Oddvitaáskorunin: Fékk stjórnmálin beint í æð í æsku Samúel Karl Ólason skrifar 10. september 2021 09:00 Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Lilja Dögg Alfreðsdóttir leiðir lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í kosningunum. „Ég er 47 ára (bráðum 48) ráðherra, þingmaður og varaformaður Framsóknarflokksins, gift, tveggja barna móðir, MR-ingur, stjórnmálafræðingur og alþjóðahagfræðingur. Ég fæddist í Reykjavík 4. október 1973 og ólst upp í Breiðholti. Heimilið var lifandi og pólitískt og ég fékk þannig stjórnmálin beint í æð og áhuga á félagsmálum. Ég elskaði íþróttir sem barn, var virk í félagsstarfi í grunnskóla og síðar menntaskóla, þar sem fjölbreyttar áskoranir og krefjandi verkefni áttu hug minn allan.“ „Ég starfaði sem aðstoðarframkvæmdastjóri á skrifstofu alþjóðasamskipta og markaðsmála í Seðlabanka Íslands í 10 ár, m.a. í hruninu og eftirmálum þess. Þá starfaði ég einnig hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum í Washington í þrjú ár og tók þátt í samstarfi sjóðsins og íslenskra stjórnvalda við endurreisn hagkerfisins eftir hrunið. Ég starfaði verkefnastjóri í forsætisráðuneytinu um tveggja ára skeið og gegndi lykilhlutverki við losun fjármagnshafta, sem var gríðarlega mikilvæg efnahagsaðgerð á sínum tíma. Ég varð utanríkisráðherra á árunum 2016 til 2017, en tók svo við embætti mennta- og menningarmálaráðherra í nóvember 2017. Á mínum árum sem mennta- og menningarmálaráðherra hafa orðið miklar breytingar í mennta- og menningarmálum og ég vill halda áfram að bæta þau kerfi sem fyrir eru. Markmiðið er að tryggja öllum jöfn tækifæri til menntunar og laga menntakerfið að þörfum notenda; nemenda, starfsfólks og foreldra. Ég hef mikinn áhuga á efnahagsmálum, stöðu þjóðarbúsins og ríkisfjármálum enda er sterk staða ríkissjóðs forsenda þess að fjárveitingar fáist til brýnna mála. Frítíma mínum vill ég fyrst og fremst verja með fjölskyldu minni, við útivist og samveru, og lestur góðra bóka.“ Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Biskupstungur. Hvað færðu þér í bragðaref? Jarðaber og Nóa kropp. Uppáhalds bók? Veröld sem var eftir Stefan Zweig. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Eye of the Tiger – en skammast mín reyndar ekkert fyrir það. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Biskupstungum. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Lestur, hef sjaldan lesið eins mikið. Hvað tekur þú í bekk? Lúr. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Fyrir. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Sögukennsla í Háskóla Íslands. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Góðan daginn. Hættu. (á Kóresku). Uppáhalds tónlistarmaður? Laufey Lin. Besti fimmaurabrandarinn? Tvær kindur voru að bíta gras út á túni. Allt í einu segir önnur „Meee“. Þá leit hin upp og sagði „Einmitt það sem ég var að fara að segja!“ Ein sterkasta minningin úr æsku? Fyrsta minningin eru eldingar á Benedorm, þegar ég var í fríi þar með fjölskyldunni. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Winston Churchill Besta íslenska Eurovision-lagið? All out of luck – Selma Björnsdóttir. Besta frí sem þú hefur farið í? Danmörk 2016 með fjölskyldunni. Uppáhalds þynnkumatur? Búlluborgarar. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Hef séð það óteljandi oft í fréttunum – hef látið það duga í bili. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Öll jafn skemmtileg. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Málfundarfélagið, stjórn Framtíðarinnar Rómantískasta uppátækið? Stuð. Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi suður Framsóknarflokkurinn Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sjá meira
Lilja Dögg Alfreðsdóttir leiðir lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í kosningunum. „Ég er 47 ára (bráðum 48) ráðherra, þingmaður og varaformaður Framsóknarflokksins, gift, tveggja barna móðir, MR-ingur, stjórnmálafræðingur og alþjóðahagfræðingur. Ég fæddist í Reykjavík 4. október 1973 og ólst upp í Breiðholti. Heimilið var lifandi og pólitískt og ég fékk þannig stjórnmálin beint í æð og áhuga á félagsmálum. Ég elskaði íþróttir sem barn, var virk í félagsstarfi í grunnskóla og síðar menntaskóla, þar sem fjölbreyttar áskoranir og krefjandi verkefni áttu hug minn allan.“ „Ég starfaði sem aðstoðarframkvæmdastjóri á skrifstofu alþjóðasamskipta og markaðsmála í Seðlabanka Íslands í 10 ár, m.a. í hruninu og eftirmálum þess. Þá starfaði ég einnig hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum í Washington í þrjú ár og tók þátt í samstarfi sjóðsins og íslenskra stjórnvalda við endurreisn hagkerfisins eftir hrunið. Ég starfaði verkefnastjóri í forsætisráðuneytinu um tveggja ára skeið og gegndi lykilhlutverki við losun fjármagnshafta, sem var gríðarlega mikilvæg efnahagsaðgerð á sínum tíma. Ég varð utanríkisráðherra á árunum 2016 til 2017, en tók svo við embætti mennta- og menningarmálaráðherra í nóvember 2017. Á mínum árum sem mennta- og menningarmálaráðherra hafa orðið miklar breytingar í mennta- og menningarmálum og ég vill halda áfram að bæta þau kerfi sem fyrir eru. Markmiðið er að tryggja öllum jöfn tækifæri til menntunar og laga menntakerfið að þörfum notenda; nemenda, starfsfólks og foreldra. Ég hef mikinn áhuga á efnahagsmálum, stöðu þjóðarbúsins og ríkisfjármálum enda er sterk staða ríkissjóðs forsenda þess að fjárveitingar fáist til brýnna mála. Frítíma mínum vill ég fyrst og fremst verja með fjölskyldu minni, við útivist og samveru, og lestur góðra bóka.“ Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Biskupstungur. Hvað færðu þér í bragðaref? Jarðaber og Nóa kropp. Uppáhalds bók? Veröld sem var eftir Stefan Zweig. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Eye of the Tiger – en skammast mín reyndar ekkert fyrir það. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Biskupstungum. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Lestur, hef sjaldan lesið eins mikið. Hvað tekur þú í bekk? Lúr. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Fyrir. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Sögukennsla í Háskóla Íslands. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Góðan daginn. Hættu. (á Kóresku). Uppáhalds tónlistarmaður? Laufey Lin. Besti fimmaurabrandarinn? Tvær kindur voru að bíta gras út á túni. Allt í einu segir önnur „Meee“. Þá leit hin upp og sagði „Einmitt það sem ég var að fara að segja!“ Ein sterkasta minningin úr æsku? Fyrsta minningin eru eldingar á Benedorm, þegar ég var í fríi þar með fjölskyldunni. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Winston Churchill Besta íslenska Eurovision-lagið? All out of luck – Selma Björnsdóttir. Besta frí sem þú hefur farið í? Danmörk 2016 með fjölskyldunni. Uppáhalds þynnkumatur? Búlluborgarar. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Hef séð það óteljandi oft í fréttunum – hef látið það duga í bili. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Öll jafn skemmtileg. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Málfundarfélagið, stjórn Framtíðarinnar Rómantískasta uppátækið? Stuð.
Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi suður Framsóknarflokkurinn Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sjá meira