Fannst hann bera ábyrgð á áfengissjúkri móður sinni Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 27. ágúst 2021 13:31 Ómar Úlfur Eyþórsson, útvarpsmaður, er viðmælandi Snæbjörns Ragnarssonar í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. Snæbjörn talar við fólk Ómar Úlfur Eyþórsson ætlaði sér alltaf að verða rokkstjarna en endaði sem útvarpsmaður á X-977. Hann segist glíma við ákveðið „imposter syndrome“ og hefur hann tvisvar sinnum sagt upp starfi sínu vegna þess. Þrátt fyrir að hafa starfað í útvarpi meira og minna daglega frá árinu 2004 segist Ómar efast um sjálfan sig í hverri viku. „Það er þessi nagandi sjálfsefi sem kemur oft, einu sinni í viku, tvisvar í viku. Ég veit ekki hversu oft það kemur bara „Ohh ég er búinn að missa þetta. Kannski hafði ég þetta bara aldrei. Jæja nú hætti ég þessu“,“ segir Ómar í viðtali í hlaðvarpsþættinum Snæbjörn talar við fólk. Ómar segir þessar hugsanir hafa gengið svo langt að hann hafi tvisvar sinnum sagt upp starfi sínu sem útvarpsmaður. Yfirmenn hans hafi hins vegar ekki verið á sama máli og sannfært hann um að vera um kyrrt. Ómar lýsir æsku sinni eins og lagi frá tíunda áratugnum. Lífið tók miklum breytingum þegar foreldrar hans skildu þegar hann sex ára gamall og faðir hans flutti til Noregs. „Hann skilur eiginlega við okkur bæði sko. Við fjarlægðumst feðgarnir. Við höldum alveg sambandi í dag, hann býr nú á Íslandi en er samt svona eins og frændi. Það er ekkert svona föðurhlutverk, það fór alveg þarna.“ Sex ára látinn velja á milli foreldra sinna Í kjölfar skilnaðarins fær móðir Ómars taugaáfall og er lögð inn á Klepp. „Ég man alltaf eftir því þegar ég var sex ára, þá var fundur hjá læknunum. Mamma í hvítum slopp, alveg hökkuð á því sko og pabbi var þarna líka og ég var látinn velja á milli þeirra, hvar ég vildi vera.“ Ómar segir þessa reynslu vera eina af mörgum sem mótuðu hann sem einstakling. Hann segist hafa átt dásamlega æsku, þrátt fyrir að móðir hans hafi glímt við mikil veikindi. „Mamma var gríðarlegur alkóhólisti og ég ólst upp hjá henni frá sex ára aldri í gríðarlegum alkóhólisma. En hún var ekki slæm kona og hún var rosalegasta foreldri sem ég hefði geta hugsað mér.“ Það að alast upp hjá áfengissjúkling fyllti Ómar mikilli ábyrgðartilfinningu strax á barnsaldri. Honum fannst hann bera ábyrgð á líðan móður sinnar og ástandi heimilisins. Hann tók til og gerði fínt ef hann vissi að móðir sín ætti von á gestum. Þeir Snæbjörn og Ómar fara um víðan völl í nýjasta þættinum af Snæbjörn talar við fólk.Snæbjörn talar við fólk Var orðinn drykkjusjúkur og ákvað að segja skilið við bakkus Þegar leið á unglingsárin fór Ómar þó að eiga í vandræðum með áfengi sjálfur. „Árin frá svona 16 ára til 25 ára er ég bara Weekend at Barneys. Það eru bara tveir vinir mínir sem halda á mér dauðum og hafa mig alltaf með.“ Ómar segist hafa verið orðinn drykkjusjúkur og „léleg fyllibytta“ þegar hann tók þá ákvörðun að hætta að drekka. Sú ákvörðun hafi reynst ein sú gáfulegasta í hans lífi. Í dag lifir Ómar góðu lífi og kveðst vera umkringdur englum, bæði í vinnu og einkalífi, sem hafi togað hann í gegnum lífið. „Það er ótrúlegt hvað það hafa margir lagt hönd á plóg að drösla mér hingað.“ „Ég þurfti bara að æfa mig í því að verða pabbi“ Ómar er fjölskyldumaður en segist hafa þurft að aðlögun í foreldrahlutverkinu. „Ég var alveg á því alla ævi að ég yrði frábær pabbi,“ segir Ómar sem var staðráðinn í því að standa sig vel í öllu sem betur hefði mátt fara í hans eigin uppeldi. „Það sem foreldrar mínir klúðruðu, verð ég geggjaður í. Svo fattar maður náttúrlega að það sem ég er geggjaður í en þau klúðruðu, það er ekkert endilega það sem börnin mín eru að leita að.“ Eftir að hafa alist upp einn með móður sinni, segir Ómar það hafa verið talsverð viðbrigði að vera kominn með stærra heimili þar sem hann þurfti að taka tillit til fleiri einstaklinga. „Ég var bara ekkert frábær í þessu lengi vel. Ég þurfti bara að æfa mig í því að verða pabbi.