Við erum hluti af líffræðilegum fjölbreytileika Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar 21. september 2021 13:30 Í upphafi þessa mánaðar hélt ég stutt erindi á Fundi fólksins til að vekja athygli á kröfum ungs fólks til bjargar líffræðilegum fjölbreytileika. Um 2.200 ungmenni á Norðurlöndunum tóku þátt í að setja fram þessar kröfur. Í sama mánuði fórum við í Ungum umhverfissinnum af stað með verkefnið Sólina sem vakið hefur mikla athygli. Með því vildum við upplýsa almenning um umhverfisstefnur stjórnmálaflokka og leggja áherslu á umhverfis- og loftslagsmál í komandi Alþingiskosningum. Fyrir nokkrum árum fór af stað verkefni sem enn er í gangi í dag. Þar hittast fjöldamörg ungmenni einu sinni í viku til að krefjast aðgerða í loftslagsmálum. Þetta eru nokkur dæmi um það hvernig ungt fólk getur og hefur haft mikil áhrif á gang mála í heiminum. Það er mikilvægt að ungt fólk hafi hátt um þau málefni sem skipta þau máli. Þannig fáum við í gegn þær breytingar sem eru nauðsynlegar til að tryggja framtíð okkar. Ein af þessum nauðsynjum fyrir framtíðina er verndun líffræðilegs fjölbreytileika. Mannkynið á það til að gleyma því að það er hluti af líffræðilegum fjölbreytileika Jarðar. En ég held að það að minna sig reglulega á það setji hlutina í samhengi. Við förum að hugsa um okkur sem hluta af náttúrunni, sem jafningja annarra lífvera. Það er þá ekki lengur náttúran og við, heldur bara náttúran. Náttúran fær að njóta vafans. Einhver gætu spurt við hvað ég á þegar ég segi að mannkynið sé hluti af líffræðilegum fjölbreytileika. En öll okkar tækni, þekking og jafnvel siðir eru háð náttúrunni. Við verðum fyrir áhrifum náttúrunnar og sömuleiðis verður náttúran fyrir áhrifum frá okkur. Samband milli lífvera jarðarinnar, þar á meðal okkar, skiptir öllu fyrir heilbrigð vistkerfi. Án heilbrigðra vistkerfa falla undirstöðurnar undan samfélagi okkar og öllu því sem mannkynið reiðir sig á. Líffræðilegur fjölbreytileiki er grundvöllur fyrir því að þessi sambönd haldist í jafnvægi og þar með fyrir heilbrigði vistkerfa. Þetta jafnvægi stuðlar til dæmis að mildun loftslags og sjúkdóma en að undanförnu höfum við án efa flest fundið fyrir röskun á þessu jafnvægi hvað það varðar. Án heilbrigðra vistkerfa væri framtíðin frekar dapurleg. Ég veit að ungt fólk hefur áttað sig á því að líffræðilegur fjölbreytileiki er okkur jafn nauðsynlegur og hann er vistkerfunum. Ljóst er að ungt fólk vill breytingar. Það vill að verndun líffræðilegs fjölbreytileika og náttúruvernd verði í brennidepli í öllum ákvarðanatökum. Það veit að líffræðilegur fjölbreytileiki er mikilvæg undirstaða fyrir og í raun partur af samfélagi okkar. Ungt fólk vill eiga möguleika á framtíð með heilbrigðum vistkerfum og sanngjörnu samfélagi. Það veit að samband okkar við náttúruna þarf að breytast til að þetta verði möguleiki. Við þurfum að átta okkur á því að við getum ekki án náttúrunnar verið. Við erum hluti af líffræðilegum fjölbreytileika. Baráttan fyrir verndun líffræðilegrar fjölbreytni er samofin öðrum baráttumálum sem ungt fólk brennur fyrir líkt og loftslagsbreytingum. Ég tel að ungt fólk þurfi að sameinast í sínum baráttumálum; tala saman, skilja hvert annað og ekki síst berjast í sameiningu fyrir því sem er okkur mikilvægt. Unga fólkið mun koma til með að taka við framtíðinni og þess vegna er mikilvægt að það taki þátt í að skapa hana. Höfundur er líffræðingur og náttúruverndarfulltrúi Ungra umhverfissinna og er greinin byggð á erindi sem höfundur hélt á málþinginu: Fjölbreytileiki lífs í nútíð og framtíð. Greinin er hluti af greinaskrifaátaki sem ætlað er að vekja athygli á mikilvægi loftslags- og umhverfismála í komandi kosningum. Öll þau mál sem tekin eru fyrir birtast í SÓLINNI - Einkunnagjöf Ungra umhverfissinna fyrir Alþingiskosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Í upphafi þessa mánaðar hélt ég stutt erindi á Fundi fólksins til að vekja athygli á kröfum ungs fólks til bjargar líffræðilegum fjölbreytileika. Um 2.200 ungmenni á Norðurlöndunum tóku þátt í að setja fram þessar kröfur. Í sama mánuði fórum við í Ungum umhverfissinnum af stað með verkefnið Sólina sem vakið hefur mikla athygli. Með því vildum við upplýsa almenning um umhverfisstefnur stjórnmálaflokka og leggja áherslu á umhverfis- og loftslagsmál í komandi Alþingiskosningum. Fyrir nokkrum árum fór af stað verkefni sem enn er í gangi í dag. Þar hittast fjöldamörg ungmenni einu sinni í viku til að krefjast aðgerða í loftslagsmálum. Þetta eru nokkur dæmi um það hvernig ungt fólk getur og hefur haft mikil áhrif á gang mála í heiminum. Það er mikilvægt að ungt fólk hafi hátt um þau málefni sem skipta þau máli. Þannig fáum við í gegn þær breytingar sem eru nauðsynlegar til að tryggja framtíð okkar. Ein af þessum nauðsynjum fyrir framtíðina er verndun líffræðilegs fjölbreytileika. Mannkynið á það til að gleyma því að það er hluti af líffræðilegum fjölbreytileika Jarðar. En ég held að það að minna sig reglulega á það setji hlutina í samhengi. Við förum að hugsa um okkur sem hluta af náttúrunni, sem jafningja annarra lífvera. Það er þá ekki lengur náttúran og við, heldur bara náttúran. Náttúran fær að njóta vafans. Einhver gætu spurt við hvað ég á þegar ég segi að mannkynið sé hluti af líffræðilegum fjölbreytileika. En öll okkar tækni, þekking og jafnvel siðir eru háð náttúrunni. Við verðum fyrir áhrifum náttúrunnar og sömuleiðis verður náttúran fyrir áhrifum frá okkur. Samband milli lífvera jarðarinnar, þar á meðal okkar, skiptir öllu fyrir heilbrigð vistkerfi. Án heilbrigðra vistkerfa falla undirstöðurnar undan samfélagi okkar og öllu því sem mannkynið reiðir sig á. Líffræðilegur fjölbreytileiki er grundvöllur fyrir því að þessi sambönd haldist í jafnvægi og þar með fyrir heilbrigði vistkerfa. Þetta jafnvægi stuðlar til dæmis að mildun loftslags og sjúkdóma en að undanförnu höfum við án efa flest fundið fyrir röskun á þessu jafnvægi hvað það varðar. Án heilbrigðra vistkerfa væri framtíðin frekar dapurleg. Ég veit að ungt fólk hefur áttað sig á því að líffræðilegur fjölbreytileiki er okkur jafn nauðsynlegur og hann er vistkerfunum. Ljóst er að ungt fólk vill breytingar. Það vill að verndun líffræðilegs fjölbreytileika og náttúruvernd verði í brennidepli í öllum ákvarðanatökum. Það veit að líffræðilegur fjölbreytileiki er mikilvæg undirstaða fyrir og í raun partur af samfélagi okkar. Ungt fólk vill eiga möguleika á framtíð með heilbrigðum vistkerfum og sanngjörnu samfélagi. Það veit að samband okkar við náttúruna þarf að breytast til að þetta verði möguleiki. Við þurfum að átta okkur á því að við getum ekki án náttúrunnar verið. Við erum hluti af líffræðilegum fjölbreytileika. Baráttan fyrir verndun líffræðilegrar fjölbreytni er samofin öðrum baráttumálum sem ungt fólk brennur fyrir líkt og loftslagsbreytingum. Ég tel að ungt fólk þurfi að sameinast í sínum baráttumálum; tala saman, skilja hvert annað og ekki síst berjast í sameiningu fyrir því sem er okkur mikilvægt. Unga fólkið mun koma til með að taka við framtíðinni og þess vegna er mikilvægt að það taki þátt í að skapa hana. Höfundur er líffræðingur og náttúruverndarfulltrúi Ungra umhverfissinna og er greinin byggð á erindi sem höfundur hélt á málþinginu: Fjölbreytileiki lífs í nútíð og framtíð. Greinin er hluti af greinaskrifaátaki sem ætlað er að vekja athygli á mikilvægi loftslags- og umhverfismála í komandi kosningum. Öll þau mál sem tekin eru fyrir birtast í SÓLINNI - Einkunnagjöf Ungra umhverfissinna fyrir Alþingiskosningar.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar