Glódís Perla: Þurfum að vera með augu í hnakkanum á henni allan tímann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2021 12:00 Vivianne Miedema fagnar einu marka sinna með hollenska landsliðinu. EFE/TOLGA BOZOGLU Ein af bestu knattspyrnukonum heims mætir á Laugardalsvöllinn í næstu viku en þar eru við að tala um hina hollensku Vivianne Miedema. Miedema hefur skorað 83 mörk í 100 landsleikjum fyrir Holland og hún hefur skorað 102 í 105 leikjum fyrir Arsenal í öllum keppnum síðan að hún fór til Englands frá Bayern München árið 2017. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður íslenska landsliðsins, fær það krefjandi hlutverk að gæta Vivianne Miedema í fyrsta leik Íslands í undankeppni HM 2023. Miedema hefur eins og Glódís Perla sjálf verið stórstjarna í sínum landsliði frá unga aldri og báðar eru komnar með mikla reynslu þrátt fyrir að vera enn bara 25 og 26 ára gamlar. Glódís Perla var á fjarfundi með íslenskum blaðamönnum í gær og þar barst talið meðal annars að hinni mögnuðu Miedema. „Hún er frábær og þarna er á ferðinni geggjaður leikmaður,“ sagði Glódís Perla. „Við þurfum að vera með augu í hnakkanum á henni allan tímann. Það þarf að passa upp á það að hún komist ekki í boltann pressulaus,“ sagði Glódís en hún vakti þó líka athygli að þetta hollenska lið er ekki bara Vivianne Miedema. „Það eru margar góðar í þessu liði, bæði á miðjunni sem og á köntunum. Þetta er verðugt verkefni fyrir okkur,“ sagði Glódís. Miedema er búin að skora 13 mörk í 9 landsleikjum á árinu 2021 er auk þess sem 8 mörk í fyrstu 6 leikjum tímabilsins með Arsenal. Það fer því ekkert á milli mála að hún mætir sjóðandi heit í Laugardalinn í næstu viku. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Bakslag hjá Hlín og Þorsteinn kallar á Diljá Ýri inn í A-landsliðið Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, hefur þurft að gera aðra breytingu á landsliðshópi sínum fyrir komandi leik á móti Hollandi í undankeppni HM. 16. september 2021 14:55 Með bækistöðvar í Hveragerði og keppa í golfi í dag Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta undirbýr sig á nýjum stað fyrir fyrsta leik í undankeppni heimsmeistaramótsins. 16. september 2021 15:13 Gunnhildur Yrsa: Alltaf gaman að mæta þeim bestu Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, kvartar ekkert yfir því að þurfa að spila fyrsta leikinn í undankeppni HM á móti einu allra besta liði heims. 16. september 2021 17:45 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Miedema hefur skorað 83 mörk í 100 landsleikjum fyrir Holland og hún hefur skorað 102 í 105 leikjum fyrir Arsenal í öllum keppnum síðan að hún fór til Englands frá Bayern München árið 2017. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður íslenska landsliðsins, fær það krefjandi hlutverk að gæta Vivianne Miedema í fyrsta leik Íslands í undankeppni HM 2023. Miedema hefur eins og Glódís Perla sjálf verið stórstjarna í sínum landsliði frá unga aldri og báðar eru komnar með mikla reynslu þrátt fyrir að vera enn bara 25 og 26 ára gamlar. Glódís Perla var á fjarfundi með íslenskum blaðamönnum í gær og þar barst talið meðal annars að hinni mögnuðu Miedema. „Hún er frábær og þarna er á ferðinni geggjaður leikmaður,“ sagði Glódís Perla. „Við þurfum að vera með augu í hnakkanum á henni allan tímann. Það þarf að passa upp á það að hún komist ekki í boltann pressulaus,“ sagði Glódís en hún vakti þó líka athygli að þetta hollenska lið er ekki bara Vivianne Miedema. „Það eru margar góðar í þessu liði, bæði á miðjunni sem og á köntunum. Þetta er verðugt verkefni fyrir okkur,“ sagði Glódís. Miedema er búin að skora 13 mörk í 9 landsleikjum á árinu 2021 er auk þess sem 8 mörk í fyrstu 6 leikjum tímabilsins með Arsenal. Það fer því ekkert á milli mála að hún mætir sjóðandi heit í Laugardalinn í næstu viku.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Bakslag hjá Hlín og Þorsteinn kallar á Diljá Ýri inn í A-landsliðið Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, hefur þurft að gera aðra breytingu á landsliðshópi sínum fyrir komandi leik á móti Hollandi í undankeppni HM. 16. september 2021 14:55 Með bækistöðvar í Hveragerði og keppa í golfi í dag Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta undirbýr sig á nýjum stað fyrir fyrsta leik í undankeppni heimsmeistaramótsins. 16. september 2021 15:13 Gunnhildur Yrsa: Alltaf gaman að mæta þeim bestu Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, kvartar ekkert yfir því að þurfa að spila fyrsta leikinn í undankeppni HM á móti einu allra besta liði heims. 16. september 2021 17:45 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Bakslag hjá Hlín og Þorsteinn kallar á Diljá Ýri inn í A-landsliðið Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, hefur þurft að gera aðra breytingu á landsliðshópi sínum fyrir komandi leik á móti Hollandi í undankeppni HM. 16. september 2021 14:55
Með bækistöðvar í Hveragerði og keppa í golfi í dag Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta undirbýr sig á nýjum stað fyrir fyrsta leik í undankeppni heimsmeistaramótsins. 16. september 2021 15:13
Gunnhildur Yrsa: Alltaf gaman að mæta þeim bestu Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, kvartar ekkert yfir því að þurfa að spila fyrsta leikinn í undankeppni HM á móti einu allra besta liði heims. 16. september 2021 17:45