Steinunn Ólína snýr aftur í sjónvarp eftir tuttugu ára fjarveru Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Elma Rut Valtýsdóttir skrifa 14. september 2021 17:53 Steinunn Ólína snýr aftur í sjónvarp Vísir/Vilhelm Leikkonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er væntanleg aftur á skjá landsmanna en hún er ein þáttastjórnanda fjölskylduþáttarins Stóra sviðið sem sýndur verður á Stöð 2 í vetur. Stóra sviðið er nýr fjölskylduþáttur þar sem skemmtun og afþreying eru í aðalhlutverki. Steinunn Ólína leggur fyrir þá Auðunn Blöndal og Steinda Jr., fyndnar og fjölbreyttar áskoranir. Tökur hefjast í kvöld og hvílir mikil leynd yfir umgjörðinni allri. Auðunn í undirbúningi fyrir tökur í dag.Vísir/Vilhelm „Þetta er náttúrlega bara alveg ferlega gaman og mikill heiður fyrir mig að fá að vinna með þeim strákum, Auðunni Blöndal og Steinda. Ég bara held að þetta geti orðið alveg rosalega skemmtilegt hjá okkur,“ segir Steinunn Ólína í samtali við Vísi. Hún segir að ástæðan fyrir því að hún ákvað að snúa aftur í sjónvarpið eftir tveggja áratuga fjarveru, sé að hún vildi vinna með Auðunni og Steinda. „Ég kynntist Auðunni svolítið þegar við vorum að leika í saman í Leynilöggunni sem hann Hannes var að leikstýra og ég hef auðvitað fylgst með þeim og þeir eru frábærir grínarar báðir tveir og þetta var bara félagsskapur sem ég var viss um að ég var viss um að ég hefði gaman af því að vera í,“ útskýrir Steinunn Ólína. „Ég ber mikla virðingu fyrir þeim og mér sýnist þeir umbera mig þótt ég sé svona einhver miðaldra kona.“ Hún segir að Auðunn sé frábær leikari og Steindi reyndur grínari og svo fínasti leikari líka. Leynilöggan heppnaðist vel og Steinunn Ólína segir að þetta samstarf fari vel af stað. „Við erum náttúrlega bara að fara í gang með þessa þætti og ennþá eru engir árekstrar og bara samstarfið gengur vel.“ Steinunn Ólína í förðun og greiðslu fyrir upptökurnar í dag.Vísir/Vilhelm Í hverjum þætti fá þeir til sín þjóðþekkta einstaklinga sem aðstoða þá við að leysa þessar þrautir eftir sinni bestu getu. Áskoranirnar eru allt frá kvikmyndagerð yfir í rómantík og þurfa þeir að leggja allt sitt í sölurnar til að vinna hylli áhorfenda sem síðan kjósa sigurvegara hvers þáttar fyrir sig. „Ég held að þetta verði bara alveg frábær þáttur fyrir alla fjölskylduna og þarna eru þeir að þreyta alls konar þrautir og leysa alls konar verkefni og þeim er mikið í mun að vera teknir alvarlega sem listamenn þannig þeir fá alls konar listræn verkefni til þess að leysa. Ég get lofað þér því að útkoman verður skemmtileg. Við fáum náttúrlega til okkar fullt af landsþekktu fólki til þess að taka þátt í þessum listrænu verkefnum með Auðunni og Steinda, bæði landsþekktir söngvarar og leikarar og grínarar. Ég er bara mjög vongóð,“ segir Steinunn Ólína að lokum. Allt að verða klárt fyrir Stóra sviðið. Steindi og Steinunn Ólína fara yfir málin.Vísir/Vilhelm Bíó og sjónvarp Stóra sviðið Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni „Hann var bara draumur“ Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Sjá meira
Stóra sviðið er nýr fjölskylduþáttur þar sem skemmtun og afþreying eru í aðalhlutverki. Steinunn Ólína leggur fyrir þá Auðunn Blöndal og Steinda Jr., fyndnar og fjölbreyttar áskoranir. Tökur hefjast í kvöld og hvílir mikil leynd yfir umgjörðinni allri. Auðunn í undirbúningi fyrir tökur í dag.Vísir/Vilhelm „Þetta er náttúrlega bara alveg ferlega gaman og mikill heiður fyrir mig að fá að vinna með þeim strákum, Auðunni Blöndal og Steinda. Ég bara held að þetta geti orðið alveg rosalega skemmtilegt hjá okkur,“ segir Steinunn Ólína í samtali við Vísi. Hún segir að ástæðan fyrir því að hún ákvað að snúa aftur í sjónvarpið eftir tveggja áratuga fjarveru, sé að hún vildi vinna með Auðunni og Steinda. „Ég kynntist Auðunni svolítið þegar við vorum að leika í saman í Leynilöggunni sem hann Hannes var að leikstýra og ég hef auðvitað fylgst með þeim og þeir eru frábærir grínarar báðir tveir og þetta var bara félagsskapur sem ég var viss um að ég var viss um að ég hefði gaman af því að vera í,“ útskýrir Steinunn Ólína. „Ég ber mikla virðingu fyrir þeim og mér sýnist þeir umbera mig þótt ég sé svona einhver miðaldra kona.“ Hún segir að Auðunn sé frábær leikari og Steindi reyndur grínari og svo fínasti leikari líka. Leynilöggan heppnaðist vel og Steinunn Ólína segir að þetta samstarf fari vel af stað. „Við erum náttúrlega bara að fara í gang með þessa þætti og ennþá eru engir árekstrar og bara samstarfið gengur vel.“ Steinunn Ólína í förðun og greiðslu fyrir upptökurnar í dag.Vísir/Vilhelm Í hverjum þætti fá þeir til sín þjóðþekkta einstaklinga sem aðstoða þá við að leysa þessar þrautir eftir sinni bestu getu. Áskoranirnar eru allt frá kvikmyndagerð yfir í rómantík og þurfa þeir að leggja allt sitt í sölurnar til að vinna hylli áhorfenda sem síðan kjósa sigurvegara hvers þáttar fyrir sig. „Ég held að þetta verði bara alveg frábær þáttur fyrir alla fjölskylduna og þarna eru þeir að þreyta alls konar þrautir og leysa alls konar verkefni og þeim er mikið í mun að vera teknir alvarlega sem listamenn þannig þeir fá alls konar listræn verkefni til þess að leysa. Ég get lofað þér því að útkoman verður skemmtileg. Við fáum náttúrlega til okkar fullt af landsþekktu fólki til þess að taka þátt í þessum listrænu verkefnum með Auðunni og Steinda, bæði landsþekktir söngvarar og leikarar og grínarar. Ég er bara mjög vongóð,“ segir Steinunn Ólína að lokum. Allt að verða klárt fyrir Stóra sviðið. Steindi og Steinunn Ólína fara yfir málin.Vísir/Vilhelm
Bíó og sjónvarp Stóra sviðið Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni „Hann var bara draumur“ Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Sjá meira