“ Hér í spilaranum að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni. Snæbjörn talar við fólk Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Fleiri fréttir Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa starfað í útvarpi meira og minna daglega frá árinu 2004 segist Ómar efast um sjálfan sig í hverri viku. „Það er þessi nagandi sjálfsefi sem kemur oft, einu sinni í viku, tvisvar í viku. Ég veit ekki hversu oft það kemur bara „Ohh ég er búinn að missa þetta. Kannski hafði ég þetta bara aldrei. Jæja nú hætti ég þessu“,“ segir Ómar í viðtali í hlaðvarpsþættinum Snæbjörn talar við fólk. Ómar segir þessar hugsanir hafa gengið svo langt að hann hafi tvisvar sinnum sagt upp starfi sínu sem útvarpsmaður. Yfirmenn hans hafi hins vegar ekki verið á sama máli og sannfært hann um að vera um kyrrt. Ómar lýsir æsku sinni eins og lagi frá tíunda áratugnum. Lífið tók miklum breytingum þegar foreldrar hans skildu þegar hann sex ára gamall og faðir hans flutti til Noregs. „Hann skilur eiginlega við okkur bæði sko. Við fjarlægðumst feðgarnir. Við höldum alveg sambandi í dag, hann býr nú á Íslandi en er samt svona eins og frændi. Það er ekkert svona föðurhlutverk, það fór alveg þarna.“ Sex ára látinn velja á milli foreldra sinna Í kjölfar skilnaðarins fær móðir Ómars taugaáfall og er lögð inn á Klepp. „Ég man alltaf eftir því þegar ég var sex ára, þá var fundur hjá læknunum. Mamma í hvítum slopp, alveg hökkuð á því sko og pabbi var þarna líka og ég var látinn velja á milli þeirra, hvar ég vildi vera.“ Ómar segir þessa reynslu vera eina af mörgum sem mótuðu hann sem einstakling. Hann segist hafa átt dásamlega æsku, þrátt fyrir að móðir hans hafi glímt við mikil veikindi. „Mamma var gríðarlegur alkóhólisti og ég ólst upp hjá henni frá sex ára aldri í gríðarlegum alkóhólisma. En hún var ekki slæm kona og hún var rosalegasta foreldri sem ég hefði geta hugsað mér.“ Það að alast upp hjá áfengissjúkling fyllti Ómar mikilli ábyrgðartilfinningu strax á barnsaldri. Honum fannst hann bera ábyrgð á líðan móður sinnar og ástandi heimilisins. Hann tók til og gerði fínt ef hann vissi að móðir sín ætti von á gestum. Þeir Snæbjörn og Ómar fara um víðan völl í nýjasta þættinum af Snæbjörn talar við fólk.Snæbjörn talar við fólk Var orðinn drykkjusjúkur og ákvað að segja skilið við bakkus Þegar leið á unglingsárin fór Ómar þó að eiga í vandræðum með áfengi sjálfur. „Árin frá svona 16 ára til 25 ára er ég bara Weekend at Barneys. Það eru bara tveir vinir mínir sem halda á mér dauðum og hafa mig alltaf með.“ Ómar segist hafa verið orðinn drykkjusjúkur og „léleg fyllibytta“ þegar hann tók þá ákvörðun að hætta að drekka. Sú ákvörðun hafi reynst ein sú gáfulegasta í hans lífi. Í dag lifir Ómar góðu lífi og kveðst vera umkringdur englum, bæði í vinnu og einkalífi, sem hafi togað hann í gegnum lífið. „Það er ótrúlegt hvað það hafa margir lagt hönd á plóg að drösla mér hingað.“ „Ég þurfti bara að æfa mig í því að verða pabbi“ Ómar er fjölskyldumaður en segist hafa þurft að aðlögun í foreldrahlutverkinu. „Ég var alveg á því alla ævi að ég yrði frábær pabbi,“ segir Ómar sem var staðráðinn í því að standa sig vel í öllu sem betur hefði mátt fara í hans eigin uppeldi. „Það sem foreldrar mínir klúðruðu, verð ég geggjaður í. Svo fattar maður náttúrlega að það sem ég er geggjaður í en þau klúðruðu, það er ekkert endilega það sem börnin mín eru að leita að.“ Eftir að hafa alist upp einn með móður sinni, segir Ómar það hafa verið talsverð viðbrigði að vera kominn með stærra heimili þar sem hann þurfti að taka tillit til fleiri einstaklinga. „Ég var bara ekkert frábær í þessu lengi vel. Ég þurfti bara að æfa mig í því að verða pabbi.“ Hér í spilaranum að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni.
Snæbjörn talar við fólk Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Fleiri fréttir Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Sjá meira