Svona var blaðamannafundur Arnars Þórs Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. ágúst 2021 15:52 Arnar Þór Viðarsson stýrir íslenska landsliðinu í fyrsta sinn á Laugardalsvelli á fimmtudaginn þegar Íslendingar mæta Rúmenum. vísir/vilhelm Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, sat fyrir svörum. Fundurinn hófst klukkan 15:00 en útsendingu frá honum má sjá hér fyrir neðan. Beina textalýsingu frá fundinum má svo sjá neðst í fréttinni. Framundan eru þrír leikir hjá karlalandsliðinu í undankeppni HM 2022, gegn Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi, en Arnar Þór var lítið spurður út í þá. Umræðan á fundinum snerist að miklu leyti um atburði síðustu daga. Spjótin hafa beinst að KSÍ vegna ofbeldisbrota leikmanna landsliðsins og hefur sambandið verið harðlega gagnrýnt hvernig það hefur tekið á þeim. Guðni Bergsson hætti sem formaður KSÍ á sunnudaginn og í gær hætti stjórn sambandsins og boðaði til aukaþings. Stjórn KSÍ ákvað að taka Kolbeinn Sigþórsson út úr landsliðshópnum og Rúnar Már Sigurjónsson dró sig út úr honum vegna meiðsla og persónulegra ástæðna. Sæti þeirra í tóku Viðar Örn Kjartansson og Gísli Eyjólfsson. Á fundinum sagði Arnar meðal annars að þeir leikmenn sem eru í hópnum séu hræddir um að segja eitthvað rangt og það væri ósanngjarnt gagnvart þeim ef stemmningin á leikjunum yrði ekki góð. Hann sagði jafnframt að ekkert lið í fótboltasögunni hafi verið undir viðlíka pressu og það íslenska nú og að allir leikmenn þess væru með hreinan skjöld.
Fundurinn hófst klukkan 15:00 en útsendingu frá honum má sjá hér fyrir neðan. Beina textalýsingu frá fundinum má svo sjá neðst í fréttinni. Framundan eru þrír leikir hjá karlalandsliðinu í undankeppni HM 2022, gegn Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi, en Arnar Þór var lítið spurður út í þá. Umræðan á fundinum snerist að miklu leyti um atburði síðustu daga. Spjótin hafa beinst að KSÍ vegna ofbeldisbrota leikmanna landsliðsins og hefur sambandið verið harðlega gagnrýnt hvernig það hefur tekið á þeim. Guðni Bergsson hætti sem formaður KSÍ á sunnudaginn og í gær hætti stjórn sambandsins og boðaði til aukaþings. Stjórn KSÍ ákvað að taka Kolbeinn Sigþórsson út úr landsliðshópnum og Rúnar Már Sigurjónsson dró sig út úr honum vegna meiðsla og persónulegra ástæðna. Sæti þeirra í tóku Viðar Örn Kjartansson og Gísli Eyjólfsson. Á fundinum sagði Arnar meðal annars að þeir leikmenn sem eru í hópnum séu hræddir um að segja eitthvað rangt og það væri ósanngjarnt gagnvart þeim ef stemmningin á leikjunum yrði ekki góð. Hann sagði jafnframt að ekkert lið í fótboltasögunni hafi verið undir viðlíka pressu og það íslenska nú og að allir leikmenn þess væru með hreinan skjöld.
HM 2022 í Katar KSÍ Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira