Sjá meira
„Ég kynntist Ksenia í New York og féll strax fyrir henni, segir Róbert í samtali við Vísi. „Haustið 2018, þegar við vorum á Íslandi, bauð ég henni í Þríhnjúkagíga og bað hennar þar. Það var yndisleg stund.“ Róbert segir að undirbúningurinn fyrir brúðkaupið hafi átt hug þeirra undanfarið enda í mörg horn að líta. „Sérstaklega á tímum Covid þar sem fjölskyldur okkar og vinir búa víðs vegar um heim.“ Um það bil hundrað manns er boðið í athöfnina og á boðslistanum er nánasta samstarfsfólk þeirra og fjölskylda. Um er að ræða margra daga veisluhöld og eru mismunandi þemu á viðburðunum og hefur þetta verið lengi í undirbúningi. Neonskiltið með upphafsstöfum þeirra vakti mikla athygli á blómaveggnum. Gestirnir létu margir mynda sig við vegginn.Christian Oth/Oth Media Group Þakklátur og ánægður „Gestirnir komu til Frakklands í gær og í gærkvöldi vorum við með lítið velkomuboð með mexíkósku þema. Stóra stundin er svo á laugardag,“ segir Róbert. Margir gestanna mættu til Frakklands á einkaþotum. „Ég er svo þakklátur og ánægður að fólk skuli gefa sér tíma og koma hingað til að fagna þessum degi með okkur þrátt fyrir Covid-faraldur. Það skiptir okkur Ksenia miklu.“ Róbert og Ksenia fluttu til Lundúna í fyrra 2019 en bjuggu á Íslandi á meðan Ksenia lauk MBA námi við Háskólann í Reykjavík. Róbert og Ksenia eiga og reka saman í dag vínframleiðslu á Chateau St. Cernin enda eru þau bæði mikið áhugafólk um vín. Þar framleiða þau vín sem eru margverðlaunuð eins og N°1 Saint-Cernin Rouge,N°1 Saint-Cernin Blanc ogChampagne Wessman One. Ksenia og Róbert eiga saman einn son, Róbert Ace, fæddur í mars 2019. Fyrir á Róbert tvö börn og Ksenia tvö börn sem öll búa hjá þeim. Börnin taka öll þátt í hátíðarhöldunum í kringum brúðkaupið.
Ástin og lífið Íslendingar erlendis Brúðkaup Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Fleiri fréttir Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Sjá meira