Cecilía hjá Everton til 2024 og segir liðið á leið að verða eitt það besta í Evrópu Sindri Sverrisson skrifar 20. ágúst 2021 15:50 Cecilía Rán Rúnarsdóttir í landsleik gegn Ítalíu í apríl. Hún á að baki þrjá A-landsleiki. Getty/ Gabriele Maltinti Cecilía Rán Rúnarsdóttir gengur í raðir Everton í janúar og hefur skrifað undir samning við enska knattspyrnufélagið sem gildir fram í júní 2024. Hin 18 ára gamla Cecilía mun því koma sér fyrir í Englandi hálfu ári áður en íslenska landsliðið spilar svo á Evrópumótinu sem fram fer næsta sumar. Næstu mánuði mun Cecilía hins vegar halda kyrru fyrir hjá sænska félaginu Örebro þar sem hún hefur spilað í sumar. Lengi hefur legið ljóst fyrir að þessi fyrrverandi markvörður Fylkis og Aftureldingar væri á leið til Everton en enska félagið staðfesti félagaskiptin í dag og birti viðtal við íslenska landsliðsmarkvörðinn: „Þetta er alveg stórkostlegt. Everton er svo stórt félag og maður sér það á því hvaða leikmenn félagið er að fá hvað það er mikið í bígerð þarna. Ég er þakklát fyrir að fá að taka þátt í því,“ segir Cecilía. | "Everton are on a journey to become one of the best clubs in Europe. They have the squad and the environment to do that."@ceciliaran03 pic.twitter.com/xIzU9XLC4L— Everton Women (@EvertonWomen) August 20, 2021 Everton endaði í 5. sæti á síðsutu leiktíð og stefnir enn hærra. „Félagið stefnir í átt að því að verða eitt það besta í Evrópu að mínu mati. Ég tel að félagið hafi bæði umhverfið og hópinn til að gera það. Þetta seldi mér hugmyndina um að koma þangað,“ segir Cecilía. Haft þjálfara sem hafa haft trú á mér Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún öðlast mikla reynslu nú þegar en Cecilía lék 30 leiki í efstu deild hér á landi áður en hún hélt til Svíþjóðar eftir síðustu leiktíð, og hún hefur þegar leikið þrjá A-landsleiki. „Ég hef haft þjálfara sem hafa haft trú á mér, bæði markmannsþjálfara minn þegar ég var yngri og aðra þjálfara hjá félögunum sem ég hef verið hjá. Það er ekki vanalegt að 15 ára leikmaður spili á svona háu stigi svo ég er mjög þakklát fyrir það. Ungir markmenn þurfa að fá að spila í meistaraflokki til að verða betri og ég er ánægð með að hafa fengið það,“ segir Cecilía. „Mér finnst ég hafa þroskast mikið. Ég er auðvitað enn mjög ung en tel mig hafa öðlast talsverða reynslu,“ bætir hún við. Enski boltinn Sænski boltinn EM 2021 í Englandi Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Leik lokið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Í beinni: Roma - Fiorentina | Albert í Rómarborg Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Sjá meira
Hin 18 ára gamla Cecilía mun því koma sér fyrir í Englandi hálfu ári áður en íslenska landsliðið spilar svo á Evrópumótinu sem fram fer næsta sumar. Næstu mánuði mun Cecilía hins vegar halda kyrru fyrir hjá sænska félaginu Örebro þar sem hún hefur spilað í sumar. Lengi hefur legið ljóst fyrir að þessi fyrrverandi markvörður Fylkis og Aftureldingar væri á leið til Everton en enska félagið staðfesti félagaskiptin í dag og birti viðtal við íslenska landsliðsmarkvörðinn: „Þetta er alveg stórkostlegt. Everton er svo stórt félag og maður sér það á því hvaða leikmenn félagið er að fá hvað það er mikið í bígerð þarna. Ég er þakklát fyrir að fá að taka þátt í því,“ segir Cecilía. | "Everton are on a journey to become one of the best clubs in Europe. They have the squad and the environment to do that."@ceciliaran03 pic.twitter.com/xIzU9XLC4L— Everton Women (@EvertonWomen) August 20, 2021 Everton endaði í 5. sæti á síðsutu leiktíð og stefnir enn hærra. „Félagið stefnir í átt að því að verða eitt það besta í Evrópu að mínu mati. Ég tel að félagið hafi bæði umhverfið og hópinn til að gera það. Þetta seldi mér hugmyndina um að koma þangað,“ segir Cecilía. Haft þjálfara sem hafa haft trú á mér Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún öðlast mikla reynslu nú þegar en Cecilía lék 30 leiki í efstu deild hér á landi áður en hún hélt til Svíþjóðar eftir síðustu leiktíð, og hún hefur þegar leikið þrjá A-landsleiki. „Ég hef haft þjálfara sem hafa haft trú á mér, bæði markmannsþjálfara minn þegar ég var yngri og aðra þjálfara hjá félögunum sem ég hef verið hjá. Það er ekki vanalegt að 15 ára leikmaður spili á svona háu stigi svo ég er mjög þakklát fyrir það. Ungir markmenn þurfa að fá að spila í meistaraflokki til að verða betri og ég er ánægð með að hafa fengið það,“ segir Cecilía. „Mér finnst ég hafa þroskast mikið. Ég er auðvitað enn mjög ung en tel mig hafa öðlast talsverða reynslu,“ bætir hún við.
Enski boltinn Sænski boltinn EM 2021 í Englandi Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Leik lokið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Í beinni: Roma - Fiorentina | Albert í Rómarborg Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Sjá meira