Messi var allt annað en sáttur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. september 2021 09:01 Lionel Messi horfir á knattspyrnustjórann Mauricio Pochettino eftir að hafa verið tekinn af velli í gær. AP/Francois Mori Fyrsti heimaleikur Lionel Messi með Paris Saint Germain endaði örugglega ekki eins og flestir höfðu séð það fyrir sér. Paris Saint Germain liðið vann vissulega 2-1 sigur á Lyon í frönsku deildinni í gærkvöldi en stærsta málið eftir leikinn voru ekki úrslitin eða sigurmark Mauro Icardi í uppbótartíma. Mál málanna eftir leikinn í gærkvöldi var fýldur og ósáttur Lionel Messi eftir að hann var tekinn af velli þegar fimmtán mínútur voru eftir og staðan var enn 1-1. "Just come back home Leo." "This is the moment Pochettino lost his job." "I've never seen Messi look so furious."Messi appeared to ignore Pochettino's handshake before storming to the bench. This is extraordinary... https://t.co/QW1UvUgsTX— SPORTbible (@sportbible) September 19, 2021 Það fór ekkert á milli mála að Messi var allt annað en sáttur og það leit út fyrir að hann neitaði að taka í höndina á knattspyrnustjóranum Mauricio Pochettino. Messi hafði nokkrum sinnum verið nálægt því að skora í leiknum en var samt nokkuð frá sínu besta. Það var klappað fyrir honum þegar hann kom af velli en það stóð þó enginn upp. Messi var í byrjunarliðinu með Ángel Di María, Neymar og Kylian Mbappé. Það vantaði því ekki sóknarþungann í uppstillingu liðsins. PSG liðið er hins vegar enn að leita að taktinum og liðið lenti undir í gær. Messi after being subbed off pic.twitter.com/AxIE7EmhC4— B/R Football (@brfootball) September 19, 2021 Parísarliðinu tókst að jafna úr vítaspyrnu en Pochettino var ekki sáttur og tók bæði Messi og Di María var velli þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka. Það þótti mörgum fróðleg ákvörðun og voru sumir netverjar farnir að lýsa því yfir að þar hafi hann endað stjóraferill sinn hjá PSG. Skiptingin gekk hins vegar upp og Kylian Mbappé lagði upp sigurmark fyrir Mauro Icardi undir lokin. „Ég held að við vitum öll að við erum með frábæra leikmenn í okkar 35 leikmanna hópi. Aðeins ellefu mega vera inn á í einu. Við megum ekki setja fleiri inn á völlinn. Ákvarðanirnar sem ég tek eru teknar með allt liðið og einstaka leikmenn í huga,“ sagði Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri PSG. "What a sh*t excuse!" "What is this clown talking about?" "This doesn't make sense at all"Lionel Messi reacted badly to being taken off when the score was 1-1, and Pochettino has annoyed fans even more with his reasoning... https://t.co/ogBf0gTKOK— SPORTbible (@sportbible) September 20, 2021 „Stundum ganga hlutirnir upp og stundum ekki. Stundum eru leikmenn ósáttir og stundum ekki. Þetta er okkar hlutverk og þetta eru ákvarðanir sem við stjórar þurfum að taka. Hvað varðar viðbrögð hans þá spurði ég hann hvernig hann væri og hann svaraði að allt væri í lagi. Þannig var það. Það voru samskipti okkar,“ sagði Pochettino. Messi hefur spilað þrjá leiki með PSG en á enn eftir að skora eða leggja upp mark. Á sama tíma kom Cristiano Ronaldo í Manchester United og hefur skorað fjögur mörk í fyrstu þremur leikjum sínum. Franski boltinn Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Sjá meira
Paris Saint Germain liðið vann vissulega 2-1 sigur á Lyon í frönsku deildinni í gærkvöldi en stærsta málið eftir leikinn voru ekki úrslitin eða sigurmark Mauro Icardi í uppbótartíma. Mál málanna eftir leikinn í gærkvöldi var fýldur og ósáttur Lionel Messi eftir að hann var tekinn af velli þegar fimmtán mínútur voru eftir og staðan var enn 1-1. "Just come back home Leo." "This is the moment Pochettino lost his job." "I've never seen Messi look so furious."Messi appeared to ignore Pochettino's handshake before storming to the bench. This is extraordinary... https://t.co/QW1UvUgsTX— SPORTbible (@sportbible) September 19, 2021 Það fór ekkert á milli mála að Messi var allt annað en sáttur og það leit út fyrir að hann neitaði að taka í höndina á knattspyrnustjóranum Mauricio Pochettino. Messi hafði nokkrum sinnum verið nálægt því að skora í leiknum en var samt nokkuð frá sínu besta. Það var klappað fyrir honum þegar hann kom af velli en það stóð þó enginn upp. Messi var í byrjunarliðinu með Ángel Di María, Neymar og Kylian Mbappé. Það vantaði því ekki sóknarþungann í uppstillingu liðsins. PSG liðið er hins vegar enn að leita að taktinum og liðið lenti undir í gær. Messi after being subbed off pic.twitter.com/AxIE7EmhC4— B/R Football (@brfootball) September 19, 2021 Parísarliðinu tókst að jafna úr vítaspyrnu en Pochettino var ekki sáttur og tók bæði Messi og Di María var velli þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka. Það þótti mörgum fróðleg ákvörðun og voru sumir netverjar farnir að lýsa því yfir að þar hafi hann endað stjóraferill sinn hjá PSG. Skiptingin gekk hins vegar upp og Kylian Mbappé lagði upp sigurmark fyrir Mauro Icardi undir lokin. „Ég held að við vitum öll að við erum með frábæra leikmenn í okkar 35 leikmanna hópi. Aðeins ellefu mega vera inn á í einu. Við megum ekki setja fleiri inn á völlinn. Ákvarðanirnar sem ég tek eru teknar með allt liðið og einstaka leikmenn í huga,“ sagði Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri PSG. "What a sh*t excuse!" "What is this clown talking about?" "This doesn't make sense at all"Lionel Messi reacted badly to being taken off when the score was 1-1, and Pochettino has annoyed fans even more with his reasoning... https://t.co/ogBf0gTKOK— SPORTbible (@sportbible) September 20, 2021 „Stundum ganga hlutirnir upp og stundum ekki. Stundum eru leikmenn ósáttir og stundum ekki. Þetta er okkar hlutverk og þetta eru ákvarðanir sem við stjórar þurfum að taka. Hvað varðar viðbrögð hans þá spurði ég hann hvernig hann væri og hann svaraði að allt væri í lagi. Þannig var það. Það voru samskipti okkar,“ sagði Pochettino. Messi hefur spilað þrjá leiki með PSG en á enn eftir að skora eða leggja upp mark. Á sama tíma kom Cristiano Ronaldo í Manchester United og hefur skorað fjögur mörk í fyrstu þremur leikjum sínum.
Franski boltinn Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Sjá meira